Ráðherrar stjórnist af tilfinningum og ótta Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 12:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. Í frétt Ríkisútvarpsins í gær kom fram að bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál varðandi fjölskyldusameiningar flóttamanna frá Palestínu. Kom þar fram að ráðherrarnir færu eftir sama fyrirkomulagi og hin Norðurlöndin, það er að eingöngu væru ríkisborgarar landanna sóttir til Gasasvæðisins en ekki þeir sem hafa dvalarleyfi, líkt og þeir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Hins vegar hafi Norðurlöndin alls ekki gert þetta svoleiðis, þvert á móti hafi þau öll sótt dvalarleyfishafa við Rafah-landamærastöðina við landamæri Gasa og Egyptalands. Ekki skynsamleg leið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stjórnvöld skorta fagmennsku í þessum málaflokki. „Ég held að í þessum málaflokki, sérstaklega, stjórnist fólk svolítið af tilfinningum og einhverjum ótta. Ég held að það eigi við um ráðherra landsins jafnt sem marga aðra því miður. Og það er auðvitað ekki skynsamleg leið til þess að finna réttu lausnirnar,“ segir Arndís Anna. Þegar leiðrétt sig Dómsmálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem hún segir fullyrðingar í frétt RÚV vera rangar. Hún hafi vissulega fyrir áramót haldið þessu fram, en leiðrétt orð sín í byrjun janúarmánaðar. Hún gerir athugasemd við það að RÚV skuli vitna í upphafleg orð hennar en ekki leiðréttinguna. Hún kallar eftir því að frétt RÚV verði fjarlægð og leiðrétting birt á vef þeirra. Arndís Anna segir að þrátt fyrir þetta sé ljóst að vilji íslenskra stjórnvalda til að fylgja eftir samþykktum fjölskyldusameiningum sé ekki til staðar. „Það stoppar á því að íslensk stjórnvöld eru ekki reiðubúin til þess að taka þau skref sem þarf að taka til þess að koma fólkinu út af svæðinu. Við vitum í sjálfu sér hver þau eru, í grófum dráttum. Það snýst um að koma nafnalista til egypskra stjórnvalda en síðan þarf fulltrúi íslenskra stjórnvalda að fara á svæðið og fylgja fólkinu ákveðinn hluta leiðarinnar. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki viljað gera og þau hafa lýst því yfir,“ segir Arndís Anna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins í gær kom fram að bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafi farið með rangt mál varðandi fjölskyldusameiningar flóttamanna frá Palestínu. Kom þar fram að ráðherrarnir færu eftir sama fyrirkomulagi og hin Norðurlöndin, það er að eingöngu væru ríkisborgarar landanna sóttir til Gasasvæðisins en ekki þeir sem hafa dvalarleyfi, líkt og þeir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Hins vegar hafi Norðurlöndin alls ekki gert þetta svoleiðis, þvert á móti hafi þau öll sótt dvalarleyfishafa við Rafah-landamærastöðina við landamæri Gasa og Egyptalands. Ekki skynsamleg leið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir stjórnvöld skorta fagmennsku í þessum málaflokki. „Ég held að í þessum málaflokki, sérstaklega, stjórnist fólk svolítið af tilfinningum og einhverjum ótta. Ég held að það eigi við um ráðherra landsins jafnt sem marga aðra því miður. Og það er auðvitað ekki skynsamleg leið til þess að finna réttu lausnirnar,“ segir Arndís Anna. Þegar leiðrétt sig Dómsmálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem hún segir fullyrðingar í frétt RÚV vera rangar. Hún hafi vissulega fyrir áramót haldið þessu fram, en leiðrétt orð sín í byrjun janúarmánaðar. Hún gerir athugasemd við það að RÚV skuli vitna í upphafleg orð hennar en ekki leiðréttinguna. Hún kallar eftir því að frétt RÚV verði fjarlægð og leiðrétting birt á vef þeirra. Arndís Anna segir að þrátt fyrir þetta sé ljóst að vilji íslenskra stjórnvalda til að fylgja eftir samþykktum fjölskyldusameiningum sé ekki til staðar. „Það stoppar á því að íslensk stjórnvöld eru ekki reiðubúin til þess að taka þau skref sem þarf að taka til þess að koma fólkinu út af svæðinu. Við vitum í sjálfu sér hver þau eru, í grófum dráttum. Það snýst um að koma nafnalista til egypskra stjórnvalda en síðan þarf fulltrúi íslenskra stjórnvalda að fara á svæðið og fylgja fólkinu ákveðinn hluta leiðarinnar. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur einfaldlega ekki viljað gera og þau hafa lýst því yfir,“ segir Arndís Anna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira