Listakonurnar Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, Auður Karítas Ásgeirsdóttir, Guðrún Tara Sveinsdóttir og Tara Njála Ingvarsdóttir standa að baki uppboðinu, sem alfarið hefur farið fram á Instagram-síðunni List_fyrir_Palestinu.
Í fréttatilkynningu segir að 163 listamenn hafi tekið þátt í uppboðinu og samtals hafi meira en átta milljónir króna safnast.
Listakonurnar fjórar afhentu Hjálmtý Heiðdal formanni Félagsins Ísland-Palestína styrkinn við stutta athöfn á Nýlistasafninu í dag en félagið mun sjá um dreifingu peninganna. Félagið hefur í áratugi styrkt mannúðar- og hjálparsamtök á hernumdu svæðunum.
Uppboðið heldur áfram
Í tilkynningu kemur fram að uppboðið hefjist á ný á morgun, mánudag, á ofangreindri Instagram síðu. Að þessu sinni muni peningarnir renna í sjóð samtakanna Solaris, sem sett hafa af stað söfnun til að standa að kostnaði við að flytja 128 Palestínumönnum frá Gasa.