Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2024 11:00 Yngri flokkar og meistaraflokkur Vestra hafa æft á nýja gervigrasinu en enn vantar á völlinn línur, hornfána og mörk, og ekki hægt að bæta úr því í frosti. vestri.is Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. Samúel ritaði pistil á Facebook og útskýrði megna óánægju sína með bæjaryfirvöld, sem hann fullyrti að gerðu hreinlega allt til að gera Vestramönnum erfitt fyrir. „Með því að byggja tvo gervigrasvelli? Það er ekki mitt mat. Það er stórkostlegt afrek að koma þessum tveimur völlum upp,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sposk og telur gagnrýni Samúels ósanngjarna. Ísafjarðarbær standi nefnilega í miklum framkvæmdum fyrir fótboltann en nýtt gervigras hefur verið lagt á æfingavöll Vestra. Framkvæmdir við nýjan aðalvöll með gervigrasi eru svo langt komnar en bíða þarf til vors til að hægt sé að ljúka þeim, og óvíst að það takist fyrir fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni, gegn KA 20. apríl. Segir völlinn ruddan eftir þörfum En gagnrýni Samúels sneri meðal annars að því að snjó væri ekki rutt nægilega oft af æfingavelli Vestra, að á völlinn vantaði enn línur, hornfána og mörk, vallarhúsið væri í niðurníðslu, og fleira. „Mér finnst þetta dálítið ósanngjarnt, þegar allir eru að leggja kapp á að koma upp þessum tveimur nýju völlum við frekar erfiðar aðstæður. Það er ekkert mikið rými í fjárhagsáætlun sveitarfélaga en við erum samt að gera þetta, og erum ótrúlega ánægð með að það sé að takast. Við horfum því á þetta aðeins öðrum augum en Sammi og ég er ekki viss um að skoðanir hans endurspegli skoðanir allra í fótboltahreyfingunni, því þetta verður stórkostleg breyting á aðstöðu,“ segir Arna. „Vissulega ekki bygging sem við erum sérlega hreykin af“ „Völlurinn er að sjálfsögðu mokaður og það er verið að æfa á vellinum af fullum krafti. Ég veit ekki betur en að hann sé mokaður eftir þörfum,“ segir Arna og á vef Vestra má raunar sjá fréttir af því að æfingar yngri flokka hafi gengið vel á nýja gervigrasinu. Skiptar skoðanir eru á því hvort að æfingavöllur Vestra sé nægilega oft ruddur.vestri.is Arna tekur hins vegar undir að lagfæringar á vallarhúsinu hafi setið á hakanum. „Þeir eru búnir að vera með vallarhúsið síðustu ár en við erum að taka það yfir núna. Það þarf að laga það, og við erum alveg með það á plani. Það er vissulega ekki bygging sem við erum sérlega hreykin af en hún verður að sjálfsögðu löguð. Það er búið að gera við leka þarna en þessu er ekki lokið.“ „Óraunhæft“ að spila á Ísafirði í febrúar Aðspurð hvers vegna ekki sé búið að gera línur á nýja æfingavöllinn, og setja upp hornfána og mörk, svo að völlurinn sé leikhæfur fyrir komandi leiki í Lengjubikarnum, segir Arna: „Við erum í miðri framkvæmd, sem hófst í október eða nóvember. Það er ekki hægt að setja þessar línur og annað nema það sé þíða. Núna er 7. febrúar á Íslandi, og fólk þarf að vera aðeins á jörðinni varðandi hvað hægt er að gera. Það er algjörlega óraunhæft hjá Vestra að halda að það sé hægt að spila á þessum velli, í febrúar á Ísafirði. Við höfum sagt þeim að vera með plan B því þetta mun ekki ganga. Auðvitað geta komið góðir dagar en við vitum það ekki, og ég myndi ekki treysta á það,“ segir Arna og bætir við: „Við höfum alltaf sagt að það verði ekki allt klárt fyrr en í fyrsta lagi í apríl, og til þess að það verði þá þarf allt að ganga upp. Við höfum verið hreinskilin með það, leggjum allt okkar að mörkum til að þetta verði klárt, en við verðum að vinna með þær aðstæður sem verða uppi.“ Síðasta haust reyndist mikið ævintýri hjá Vestramönnum sem unnu sig upp í efstu deild í fyrsta sinn.vísir/Diego Enn óvissa um hitalagnir Samúel kallaði einnig eftir því að hitalagnir verði lagðar undir nýja aðalvöllinn, og að þannig yrði opinn sá möguleiki að hita upp völlinn þó að það sé í dag ansi kostnaðarsamt, enda þarf rafmagn til að hita vatn á Ísafirði. „Þessi ákvörðun hefur ekki verið tekin. Það var ekki inni í útboðinu okkar að setja hitalagnir – við ákváðum frekar að kaupa tæki til moksturs. Það er vegna kostnaðar. Við erum ekki með heitt vatn og kyndum bara með rafmagni,“ segir Arna. Heimaleikur færður til Akraness Vestramenn undirbúa sig nú fyrir sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni og spila meðal annars í Lengjubikarnum í febrúar og mars. Þeir fengu þrjá heimaleiki, í von um að hægt yrði að spila á Ísafirði, en Samúel segir að nú þegar sé búið að færa fyrsta leikinn, við FH 17. febrúar, í Akraneshöllina. Reikna má með að leikirnir við Breiðablik 2. mars og Gróttu 9. mars verði einnig færðir. Það breytir því ekki að tilhlökkunin er mikil hjá öllum fyrir vestan, þar með töldum bæjaryfirvöldum, vegna komandi leiktíðar í deild þeirra bestu: „Við erum ótrúlega stolt af þeim og ánægð með þá, og erum að reyna að gera það besta úr aðstæðum sem við getum. Hluti af því er að gera þessa tvo velli, þannig að hægt sé að spila og æfa fótbolta hérna sem mest,“ segir Arna. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Samúel ritaði pistil á Facebook og útskýrði megna óánægju sína með bæjaryfirvöld, sem hann fullyrti að gerðu hreinlega allt til að gera Vestramönnum erfitt fyrir. „Með því að byggja tvo gervigrasvelli? Það er ekki mitt mat. Það er stórkostlegt afrek að koma þessum tveimur völlum upp,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sposk og telur gagnrýni Samúels ósanngjarna. Ísafjarðarbær standi nefnilega í miklum framkvæmdum fyrir fótboltann en nýtt gervigras hefur verið lagt á æfingavöll Vestra. Framkvæmdir við nýjan aðalvöll með gervigrasi eru svo langt komnar en bíða þarf til vors til að hægt sé að ljúka þeim, og óvíst að það takist fyrir fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni, gegn KA 20. apríl. Segir völlinn ruddan eftir þörfum En gagnrýni Samúels sneri meðal annars að því að snjó væri ekki rutt nægilega oft af æfingavelli Vestra, að á völlinn vantaði enn línur, hornfána og mörk, vallarhúsið væri í niðurníðslu, og fleira. „Mér finnst þetta dálítið ósanngjarnt, þegar allir eru að leggja kapp á að koma upp þessum tveimur nýju völlum við frekar erfiðar aðstæður. Það er ekkert mikið rými í fjárhagsáætlun sveitarfélaga en við erum samt að gera þetta, og erum ótrúlega ánægð með að það sé að takast. Við horfum því á þetta aðeins öðrum augum en Sammi og ég er ekki viss um að skoðanir hans endurspegli skoðanir allra í fótboltahreyfingunni, því þetta verður stórkostleg breyting á aðstöðu,“ segir Arna. „Vissulega ekki bygging sem við erum sérlega hreykin af“ „Völlurinn er að sjálfsögðu mokaður og það er verið að æfa á vellinum af fullum krafti. Ég veit ekki betur en að hann sé mokaður eftir þörfum,“ segir Arna og á vef Vestra má raunar sjá fréttir af því að æfingar yngri flokka hafi gengið vel á nýja gervigrasinu. Skiptar skoðanir eru á því hvort að æfingavöllur Vestra sé nægilega oft ruddur.vestri.is Arna tekur hins vegar undir að lagfæringar á vallarhúsinu hafi setið á hakanum. „Þeir eru búnir að vera með vallarhúsið síðustu ár en við erum að taka það yfir núna. Það þarf að laga það, og við erum alveg með það á plani. Það er vissulega ekki bygging sem við erum sérlega hreykin af en hún verður að sjálfsögðu löguð. Það er búið að gera við leka þarna en þessu er ekki lokið.“ „Óraunhæft“ að spila á Ísafirði í febrúar Aðspurð hvers vegna ekki sé búið að gera línur á nýja æfingavöllinn, og setja upp hornfána og mörk, svo að völlurinn sé leikhæfur fyrir komandi leiki í Lengjubikarnum, segir Arna: „Við erum í miðri framkvæmd, sem hófst í október eða nóvember. Það er ekki hægt að setja þessar línur og annað nema það sé þíða. Núna er 7. febrúar á Íslandi, og fólk þarf að vera aðeins á jörðinni varðandi hvað hægt er að gera. Það er algjörlega óraunhæft hjá Vestra að halda að það sé hægt að spila á þessum velli, í febrúar á Ísafirði. Við höfum sagt þeim að vera með plan B því þetta mun ekki ganga. Auðvitað geta komið góðir dagar en við vitum það ekki, og ég myndi ekki treysta á það,“ segir Arna og bætir við: „Við höfum alltaf sagt að það verði ekki allt klárt fyrr en í fyrsta lagi í apríl, og til þess að það verði þá þarf allt að ganga upp. Við höfum verið hreinskilin með það, leggjum allt okkar að mörkum til að þetta verði klárt, en við verðum að vinna með þær aðstæður sem verða uppi.“ Síðasta haust reyndist mikið ævintýri hjá Vestramönnum sem unnu sig upp í efstu deild í fyrsta sinn.vísir/Diego Enn óvissa um hitalagnir Samúel kallaði einnig eftir því að hitalagnir verði lagðar undir nýja aðalvöllinn, og að þannig yrði opinn sá möguleiki að hita upp völlinn þó að það sé í dag ansi kostnaðarsamt, enda þarf rafmagn til að hita vatn á Ísafirði. „Þessi ákvörðun hefur ekki verið tekin. Það var ekki inni í útboðinu okkar að setja hitalagnir – við ákváðum frekar að kaupa tæki til moksturs. Það er vegna kostnaðar. Við erum ekki með heitt vatn og kyndum bara með rafmagni,“ segir Arna. Heimaleikur færður til Akraness Vestramenn undirbúa sig nú fyrir sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni og spila meðal annars í Lengjubikarnum í febrúar og mars. Þeir fengu þrjá heimaleiki, í von um að hægt yrði að spila á Ísafirði, en Samúel segir að nú þegar sé búið að færa fyrsta leikinn, við FH 17. febrúar, í Akraneshöllina. Reikna má með að leikirnir við Breiðablik 2. mars og Gróttu 9. mars verði einnig færðir. Það breytir því ekki að tilhlökkunin er mikil hjá öllum fyrir vestan, þar með töldum bæjaryfirvöldum, vegna komandi leiktíðar í deild þeirra bestu: „Við erum ótrúlega stolt af þeim og ánægð með þá, og erum að reyna að gera það besta úr aðstæðum sem við getum. Hluti af því er að gera þessa tvo velli, þannig að hægt sé að spila og æfa fótbolta hérna sem mest,“ segir Arna.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira