Starfsfólkið hefur unnið hörðum höndum að því undanfarna daga að reyna að koma aftur á heitu vatni á Suðurnesjum. Katrín þakkaði fólkinu fyrir og sagði ljóst að þrjátíu þúsund manns á Reykjanesi væru full af þakklæti fyrir framlag starfsfólksins.
Katrín nýtti tækifærið og fékk sér fiskibollur í hádegismatinn í mötuneyti HS veitna. Áður en yfir lauk smakkaði hún líka á sætari bollum sem voru í boði fyrir starfsfólk.