Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar segir Þorvaldur eldfjallið líta út fyrir að vera minna í sniðum heldur en það gos sem upp kom við Grindavík þann 18. desember síðastliðinn en svipað af stærð og gosið sem varð þann 14. janúar.
„Mér rennur grunur um það að gosið sé búið að ná hámarki. Svo bara flæðir úr því og ef þetta heldur áfram að fylgja mynstrinu þá verður þetta bara búið um helgina,“ segir Þorvaldur.
Hann segir framleiðnina langmesta í byrjun. Gosið sé á besta stað, líkt og eftir pöntun.
„Mér rennur grunur um það að gosið sé búið að ná hámarki. Svo bara flæðir úr því og ef þetta heldur áfram að fylgja mynstrinu þá verður þetta bara búið um helgina.“