Veðbankarnir stórtapa ef Kelce skorar í Super Bowl í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 10:00 Travis Kelce og Taylor Swift eftir sigur Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Hann skoraði snertimark í leiknum. Getty/Patrick Smith Yfirmenn veðbankanna í Bandaríkjunum verða á nálum þegar boltinn fer nálægt innherjanum Travis Kelce í Super Bowl leiknum í kvöld. Kelce og félagar í Kansas City Chiefs geta unnið NFL titilinn annað árið í röð með sigri á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fer að þessu sinni fram í Las Vegas. Ástæðan fyrir stórum áhyggjum veðbankanna er að gríðarlegur fjöldi fólks hefur veðjað á það að Kelce skori snertimark í leiknum. Athyglin hefur verið sérstaklega mikil á Kelce vegna ástarsambands hans og tónlistarkonunnar Taylor Swift. Swift hefur mætt á tólf leiki Kansas City Chiefs á leiktíðinni og flýgur í þrettán tíma frá Japan til þess að ná leiknum í Las Vegas. Það eru alls konar samsæriskenningar um að það sé búið að ákveða það að Chiefs vinni leikinn og það eru margir sem eru sannfærðir um að Kelce skori snertimark. Hann er hvort sem er alltaf líklegur enda lykilmaður Chiefs og einn besti innherjinn í sögu NFL-deildarinnar. „Við erum ekki aðdáendur eins manns og það er Travis Kelce. Við munum svitna í hvert skipti sem boltinn fer nálægt honum,“ sagði Craig Mucklow sem er varaforseti viðskiptadeildar Caesars Sports veðbankans. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 í kvöld með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq) NFL Ofurskálin Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sjá meira
Kelce og félagar í Kansas City Chiefs geta unnið NFL titilinn annað árið í röð með sigri á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fer að þessu sinni fram í Las Vegas. Ástæðan fyrir stórum áhyggjum veðbankanna er að gríðarlegur fjöldi fólks hefur veðjað á það að Kelce skori snertimark í leiknum. Athyglin hefur verið sérstaklega mikil á Kelce vegna ástarsambands hans og tónlistarkonunnar Taylor Swift. Swift hefur mætt á tólf leiki Kansas City Chiefs á leiktíðinni og flýgur í þrettán tíma frá Japan til þess að ná leiknum í Las Vegas. Það eru alls konar samsæriskenningar um að það sé búið að ákveða það að Chiefs vinni leikinn og það eru margir sem eru sannfærðir um að Kelce skori snertimark. Hann er hvort sem er alltaf líklegur enda lykilmaður Chiefs og einn besti innherjinn í sögu NFL-deildarinnar. „Við erum ekki aðdáendur eins manns og það er Travis Kelce. Við munum svitna í hvert skipti sem boltinn fer nálægt honum,“ sagði Craig Mucklow sem er varaforseti viðskiptadeildar Caesars Sports veðbankans. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 í kvöld með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq)
NFL Ofurskálin Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða