Trump harðlega gagnrýndur fyrir boð til Rússa um að ráðast gegn Nató Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 07:24 Stoltenberg sagði ummæli á borð við þau sem Trump hefði látið falla grafa undan Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið reiðubúið og viljugt til að vernda alla bandamenn sína, eftir að greint var frá því að Donald Trump hefði eggjað Rússa til að ráðast á þau ríki sem ekki legðu nægt fjármagn til varnarmála. Trump sagði í ræðu á kosningafundi í Suður-Karólínu á laugardag að hann byði Rússum að ráðast gegn hverju því aðildarríki Nató sem honum þætti ekki vera að leggja sitt af mörkum fjárhagslega til bandalagsins. Hvíta húsið sagði ummæli Trump „forkastanleg og brjáluð“. Dewiza NATO jeden za wszystkich, wszyscy za jednego jest konkretnym zobowi zaniem. Podwa anie wiarygodno ci pa stw sojuszniczych to os abianie ca ego Paktu Pó nocnoatlantyckiego. adna kampania wyborcza nie jest wyt umaczeniem dla igrania bezpiecze stwem Sojuszu.— W adys aw Kosiniak-Kamysz (@KosiniakKamysz) February 11, 2024 Trump hélt því fram á kosningafundinum að þegar hann var forseti hefði hann átt orðaskipti við annan þjóðarleiðtoga á ótilgreindum Nató-fundi og sagt að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki koma þeim ríkjum til varnar sem væru í skuld við bandalagið. „Einn forseti stórs ríkis stóð upp og sagði: Jæja, herra, ef við greiðum ekki og Rússland ræðst á okkur, ætlar þú að koma okkur til varna? Ég sagði: Þú borgaðir ekki, þú skuldar?“ sagði Trump. „Nei, ég myndi ekki koma ykkur til varna. Ég myndi raunar hvetja [Rússa] til að gera hvað sem þeir í fjáranum vildu. Þú verður að borga. Þú verður að borga reikningana þína.“ The Transatlantic Alliance has underpinned the security and the prosperity of Americans, Canadians and Europeans for 75 years. Reckless statements on #NATO s security and Art 5 solidarity serve only Putin s interest. They do not bring more security or peace to the world. On — Charles Michel (@CharlesMichel) February 11, 2024 Stoltenberg sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að allar fullyrðingar í þá átt að aðildarríki Nató gripu ekki öll til varna þegar ráðist væri á eitt þeirra græfi undan öryggi allra, meðal annars Bandaríkjanna, og stofnaði hermönnum þeirra og Evrópu í hættu. „Ég geri ráð fyrir því að óháð því hver sigrar í forsetakosningunum þá verði Bandaríkin áfram sterkur og skuldbundinn bandamaður.“ Fleiri hafa brugðist við ummælum Trump, meðal annars varnarmálaráðherra Póllands, sem sagði mottó Nató um „einn fyrir alla og alla fyrir einn“ fela í sér skuldbindingu sem væri meitluð í stein. Þá sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins að „ábyrgðalausar yfirlýsingar“ um öryggi og samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins gerðu ekkert nema þjóna hagsmunum Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Donald Trump Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Trump sagði í ræðu á kosningafundi í Suður-Karólínu á laugardag að hann byði Rússum að ráðast gegn hverju því aðildarríki Nató sem honum þætti ekki vera að leggja sitt af mörkum fjárhagslega til bandalagsins. Hvíta húsið sagði ummæli Trump „forkastanleg og brjáluð“. Dewiza NATO jeden za wszystkich, wszyscy za jednego jest konkretnym zobowi zaniem. Podwa anie wiarygodno ci pa stw sojuszniczych to os abianie ca ego Paktu Pó nocnoatlantyckiego. adna kampania wyborcza nie jest wyt umaczeniem dla igrania bezpiecze stwem Sojuszu.— W adys aw Kosiniak-Kamysz (@KosiniakKamysz) February 11, 2024 Trump hélt því fram á kosningafundinum að þegar hann var forseti hefði hann átt orðaskipti við annan þjóðarleiðtoga á ótilgreindum Nató-fundi og sagt að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki koma þeim ríkjum til varnar sem væru í skuld við bandalagið. „Einn forseti stórs ríkis stóð upp og sagði: Jæja, herra, ef við greiðum ekki og Rússland ræðst á okkur, ætlar þú að koma okkur til varna? Ég sagði: Þú borgaðir ekki, þú skuldar?“ sagði Trump. „Nei, ég myndi ekki koma ykkur til varna. Ég myndi raunar hvetja [Rússa] til að gera hvað sem þeir í fjáranum vildu. Þú verður að borga. Þú verður að borga reikningana þína.“ The Transatlantic Alliance has underpinned the security and the prosperity of Americans, Canadians and Europeans for 75 years. Reckless statements on #NATO s security and Art 5 solidarity serve only Putin s interest. They do not bring more security or peace to the world. On — Charles Michel (@CharlesMichel) February 11, 2024 Stoltenberg sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að allar fullyrðingar í þá átt að aðildarríki Nató gripu ekki öll til varna þegar ráðist væri á eitt þeirra græfi undan öryggi allra, meðal annars Bandaríkjanna, og stofnaði hermönnum þeirra og Evrópu í hættu. „Ég geri ráð fyrir því að óháð því hver sigrar í forsetakosningunum þá verði Bandaríkin áfram sterkur og skuldbundinn bandamaður.“ Fleiri hafa brugðist við ummælum Trump, meðal annars varnarmálaráðherra Póllands, sem sagði mottó Nató um „einn fyrir alla og alla fyrir einn“ fela í sér skuldbindingu sem væri meitluð í stein. Þá sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins að „ábyrgðalausar yfirlýsingar“ um öryggi og samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins gerðu ekkert nema þjóna hagsmunum Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Donald Trump Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira