Leiðandi leiðtogar Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 09:00 Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað. Flest höfum við vonandi átt þannig fyrirmyndir og leiðtoga sem skipta okkur öllu máli, hafa mótað okkar sjálfsmynd og tilveru. Hvert mannsbarn þarf leiðtoga sem leiðir en leyfir um leið einstaklingnum að blómstra á eigin forsendum. Í barnæsku erum við auðtrúa og einlæg. Við lærum af hegðun og orðum þeirra sem eldri eru og leiða okkur. Við trúum á það góða, að fólk vilji okkur vel, ætli ætíð gott að gera. Þá er gott að kunna bænirnar sem amma kenndi og leita að lifandi leiðtoga ef eitthvað bjátar á. Svo líða árin, við eldumst og þannig týnist tíminn. Við áttum okkur á að leiðtogar lífsins vilja ekki allir vel. Sumir vilja jafnvel illt gera og meiða aðra með öllum ràðum. Það er eins og stundum komist fólk í leiðtogastöður sem hafi ekki rétta sýn á sjálfa sig og sitt hlutverk. Það er jafnvel hættulegt að treysta slíkum einstaklingum fyrir leiðtoga störfum. Hvernig stendur á því að leiðtogar sumra ríkja hafa komist til valda jafnvel í nafni lýðræðis en eru nánast einvaldir og valda þjóð sinni og heimsbyggðinni bara skaða? Í ljósi sögunnar er þetta áhugaverð spurning. Nú á 21. öldinni stöndum við Íslendingar frammi fyrir margvíslegum ógnum. Loftslagsmálin, stríð í Evrópu, flóttamenn í eigin landi og erlendis frá, eldsumbrot hérlendis sem ógna byggð og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hver hefði túað því að heilt bæjarfélag sé óbyggilegt og að Suðurnes séu heitavatnslaus árið 2024? Við Íslendingar höfum ávallt montað okkur af þeirri auðlind sem heita vatnið er og að húsin okkar séu hituð upp af heitu vatni. Nema núna á frostdögum í febrúar þegar ekkert heitt vatn er að fá og húsin kólna. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sterka leiðtoga. Við eigum sem betur fer marga slíka sem nú leggja nótt við dag til að bjarga málum og koma hita á Suðurnesin. Vissulega hafa jarðvísindamenn varað við þessari stöðu sem upp er komin. Kannski hlustuðum við ekki og hugsuðum ekki um aðgerðir sem við gætum gert til að varna því að slík staða sem nú er uppi yrði að veruleika. Hefðum kannski þurft sterkari leiðtoga ? Við veljum nú mikilvæga leiðtoga á þessu ári og þá bera að vanda sig. Við viljum fólk með bein í nefinu sem þorir að segja sína skoðun, fylgja því eftir og láta kné fylgja kviði. Fólk sem er ekki að skara eld að sinni köku heldur að huga að heildinni og þeim sem minna mega sín. Fólk sem vill láta gott af sér leiða og lifir eftir því. Leiðtogar okkar þurfa að leiða okkur í gegnum lífsins hremmingar og huga að heill þjóðar. Leiðandi leiðtogar brosa á móti morgundeginum og taka vindinn í fangið. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað. Flest höfum við vonandi átt þannig fyrirmyndir og leiðtoga sem skipta okkur öllu máli, hafa mótað okkar sjálfsmynd og tilveru. Hvert mannsbarn þarf leiðtoga sem leiðir en leyfir um leið einstaklingnum að blómstra á eigin forsendum. Í barnæsku erum við auðtrúa og einlæg. Við lærum af hegðun og orðum þeirra sem eldri eru og leiða okkur. Við trúum á það góða, að fólk vilji okkur vel, ætli ætíð gott að gera. Þá er gott að kunna bænirnar sem amma kenndi og leita að lifandi leiðtoga ef eitthvað bjátar á. Svo líða árin, við eldumst og þannig týnist tíminn. Við áttum okkur á að leiðtogar lífsins vilja ekki allir vel. Sumir vilja jafnvel illt gera og meiða aðra með öllum ràðum. Það er eins og stundum komist fólk í leiðtogastöður sem hafi ekki rétta sýn á sjálfa sig og sitt hlutverk. Það er jafnvel hættulegt að treysta slíkum einstaklingum fyrir leiðtoga störfum. Hvernig stendur á því að leiðtogar sumra ríkja hafa komist til valda jafnvel í nafni lýðræðis en eru nánast einvaldir og valda þjóð sinni og heimsbyggðinni bara skaða? Í ljósi sögunnar er þetta áhugaverð spurning. Nú á 21. öldinni stöndum við Íslendingar frammi fyrir margvíslegum ógnum. Loftslagsmálin, stríð í Evrópu, flóttamenn í eigin landi og erlendis frá, eldsumbrot hérlendis sem ógna byggð og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hver hefði túað því að heilt bæjarfélag sé óbyggilegt og að Suðurnes séu heitavatnslaus árið 2024? Við Íslendingar höfum ávallt montað okkur af þeirri auðlind sem heita vatnið er og að húsin okkar séu hituð upp af heitu vatni. Nema núna á frostdögum í febrúar þegar ekkert heitt vatn er að fá og húsin kólna. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sterka leiðtoga. Við eigum sem betur fer marga slíka sem nú leggja nótt við dag til að bjarga málum og koma hita á Suðurnesin. Vissulega hafa jarðvísindamenn varað við þessari stöðu sem upp er komin. Kannski hlustuðum við ekki og hugsuðum ekki um aðgerðir sem við gætum gert til að varna því að slík staða sem nú er uppi yrði að veruleika. Hefðum kannski þurft sterkari leiðtoga ? Við veljum nú mikilvæga leiðtoga á þessu ári og þá bera að vanda sig. Við viljum fólk með bein í nefinu sem þorir að segja sína skoðun, fylgja því eftir og láta kné fylgja kviði. Fólk sem er ekki að skara eld að sinni köku heldur að huga að heildinni og þeim sem minna mega sín. Fólk sem vill láta gott af sér leiða og lifir eftir því. Leiðtogar okkar þurfa að leiða okkur í gegnum lífsins hremmingar og huga að heill þjóðar. Leiðandi leiðtogar brosa á móti morgundeginum og taka vindinn í fangið. Höfundur er læknir.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun