Ef hval rekur á fjörur manns: Hvar er staður hvalanna í hjörtum Íslendinga? Svava Þorsteinsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 13:31 Hvalir eiga sér djúpar rætur í þjóðarsál okkar Íslendinga. Í þrettán vikur hugsuðum við, þriðja árs nemar í vöruhönnun í Listaháskólanum um hvali, sem var rannsóknarefnið okkar, svo mikið að okkur var byrjað að dreyma þá á nóttunni líka. En eftir því sem við lærðum meira um hvali uppgötvuðum við líka hve lítið við mannfólkið vitum í raun um það sem fer fram undir yfirborði sjávar í samfélögum hvalanna. Mystík umlykur ennþá dýrin sem sögðu skilið við þurrt land fyrir hundruðum milljóna ára og urðu að hvölum sem drottna nú yfir hljóðum heimi hafsins. Eins ólík og við erum innan vöruhönnunarbekksins áttum við öll það sameiginlegt að við fylltumst djúpri lotningu gagnvart þeim. Við settum upp sýningu sem bar titilinn „Ef hval rekur á fjörur manns.“ Okkur langaði til að miðla áfram þessari lotningu gagnvart hvölum til annarra í gegnum hönnun. Titillinn vísar meðal annars í þau skipti sem hval hefur rekið óvænt á land hér á Íslandi áður fyrr, en þá gat verið um að ræða lífsbjörg fyrir heila byggð. Til þess má einmitt rekja að orðið hvalreki merkir einnig „óvænt stórhapp“ í íslensku tungumáli. Hvalurinn hefur birst okkur í íslenskum þjóðsögum bæði sem verndari eða bjargvættur og sem hættulegt sjávarskrímsli, alveg eins og náttúran getur oft virst ógnvænleg en einnig verið okkur gjöful. Okkur stafar engin hætta af hvölunum í dag. Þar að auki höfum við nú hvorki þörf né löngun til þess að borða kjöt þeirra. En það má velta því fyrir sér hvernig við getum heiðrað þau skipti sem hvalurinn hefur bjargað okkur. Er ekki það minnsta sem við getum gert að leyfa þeim að vera í friði? Höfundur er nemi í vöruhönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvalir eiga sér djúpar rætur í þjóðarsál okkar Íslendinga. Í þrettán vikur hugsuðum við, þriðja árs nemar í vöruhönnun í Listaháskólanum um hvali, sem var rannsóknarefnið okkar, svo mikið að okkur var byrjað að dreyma þá á nóttunni líka. En eftir því sem við lærðum meira um hvali uppgötvuðum við líka hve lítið við mannfólkið vitum í raun um það sem fer fram undir yfirborði sjávar í samfélögum hvalanna. Mystík umlykur ennþá dýrin sem sögðu skilið við þurrt land fyrir hundruðum milljóna ára og urðu að hvölum sem drottna nú yfir hljóðum heimi hafsins. Eins ólík og við erum innan vöruhönnunarbekksins áttum við öll það sameiginlegt að við fylltumst djúpri lotningu gagnvart þeim. Við settum upp sýningu sem bar titilinn „Ef hval rekur á fjörur manns.“ Okkur langaði til að miðla áfram þessari lotningu gagnvart hvölum til annarra í gegnum hönnun. Titillinn vísar meðal annars í þau skipti sem hval hefur rekið óvænt á land hér á Íslandi áður fyrr, en þá gat verið um að ræða lífsbjörg fyrir heila byggð. Til þess má einmitt rekja að orðið hvalreki merkir einnig „óvænt stórhapp“ í íslensku tungumáli. Hvalurinn hefur birst okkur í íslenskum þjóðsögum bæði sem verndari eða bjargvættur og sem hættulegt sjávarskrímsli, alveg eins og náttúran getur oft virst ógnvænleg en einnig verið okkur gjöful. Okkur stafar engin hætta af hvölunum í dag. Þar að auki höfum við nú hvorki þörf né löngun til þess að borða kjöt þeirra. En það má velta því fyrir sér hvernig við getum heiðrað þau skipti sem hvalurinn hefur bjargað okkur. Er ekki það minnsta sem við getum gert að leyfa þeim að vera í friði? Höfundur er nemi í vöruhönnun.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun