Skipið sökk nokkru síðar.
Allir af þeim fjórtán sem bjargað eru komnir af sjúkrahúsi nema einn, samkvæmt frétt Kringvarpsins. Honum var bjargað síðast af síðu skipsins skömmu áður en það sökk. Hann hefði ekki komist í flotgalla og hélt sér á síðu Kambs í þrjá tíma áður en honum var bjargað.
Leitin að mönnunum tveimur sem saknað er hefur verið nokkuð umfangsmikil. Áhafnir annarra skipa hafa komið að henni ásamt áhafnir leitarflugvélar frá Danmörku. Kafbátaleitarflugvél frá Bretlandi kom einnig að leitinni í gær með milligöngu Landhelgisgæslu Íslands.
Áhöfn Brimils, skips Landhelgisgæslu Færeyja, hefur fundið einn neyðarsendi frá Kambi. Annars hefur leitin skilað litlum árangri, samkvæmt Kringvarpinu.