Ármann lögðu Dusty í annað sinn Snorri Már Vagnsson skrifar 1. febrúar 2024 22:24 (f.v.) Ofvirkur, Vargur og PolishWonder, leikmenn Ármanns. Vargur og Ofvirkur voru valdnir sameiginlegir menn leiksins af lýsendum Ljósleiðaradeildarinnar. Ármann áttu stórsigur gegn NOCCO Dusty í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Ljóst var fyrir leik að gífurlega mikilvægt var fyrir bæði lið að sigra, þar sem Dusty eru í hörkuslag um toppsæti en Ármann eru í baráttu um þriðja sætið. Ármann sigruðu hnífalotu leiksins, sem fram fór á Anubis, og ákváðu þeir að hefja leikinn í sókn. Ármann hófu sóknina afar hnitmiðað og sigruðu fyrstu þrjár loturnar áður en NOCCO Dusty beit frá sér með Pandaz fremstan í flokki, staðan þá 1-3 fyrir Ármanni. Ármann tóku tvö leikhlé á stuttum tíma en í sjöttu lotu náðu Dusty að jafna leikinn í 3-3. Dusty unnu svo þrjá leiki til viðbótar til að komast í 6-3. Ármann náðu þó að samstilla sig loks og sigruðu þrjár loturnar sem eftir voru af hálfleiknum og jöfnuðu því leikinn. Ljóst var þó að Ármann höfðu verk að vinna þar sem Anubis þykir sóknarmiðaður leikvangur. Staðan í hálfleik: NOCCO Dusty 6-6 Ármann Ármann sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks og komu sér í 6-7 og tóku því forskotið að nýju. Áfram voru þeir að finna mikilvægar fellur og taka lotur, en Vargur, sem er nýgenginn til liðs við Ármann að nýju, átti stórleik gegn fjórum leikmönnum Dusty í sextándu lotu og kom Ármanni í 6-10. Vörn Ármanns stóð hverja einustu sókn af sér í seinni hálfleik þar sem Dusty sigraði ekki staka lotu. Ármann höfðu því sigur gegn Dusty í annað skiptið á tímabilinu eftir frábæra framistöðu liðsins í seinni hálfleik. Lokatölur: NOCCO Dusty 6-13 Ármann Dusty hafa því misst Þór fram úr sér á topp deildarinnar en Ármann halda í við Sögu í baráttunni um þriðja sætið. Eftir umferð kvöldsins eru Þórsarar í fyrsta sæti deildarinnar með 26 stig en NOCCO Dusty eru með 24 stig. Ármann eru með 20 stig, líkt og Saga. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Ármann sigruðu hnífalotu leiksins, sem fram fór á Anubis, og ákváðu þeir að hefja leikinn í sókn. Ármann hófu sóknina afar hnitmiðað og sigruðu fyrstu þrjár loturnar áður en NOCCO Dusty beit frá sér með Pandaz fremstan í flokki, staðan þá 1-3 fyrir Ármanni. Ármann tóku tvö leikhlé á stuttum tíma en í sjöttu lotu náðu Dusty að jafna leikinn í 3-3. Dusty unnu svo þrjá leiki til viðbótar til að komast í 6-3. Ármann náðu þó að samstilla sig loks og sigruðu þrjár loturnar sem eftir voru af hálfleiknum og jöfnuðu því leikinn. Ljóst var þó að Ármann höfðu verk að vinna þar sem Anubis þykir sóknarmiðaður leikvangur. Staðan í hálfleik: NOCCO Dusty 6-6 Ármann Ármann sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks og komu sér í 6-7 og tóku því forskotið að nýju. Áfram voru þeir að finna mikilvægar fellur og taka lotur, en Vargur, sem er nýgenginn til liðs við Ármann að nýju, átti stórleik gegn fjórum leikmönnum Dusty í sextándu lotu og kom Ármanni í 6-10. Vörn Ármanns stóð hverja einustu sókn af sér í seinni hálfleik þar sem Dusty sigraði ekki staka lotu. Ármann höfðu því sigur gegn Dusty í annað skiptið á tímabilinu eftir frábæra framistöðu liðsins í seinni hálfleik. Lokatölur: NOCCO Dusty 6-13 Ármann Dusty hafa því misst Þór fram úr sér á topp deildarinnar en Ármann halda í við Sögu í baráttunni um þriðja sætið. Eftir umferð kvöldsins eru Þórsarar í fyrsta sæti deildarinnar með 26 stig en NOCCO Dusty eru með 24 stig. Ármann eru með 20 stig, líkt og Saga.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira