Ekki lengur á Íslandi til að svara fyrir ofbeldi gegn konum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 17:11 Karlmaðurinn var dæmdur fyrir brot í Reykjavík árin 2021 og 2022. Hann virðist hafa farið til Póllands fyrir einhverju síðan. Unsplash/Benjamin R. Karlmaður frá Póllandi var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás gegn tveimur konum og hótunarbrot. Önnur konan er jafngömul manninum en hin tuttugu árum eldri. Maðurinn var ekki viðstaddur meðferð málsins. Ekki tókst að birta manninum ákæruna og var hún því birt í Lögbirtingarblaðinu lögum samkvæmt. Þar kom fram að hann væri pólskur ríkisborgari og talinn staddur einhvers staðar í Póllandi. Þá kom fram að konurnar tvær, brotaþolarnir í málinu, væru sömuleiðis pólskar en upplýsingar um tengsl mannsins við konurnar koma ekki fram í dómnum. Þó var maðurinn ekki ákærður fyrir brot í nánu sambandi. Hann var ákærður fyrir líkamsárás og hótun með því að hafa í desember árið 2021, að heimili í Reykjavík, veist með ofbeldi að konu, sem er jafngömul manninum, rifið í hár hennar og dregið niður steyptar tröppur, sparkað í hana, slegið nokkrum sinnum í hana og tekið hana hálstaki, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti í andliti, hægri framhandlegg, vinstra hné, vinstri mjöðm og vinstri rist auk þess sem hún var bólgin og aum í nefbeini og hægri hluta kjálka og hafa jafnframt hótað henni að taka rakvél og raka af henni hárið og með því vakið hjá henni ótta um heilbrigði og velferð hennar. Brennisteinssýrusmitaðir vettlingar Þá var maðurinn ákærður fyrir líkamsárás í apríl í fyrra, með því að hafa veist með ofbeldi að konunni, rifið í bol hennar þannig að hún skall með höfuðið í glugga, gripið í báða framhandleggi hennar og klórað hægri framhandlegg hennar með nögl sinni, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut kúlu og mar á enni og skrámu á hægri framhandlegg. Þá var hann ákærður fyrir líkamsárás, á sama stað og stund, gegn annarri konu, sem er tuttugu árum eldri en hin, með því að hafa veist að henni með ofbeldi, gripið um handleggi hennar klæddur brennisteinssýrusmituðum vettlingum, með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta og annars stigs brunasár á báðum handleggjum. Loks var hann ákærður fyrir hótunarbrot, með því að hafa á sama stað og stund, hótað konunum báðum lífláti og talið niður sekúndurnar uns þær myndu deyja og með því vakið hjá þeim ótta um líf, heilbrigði og velferð þeirra beggja. Var maðurinn sakfelldur í öllum ákæruliðum og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Pólland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Ekki tókst að birta manninum ákæruna og var hún því birt í Lögbirtingarblaðinu lögum samkvæmt. Þar kom fram að hann væri pólskur ríkisborgari og talinn staddur einhvers staðar í Póllandi. Þá kom fram að konurnar tvær, brotaþolarnir í málinu, væru sömuleiðis pólskar en upplýsingar um tengsl mannsins við konurnar koma ekki fram í dómnum. Þó var maðurinn ekki ákærður fyrir brot í nánu sambandi. Hann var ákærður fyrir líkamsárás og hótun með því að hafa í desember árið 2021, að heimili í Reykjavík, veist með ofbeldi að konu, sem er jafngömul manninum, rifið í hár hennar og dregið niður steyptar tröppur, sparkað í hana, slegið nokkrum sinnum í hana og tekið hana hálstaki, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti í andliti, hægri framhandlegg, vinstra hné, vinstri mjöðm og vinstri rist auk þess sem hún var bólgin og aum í nefbeini og hægri hluta kjálka og hafa jafnframt hótað henni að taka rakvél og raka af henni hárið og með því vakið hjá henni ótta um heilbrigði og velferð hennar. Brennisteinssýrusmitaðir vettlingar Þá var maðurinn ákærður fyrir líkamsárás í apríl í fyrra, með því að hafa veist með ofbeldi að konunni, rifið í bol hennar þannig að hún skall með höfuðið í glugga, gripið í báða framhandleggi hennar og klórað hægri framhandlegg hennar með nögl sinni, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut kúlu og mar á enni og skrámu á hægri framhandlegg. Þá var hann ákærður fyrir líkamsárás, á sama stað og stund, gegn annarri konu, sem er tuttugu árum eldri en hin, með því að hafa veist að henni með ofbeldi, gripið um handleggi hennar klæddur brennisteinssýrusmituðum vettlingum, með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta og annars stigs brunasár á báðum handleggjum. Loks var hann ákærður fyrir hótunarbrot, með því að hafa á sama stað og stund, hótað konunum báðum lífláti og talið niður sekúndurnar uns þær myndu deyja og með því vakið hjá þeim ótta um líf, heilbrigði og velferð þeirra beggja. Var maðurinn sakfelldur í öllum ákæruliðum og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Pólland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira