„Ríkisstjórnin eyðir eins og drukkinn sjómaður“ Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2024 13:19 Helst var á Þórdísi Kolbrúnu að heyra að hún væri sammála Hönnu Katrínu, en það gæti reynst örðugt að koma við niðurskurði í þriggja flokka samstarfi. Með öðrum orðum, samstarfsflokkarnir Framsókn og Vinstri græn mega ekki heyra á það minnst. vísir/ívar fannar Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn sótti mjög að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra á þingi í morgun. Hanna Katrín sagði ríkisfjármálin í ólestri og með áframhaldandi óbreyttri nálgun væru að eins tvær leiðir færar: Hærri skattar á millistéttina eða auknar skuldir sem næsta kynslóð þarf að borga. Hvoru tveggja er ótækt. Hanna Katrín vitnaði þá í Heiðar Guðjónsson fjárfesti sem gaf ríkisstjórninni þessa einkunn í Bítinu í morgun: „Hún eyðir eins og drukkinn sjómaður, alveg sama hvað gerist, það er ekkert sem stoppar.“ Þetta sagði Hanna Katrín laukrétt, útgjöld hafi aukist en hvað stendur eftir? „Hefur þjónustan í heilbrigðiskerfinu batnað, í skólakerfinu, í samgöngum? Svarið við þessu er nei. Meira að segja í blússandi hagvexti var ríkissjóður rekinn með halla og allir sem hafa komið nálægt rekstri vita að aðhald þarf að vera stöðugt og markvisst, líka á góðu árunum, sérstaklega á góðu árunum, því annars er erfitt að komast í gegnum þau mögru.“ Er ekki tímabært að skera í efstu lögum? Hanna Katrín hélt áfram og gaf ekki þumlung eftir. Saga ríkisstjórnarinnar væri ófögur og það drægi óneitanlega úr trúverðugleika þegar Þórdís segist vilja viðhalda ábyrgri fjármálastefnu og ábyrgri efnahagsstefnu. Hanna Katrín þjarmaði að fjármálaráðherra og vitnaði meðal annars til orða Heiðars Guðjónssonar sem sagði ríkisstjórnina eyða eins og drukkinn sjómaður væri.vísir/ívar fannar „Hvar ætlar ráðherra að skera niður? Hvar ætlar ráðherra að draga úr vexti báknsins án þess að það komi niður á grunnþjónustunni? Ætlar ráðherra loksins að fara að forgangsraða útgjöldum með hagsmuni almennings í huga? Ætlar ráðherra loksins að fara að skera af efstu lögum stjórnsýslunnar?“ Hanna Katrín sagði tímabært að stjórnvöld gæfu skýr svör hvað þetta varðar. Þórdís Kolbrún var til svara og sagði vinnu við fjármálaáætlun yfirstandandi en hún verði lögð fram á þinginu þegar fram líða stundir. Þar er auðvitað ýmislegt sem Hanna Katrín nefnir til umfjöllunar. En það „þurfi auðvitað að fara sína leið í þriggja flokka samstarfi“. Þórdís Kolbrún vill skera niður en í þriggja flokka samstarfi er það erfitt Þórdís lýsti sig þá ósammála því að þjónusta í heilbrigðiskerfinu hafi ekki batnað. En ef við gefum okkur að svo sé þá sé það ekki vegna niðurskurðar. Ýmislegt annað þurfi að koma til. Þórdís Kolbrún sagði að á Íslandi, sem teldu 400 þúsund íbúa, væru 164 stofnanir. Þjóðin er að sligast.vísir/ívar fannar „Við erum með þriggja prósenta aðhaldskröfu á Stjórnarráðið og svo hin almennu tvö prósent. Ég hef áður nefnt í þessum stól að við erum með 164 stofnanir í þessu landi með tæplega 400.000 manns. Í því felst sóun, í því felst óþarfayfirbygging í allt of mörgum stofnunum og breytingar á því myndu ekki skerða þjónustu við fólk sem á þjónustunni þarf að halda,“ sagði Þórdís. Þá sagði hún ríkið sitja á miklu magni fasteigna sem hún myndi vilja leggja mikla áherslu á að ríkið losaði sig einfaldlega undan. „Við sitjum líka á þróunarreitum og þar er spurning: Er ríkisvaldið best til þess fallið að auka virði þeirra og selja þá svo eða eigum við að selja þá og láta aðra um það? Það getur verið mismunandi sýn á það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Hanna Katrín sagði ríkisfjármálin í ólestri og með áframhaldandi óbreyttri nálgun væru að eins tvær leiðir færar: Hærri skattar á millistéttina eða auknar skuldir sem næsta kynslóð þarf að borga. Hvoru tveggja er ótækt. Hanna Katrín vitnaði þá í Heiðar Guðjónsson fjárfesti sem gaf ríkisstjórninni þessa einkunn í Bítinu í morgun: „Hún eyðir eins og drukkinn sjómaður, alveg sama hvað gerist, það er ekkert sem stoppar.“ Þetta sagði Hanna Katrín laukrétt, útgjöld hafi aukist en hvað stendur eftir? „Hefur þjónustan í heilbrigðiskerfinu batnað, í skólakerfinu, í samgöngum? Svarið við þessu er nei. Meira að segja í blússandi hagvexti var ríkissjóður rekinn með halla og allir sem hafa komið nálægt rekstri vita að aðhald þarf að vera stöðugt og markvisst, líka á góðu árunum, sérstaklega á góðu árunum, því annars er erfitt að komast í gegnum þau mögru.“ Er ekki tímabært að skera í efstu lögum? Hanna Katrín hélt áfram og gaf ekki þumlung eftir. Saga ríkisstjórnarinnar væri ófögur og það drægi óneitanlega úr trúverðugleika þegar Þórdís segist vilja viðhalda ábyrgri fjármálastefnu og ábyrgri efnahagsstefnu. Hanna Katrín þjarmaði að fjármálaráðherra og vitnaði meðal annars til orða Heiðars Guðjónssonar sem sagði ríkisstjórnina eyða eins og drukkinn sjómaður væri.vísir/ívar fannar „Hvar ætlar ráðherra að skera niður? Hvar ætlar ráðherra að draga úr vexti báknsins án þess að það komi niður á grunnþjónustunni? Ætlar ráðherra loksins að fara að forgangsraða útgjöldum með hagsmuni almennings í huga? Ætlar ráðherra loksins að fara að skera af efstu lögum stjórnsýslunnar?“ Hanna Katrín sagði tímabært að stjórnvöld gæfu skýr svör hvað þetta varðar. Þórdís Kolbrún var til svara og sagði vinnu við fjármálaáætlun yfirstandandi en hún verði lögð fram á þinginu þegar fram líða stundir. Þar er auðvitað ýmislegt sem Hanna Katrín nefnir til umfjöllunar. En það „þurfi auðvitað að fara sína leið í þriggja flokka samstarfi“. Þórdís Kolbrún vill skera niður en í þriggja flokka samstarfi er það erfitt Þórdís lýsti sig þá ósammála því að þjónusta í heilbrigðiskerfinu hafi ekki batnað. En ef við gefum okkur að svo sé þá sé það ekki vegna niðurskurðar. Ýmislegt annað þurfi að koma til. Þórdís Kolbrún sagði að á Íslandi, sem teldu 400 þúsund íbúa, væru 164 stofnanir. Þjóðin er að sligast.vísir/ívar fannar „Við erum með þriggja prósenta aðhaldskröfu á Stjórnarráðið og svo hin almennu tvö prósent. Ég hef áður nefnt í þessum stól að við erum með 164 stofnanir í þessu landi með tæplega 400.000 manns. Í því felst sóun, í því felst óþarfayfirbygging í allt of mörgum stofnunum og breytingar á því myndu ekki skerða þjónustu við fólk sem á þjónustunni þarf að halda,“ sagði Þórdís. Þá sagði hún ríkið sitja á miklu magni fasteigna sem hún myndi vilja leggja mikla áherslu á að ríkið losaði sig einfaldlega undan. „Við sitjum líka á þróunarreitum og þar er spurning: Er ríkisvaldið best til þess fallið að auka virði þeirra og selja þá svo eða eigum við að selja þá og láta aðra um það? Það getur verið mismunandi sýn á það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira