Hversu lengi ætla stúdentar að sitja í traffík? Berglind Bjarnadóttir skrifar 7. febrúar 2024 10:31 Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól. Í einhverjum tilfellum geta almenningssamgöngur kostað aðeins meira stúss, meiri tíma og meira umstang heldur en að ferðast með einkabíl sem bíður tilbúinn eftir manni þegar hentar. Mögulega er það ástæðan fyrir því að mesta áherslan hér á landi hefur lengi verið á einkabílinn og mörg virðast líta á almenningssamgöngur sem einhvers konar ómögulegan valkost. En er þessi séríslenska krafa um að hver einstaklingur geti setið einn í sínum bíl raunhæf? Og er réttlætanlegt að öll neyðist til þess að fjárfesta í bíl til þess að komast á milli staða? Mikil umferð hefur verið að myndast í grennd við háskólasvæðið og það er ekki von á að hún minnki í bráð enda mikil uppbygging í Vatnsmýrinni og við Landspítalann. Auk þess er allt Menntavísindasvið að flytja í Hótel Sögu. Stúdentar sem nýta sér einkabílinn til þess að koma sér til og frá skóla eru heldur betur farnir að finna fyrir þessu og hringsóla á bílastæðum háskólans í leit að lausu stæði. Það sem hefur bráðvantað hér á landi er betri nýting á almenningssamgöngum en í flestum löndum í Evrópu er mun algengara að almenningssamgöngur eða aðrir vistvænir ferðamátar hjálpi við að létta á umferð. Stúdentar eiga ekki að þurfa að reiða sig jafn mikið á einkabílinn eins og þeir þurfa að gera í dag. Þar að auki að sitja uppi með þá kostnaðarbyrði sem fylgir því að reka bíl og stuðla að óþarfa aukningu á umferð. Við í Röskvu trúum á að með því að bæta almenningssamgöngur til munahér á Íslandi megi stórauka fjölda stúdenta og annarra sem kjósa að nýta sér þær og aðra vistvæna ferðamáta til þess að ferðast til og frá skóla. Einnig er það gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir öll í grennd við háskólasvæðið að bæta almenningssamgöngur þar vegna aukningar á bílaumferð á svæðinu á næstu árum. Til þess að stuðla að bættum almenningssamgöngum hefur Röskva barist fyrir og lagt mikla áherslu á að nemendum standi til boða að kaupa svokallaðan U-passa. U-passinn verður samgöngukort sem stúdentar gætu keypt á hóflegu verði og fengið þannig aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum, t.d. strætó, næturstrætó, deilibílaleigu og fengið afslátt hjá hjóla- og hlaupahjólaleigum. Einnig hefur Röskva unnið ötullega að því að bæta göngu- og hjólastíga á háskólasvæðinu með því að þrýsta á fjölgun ljósastaurum á illa upplýstum stígum, fjölgun yfirbyggðra hjólaskýla og gangbrauta. Röskva hefur líka barist fyrir því að tryggja næturstrætó í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og heldur sú barátta áfram í Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi þar sem þjónusta næturstrætó er ekki til staðar í dag. Við í Röskvu gerum okkur þó grein fyrir því að almenningssamgöngur henti ekki öllum, sérstaklega eins og staðan er í dag. Sumir þurfa að vera á einkabíl vegna ýmissa annarra skyldna eða vegna fötlunar og fyrir aðra er einfaldlega margfalt tímafrekara að taka strætó vegna búsetu. Þess vegna berjumst við m.a. fyrir því að leiðakerfi strætó verði bætt og að ferðirnar verði tíðari. Þetta er þó ekki lítið verkefni þar sem fjármagn strætó er af skornum skammti og það þýðir ekkert að gera ferðirnar tíðari ef enginn nýtir sér þær. Einnig þarf að tryggja fleiri sérakreinar fyrir strætó svo hann festist ekki í umferð í háannatímum. Við í Röskvu trúum því að með því að stórbæta almenningssamgöngur á Íslandi sé hægt að gera fleiri stúdentum kleift að nýta sér þær án þess að eyða margfalt meiri tíma í að komast til og frá skóla. Þetta er í raun meira en bara umhverfismál heldur líka mikilvægt jafnréttismál fyrir stúdenta því betri almenningssamgöngur myndu minnka þörf nemenda á að eiga og reka einkabíl. Sem myndi þ.a.l. auka handbært fjármagn stúdenta og vonandi minnka þörf stúdenta til að vinna með námi. Höfundur er forseti umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Strætó Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól. Í einhverjum tilfellum geta almenningssamgöngur kostað aðeins meira stúss, meiri tíma og meira umstang heldur en að ferðast með einkabíl sem bíður tilbúinn eftir manni þegar hentar. Mögulega er það ástæðan fyrir því að mesta áherslan hér á landi hefur lengi verið á einkabílinn og mörg virðast líta á almenningssamgöngur sem einhvers konar ómögulegan valkost. En er þessi séríslenska krafa um að hver einstaklingur geti setið einn í sínum bíl raunhæf? Og er réttlætanlegt að öll neyðist til þess að fjárfesta í bíl til þess að komast á milli staða? Mikil umferð hefur verið að myndast í grennd við háskólasvæðið og það er ekki von á að hún minnki í bráð enda mikil uppbygging í Vatnsmýrinni og við Landspítalann. Auk þess er allt Menntavísindasvið að flytja í Hótel Sögu. Stúdentar sem nýta sér einkabílinn til þess að koma sér til og frá skóla eru heldur betur farnir að finna fyrir þessu og hringsóla á bílastæðum háskólans í leit að lausu stæði. Það sem hefur bráðvantað hér á landi er betri nýting á almenningssamgöngum en í flestum löndum í Evrópu er mun algengara að almenningssamgöngur eða aðrir vistvænir ferðamátar hjálpi við að létta á umferð. Stúdentar eiga ekki að þurfa að reiða sig jafn mikið á einkabílinn eins og þeir þurfa að gera í dag. Þar að auki að sitja uppi með þá kostnaðarbyrði sem fylgir því að reka bíl og stuðla að óþarfa aukningu á umferð. Við í Röskvu trúum á að með því að bæta almenningssamgöngur til munahér á Íslandi megi stórauka fjölda stúdenta og annarra sem kjósa að nýta sér þær og aðra vistvæna ferðamáta til þess að ferðast til og frá skóla. Einnig er það gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir öll í grennd við háskólasvæðið að bæta almenningssamgöngur þar vegna aukningar á bílaumferð á svæðinu á næstu árum. Til þess að stuðla að bættum almenningssamgöngum hefur Röskva barist fyrir og lagt mikla áherslu á að nemendum standi til boða að kaupa svokallaðan U-passa. U-passinn verður samgöngukort sem stúdentar gætu keypt á hóflegu verði og fengið þannig aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum, t.d. strætó, næturstrætó, deilibílaleigu og fengið afslátt hjá hjóla- og hlaupahjólaleigum. Einnig hefur Röskva unnið ötullega að því að bæta göngu- og hjólastíga á háskólasvæðinu með því að þrýsta á fjölgun ljósastaurum á illa upplýstum stígum, fjölgun yfirbyggðra hjólaskýla og gangbrauta. Röskva hefur líka barist fyrir því að tryggja næturstrætó í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og heldur sú barátta áfram í Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi þar sem þjónusta næturstrætó er ekki til staðar í dag. Við í Röskvu gerum okkur þó grein fyrir því að almenningssamgöngur henti ekki öllum, sérstaklega eins og staðan er í dag. Sumir þurfa að vera á einkabíl vegna ýmissa annarra skyldna eða vegna fötlunar og fyrir aðra er einfaldlega margfalt tímafrekara að taka strætó vegna búsetu. Þess vegna berjumst við m.a. fyrir því að leiðakerfi strætó verði bætt og að ferðirnar verði tíðari. Þetta er þó ekki lítið verkefni þar sem fjármagn strætó er af skornum skammti og það þýðir ekkert að gera ferðirnar tíðari ef enginn nýtir sér þær. Einnig þarf að tryggja fleiri sérakreinar fyrir strætó svo hann festist ekki í umferð í háannatímum. Við í Röskvu trúum því að með því að stórbæta almenningssamgöngur á Íslandi sé hægt að gera fleiri stúdentum kleift að nýta sér þær án þess að eyða margfalt meiri tíma í að komast til og frá skóla. Þetta er í raun meira en bara umhverfismál heldur líka mikilvægt jafnréttismál fyrir stúdenta því betri almenningssamgöngur myndu minnka þörf nemenda á að eiga og reka einkabíl. Sem myndi þ.a.l. auka handbært fjármagn stúdenta og vonandi minnka þörf stúdenta til að vinna með námi. Höfundur er forseti umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun