Bikarveisla Víkingsstelpna heldur áfram á nýju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 06:30 Víkingskonur áttu ótrúlegt ár í fyrra og byrja þetta nýja ár líka vel. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar þær unnu 2-1 sigur á Fylki í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta í Egilshöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur verður Reykjavíkurmeistari kvenna en fyrir árið 2020 höfðu bara tvö félög, Valur og KR, unnið titilinn. Frá 2020 hafa Fylkir (2020), Þróttur (2022) og Víkingur (2024) bæst í hópinn. Íslandsmeistarar Vals eru sigursælasta félagið í sögu Reykjavíkurmóts kvenna með 28 titla en Hlíðarendaliðið tók ekki þátt í mótinu í ár. Very proud @vikingurfc mfl kvk and Takk fyrir @FylkirFC . Gangi þer vel bæði í @bestaenglish @heimavollurinn @Fotboltinet @footballiceland #Reykjavikmotchamps #onwardsandupwards pic.twitter.com/Sq2QkRtl7I— John Andrews (@JohnAndrews78) February 5, 2024 Víkingskonur unnu þrjá bikara á síðasta ári þar á meðal urðu þær fyrsta b-deildarliðið til að verða bikarmeistari. Auk þess vann Víkingsliðið B-deildina (Lengjudeildin) og B-deild deildabikarsins (Lengjubikarinn). Bikarveisla þeirra heldur nú áfram á nýju ár. Sigdís Eva Bárðardóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu mörk Víkingsliðsins í leiknum í gær og komu Víkingsliðinu í 2-0 en Tinna Harðardóttir minnkaði muninn fyrir Fylki. Sigdís Eva skoraði markið sitt eftir undirbúning Emmu Steinsen en mark Selmu kom eftir sendingu frá Freyju Stefánsdóttur. Víkingskonur unnu alla fimm leiki sína í Reykjavíkurmótinu og það með markatölunni 29-3. Bæði Víkingur og Fylki voru búin að vinna fyrstu fjóra leiki sína fyrir leikinn í gær. Víkingurinn Hafdís Bára Höskuldsdóttir varð markadrottning Reykjavíkurmótsins í ár með sex mörk en liðsfélagar hennar Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu fimm mörk eins og Fylkiskonan Eva Rut Ásþórsdóttir. Víkingur TV https://t.co/AALSC8ge3I— Víkingur (@vikingurfc) February 5, 2024 Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur verður Reykjavíkurmeistari kvenna en fyrir árið 2020 höfðu bara tvö félög, Valur og KR, unnið titilinn. Frá 2020 hafa Fylkir (2020), Þróttur (2022) og Víkingur (2024) bæst í hópinn. Íslandsmeistarar Vals eru sigursælasta félagið í sögu Reykjavíkurmóts kvenna með 28 titla en Hlíðarendaliðið tók ekki þátt í mótinu í ár. Very proud @vikingurfc mfl kvk and Takk fyrir @FylkirFC . Gangi þer vel bæði í @bestaenglish @heimavollurinn @Fotboltinet @footballiceland #Reykjavikmotchamps #onwardsandupwards pic.twitter.com/Sq2QkRtl7I— John Andrews (@JohnAndrews78) February 5, 2024 Víkingskonur unnu þrjá bikara á síðasta ári þar á meðal urðu þær fyrsta b-deildarliðið til að verða bikarmeistari. Auk þess vann Víkingsliðið B-deildina (Lengjudeildin) og B-deild deildabikarsins (Lengjubikarinn). Bikarveisla þeirra heldur nú áfram á nýju ár. Sigdís Eva Bárðardóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu mörk Víkingsliðsins í leiknum í gær og komu Víkingsliðinu í 2-0 en Tinna Harðardóttir minnkaði muninn fyrir Fylki. Sigdís Eva skoraði markið sitt eftir undirbúning Emmu Steinsen en mark Selmu kom eftir sendingu frá Freyju Stefánsdóttur. Víkingskonur unnu alla fimm leiki sína í Reykjavíkurmótinu og það með markatölunni 29-3. Bæði Víkingur og Fylki voru búin að vinna fyrstu fjóra leiki sína fyrir leikinn í gær. Víkingurinn Hafdís Bára Höskuldsdóttir varð markadrottning Reykjavíkurmótsins í ár með sex mörk en liðsfélagar hennar Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu fimm mörk eins og Fylkiskonan Eva Rut Ásþórsdóttir. Víkingur TV https://t.co/AALSC8ge3I— Víkingur (@vikingurfc) February 5, 2024
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira