Jafn margir og búa í Árborg sótt um vernd á síðustu tveimur árum Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2024 16:57 Guðrún taldi vert að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. Sigmundur Davíð talaði um að stjórnleysi ríkti í málefnum hælisleitenda. vísir/ívar/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur ástæðu til að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. „Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra er sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100 einstaklinga, eða samtals 118. Árið 2016, er síðustu útlendingalögin voru í vinnslu hér í þinginu, var einnig sett met þegar umsóknarfjöldinn fór í fyrsta sinn yfir 1.000 einstaklinga,“ sagði Guðrún í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Og Guðrún hélt áfram að rekja tölfræðiupplýsingar úr gögnum sínum: „Árið 2022 var síðan annað metár en þá fór umsóknarfjöldinn yfir 4.500. Á rúmum áratug hefur því umsóknarfjöldi um alþjóðlega vernd aukist um rúmlega 3.700%. Ef við tökum fjöldaflótta Úkraínu frá þá er þetta aukning upp á 2.000%. Á tveimur árum hafa því tæplega 9.000 manns sótt um vernd og til samanburðar þá búa um 9.000 manns í Árborg.“ Guðrún sagði, með vísan til fyrirspurnar Sigmundar Davíðs, að það væri rétt. Á Íslandi væru rýmri reglur í tengslum við fjölskyldusameiningar en í löndunum í kringum okkur. „Og ég tel ástæðu til að við tökum það til endurskoðunar,“ sagði dómsmálaráðherra. Sigmundur Davíð var ómyrkur í máli í fyrirspurn sinni, sagði liggja fyrir að hafi síðustu misseri tekið á móti mun fleiri hælisleitendum af palestínskum uppruna eða Palestínuaröbum heldur en hin Norðurlöndin. Hann spurði um öryggismál, sem einhverjum þætti ef til vill óviðeigandi að spyrja um. „En það væri mikil værukærð ef við slepptum því, ólíkt öllum öðrum löndum sem taka við fólki frá svæðum þar sem hryðjuverkamenn hafa ráðið ríkjum í hátt í tvo áratugi. Hvaða ráðstafanir munu íslensk stjórnvöld gera til að tryggja öryggi?“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra er sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100 einstaklinga, eða samtals 118. Árið 2016, er síðustu útlendingalögin voru í vinnslu hér í þinginu, var einnig sett met þegar umsóknarfjöldinn fór í fyrsta sinn yfir 1.000 einstaklinga,“ sagði Guðrún í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Og Guðrún hélt áfram að rekja tölfræðiupplýsingar úr gögnum sínum: „Árið 2022 var síðan annað metár en þá fór umsóknarfjöldinn yfir 4.500. Á rúmum áratug hefur því umsóknarfjöldi um alþjóðlega vernd aukist um rúmlega 3.700%. Ef við tökum fjöldaflótta Úkraínu frá þá er þetta aukning upp á 2.000%. Á tveimur árum hafa því tæplega 9.000 manns sótt um vernd og til samanburðar þá búa um 9.000 manns í Árborg.“ Guðrún sagði, með vísan til fyrirspurnar Sigmundar Davíðs, að það væri rétt. Á Íslandi væru rýmri reglur í tengslum við fjölskyldusameiningar en í löndunum í kringum okkur. „Og ég tel ástæðu til að við tökum það til endurskoðunar,“ sagði dómsmálaráðherra. Sigmundur Davíð var ómyrkur í máli í fyrirspurn sinni, sagði liggja fyrir að hafi síðustu misseri tekið á móti mun fleiri hælisleitendum af palestínskum uppruna eða Palestínuaröbum heldur en hin Norðurlöndin. Hann spurði um öryggismál, sem einhverjum þætti ef til vill óviðeigandi að spyrja um. „En það væri mikil værukærð ef við slepptum því, ólíkt öllum öðrum löndum sem taka við fólki frá svæðum þar sem hryðjuverkamenn hafa ráðið ríkjum í hátt í tvo áratugi. Hvaða ráðstafanir munu íslensk stjórnvöld gera til að tryggja öryggi?“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira