Olíusjóðurinn stækkar stöðu sína í sértryggðum bréfum á íslensku bankanna

Verðbréfaeign olíusjóðs Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, í íslenskum fyrirtækjum og ríkisskuldabréfum jókst nokkuð á liðnu ári þegar hann bætti enn frekar við sig með kaupum á sértryggðum skuldabréfum á bankanna. Á sama tíma hélt eign sjóðsins áfram að minnka í íslenskum ríkisbréfum.
Tengdar fréttir

Evruútgáfa Landsbankans mátti ekki tæpara standa vegna óróa á mörkuðum
Útgáfa Landsbankans á sértryggðum bréfum í evrum fyrir jafnvirði 45 milljarða króna undir lok síðustu viku var „mjög jákvæð,“ að sögn seðlabankastjóra, sem segir að ef skuldabréfaútgáfan hefði ekki heppnast á þeim tíma hefði getað reynst afar erfitt að klára hana vegna óvissu á erlendum fjármálamörkuðum. Seðlabankinn gerir ekki athugasemdir við áform bankanna um arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum við þessar aðstæður og það sé jafnvel ákjósanlegt út frá markmiði peningastefnunnar.

„Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna
Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum.

Norski olíusjóðurinn með meira en 30 milljarða undir á Íslandi
Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, jók talsvert við verðbréfaeign sína á Íslandi á síðasta ári. Eignir sjóðsins, sem eru einkum skuldabréf á ríkissjóð og íslensk félög, námu samtals 246 milljónum Bandaríkjadala í árslok 2021, jafnvirði um 32 milljarða króna, og hefur verðbréfaeign olíusjóðsins ekki verið meiri hér á landi í liðlega fimmtán ár.