Dr. Bjarki Þór ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Inga Árni Sæberg skrifar 7. febrúar 2024 16:00 Dr. Bjarki Þór er nýr aðstoðarmaður Guðmundar Inga. Stjórnarráðið Dr. Bjarki Þór Grönfeldt hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Bjarki Þór hafi lokið doktorsprófi í stjórnmálasálfræði við Háskólann í Kent í Englandi, en hann sé jafnframt með meistaragráðu í faginu frá þeim háskóla. BS-námi sínu í sálfræði hafi hann lokið við Háskólann í Reykjavík. Bjarki sé stúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Meðfram doktorsnáminu í Kent hafi Bjarki kennt sálfræði og tölfræði á bæði grunn- og meistarastigi. Frá lokum doktorsprófs hafi Bjarki starfað við kennslu og rannsóknir við Háskólann á Bifröst en muni fara í leyfi á meðan hann gegnir starfi aðstoðarmanns. Bjarki sé fæddur árið 1994 og hafi alist upp á Brekku í Norðurárdal og hafi í gegnum tíðina búið í Borgarfirði, Reykjavík og Canterbury í Englandi. Bjarki hafi gengt ýmsum trúnaðarstörfum í félagsmálum frá unga aldri. Hann hafi meðal annars verið aðalritari Ungra vinstri grænna, ritstjóri Háskólablaðs HR og forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Í dag sitji hann í stjórnum Menntaskóla Borgarfjarðar og Menningarsjóðs Borgarbyggðar, ásamt því að gegna formennsku í Atvinnuleysistryggingasjóði. Bjarki sé í sambandi með Daníel Jakobssyni landslagsarkitekt. Leysir Ólaf Elínarson af Í tilkynningu er ekkert minnst á það hvern Bjarki Þór leysir af hólmi, en ráðherrar eru flestir með tvo aðstoðarmenn. Ólafur Elínarson, fyrrverandi aðstoðarmaður, segir í samtali við Vísi að hann hafi látið af störfum sem slíkur í desember. Nú sé hann upplýsingafulltrúi hjá Carbfix. Hann sé þannig kominn aftur í loftslagsmálinu, þar sem ástríðan liggi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Vinstri græn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Bjarki Þór hafi lokið doktorsprófi í stjórnmálasálfræði við Háskólann í Kent í Englandi, en hann sé jafnframt með meistaragráðu í faginu frá þeim háskóla. BS-námi sínu í sálfræði hafi hann lokið við Háskólann í Reykjavík. Bjarki sé stúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Meðfram doktorsnáminu í Kent hafi Bjarki kennt sálfræði og tölfræði á bæði grunn- og meistarastigi. Frá lokum doktorsprófs hafi Bjarki starfað við kennslu og rannsóknir við Háskólann á Bifröst en muni fara í leyfi á meðan hann gegnir starfi aðstoðarmanns. Bjarki sé fæddur árið 1994 og hafi alist upp á Brekku í Norðurárdal og hafi í gegnum tíðina búið í Borgarfirði, Reykjavík og Canterbury í Englandi. Bjarki hafi gengt ýmsum trúnaðarstörfum í félagsmálum frá unga aldri. Hann hafi meðal annars verið aðalritari Ungra vinstri grænna, ritstjóri Háskólablaðs HR og forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Í dag sitji hann í stjórnum Menntaskóla Borgarfjarðar og Menningarsjóðs Borgarbyggðar, ásamt því að gegna formennsku í Atvinnuleysistryggingasjóði. Bjarki sé í sambandi með Daníel Jakobssyni landslagsarkitekt. Leysir Ólaf Elínarson af Í tilkynningu er ekkert minnst á það hvern Bjarki Þór leysir af hólmi, en ráðherrar eru flestir með tvo aðstoðarmenn. Ólafur Elínarson, fyrrverandi aðstoðarmaður, segir í samtali við Vísi að hann hafi látið af störfum sem slíkur í desember. Nú sé hann upplýsingafulltrúi hjá Carbfix. Hann sé þannig kominn aftur í loftslagsmálinu, þar sem ástríðan liggi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Vinstri græn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira