Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2024 20:42 Þórdís Kolbrún segir málið ekki vera komið á sitt borð en Páll Magnússon segir hana bera alla ábyrgð. Vísir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sat Þórdís fyrir svörum vegna kröfu ríkisins á hluta Vestmannaeyja, sem lýst er í skýrslu óbyggðanefndar. Áður hefur framkvæmdastjóri óbyggðanefndar sagt misskilnings gæta um málið, það sé hlutverk hennar að úrskurða um kröfur og kynna þær. Engin ákvörðun verið tekin „Ég hef heyrt í allmörgum Eyjamönnum í dag og fengið skilaboð frá mörgum þeirra en eins og ég hef nefnt í einhverjum viðtölum fram til þessa að þá er þetta mál ekki á mínu borði enn sem komið er,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir óbyggðanefnd heyra undir forsætisráðuneytið. Kröfugerðir á vegum ríkisins heyri svo undir fjármálaráðuneytið. „Ríkið gerir kröfu og aðrir gera kröfu og svo er það ekki fyrr en taka þarf ákvarðanir um málshöfðun, áfrýjun, annað slíkt sem það gæti komið til þess að það komi inn á mitt borð en það er engin ný ákvörðun í þessu, það er engin pólitísk ákvörðun, það er engin ný ákvörðun, það er engin lagabreyting.“ Um sé að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegn um síðan lög um þessi mál tóku gildi árið 1998. Þá hafi Þórdís persónulega haft meiri áhuga á Spice Girls. „Og nú er komið að þessu síðasta svæði og Eyjamenn sem hafa sterkar skoðanir á þessu og ég hef bara fullan skilning á því, rétt eins og ég hef hlustað á marga bændur og aðra landeigendur í gegnum tíðina, í gegnum árin, sem hafa haft það líka.“ Það er ljóst miðað við tóninn í Eyjamönnum að þeir muni berjast með krafti og klóm gegn þessu? „Já og ég, hér eftir sem hingað til, ég hvet alla til þess að gæta ítrasta réttar síns í þessari málsmeðferð. Það má vera algjörlega skýrt og ég tel mig nú þekkja Eyjamenn nægilega vel til þess að vita að þeir munu sannarlega gera það.“ Segir kröfuna á ábyrgð ráðherrans Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir í aðsendri grein á Vísi, að ljóst sé af svörum ráðherrans að halda eigi kröfu ríkisins til streitu. „Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans,“ fullyrðir Páll í grein sinni. Hann segir að draga megi svör ráðherrans saman í fjögur orð, „Þetta er bara svona.“ Páll segir það koma á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi afsalað Vestmannaeyjabæ árið 1960. „Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess.“ Vestmannaeyjar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sat Þórdís fyrir svörum vegna kröfu ríkisins á hluta Vestmannaeyja, sem lýst er í skýrslu óbyggðanefndar. Áður hefur framkvæmdastjóri óbyggðanefndar sagt misskilnings gæta um málið, það sé hlutverk hennar að úrskurða um kröfur og kynna þær. Engin ákvörðun verið tekin „Ég hef heyrt í allmörgum Eyjamönnum í dag og fengið skilaboð frá mörgum þeirra en eins og ég hef nefnt í einhverjum viðtölum fram til þessa að þá er þetta mál ekki á mínu borði enn sem komið er,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir óbyggðanefnd heyra undir forsætisráðuneytið. Kröfugerðir á vegum ríkisins heyri svo undir fjármálaráðuneytið. „Ríkið gerir kröfu og aðrir gera kröfu og svo er það ekki fyrr en taka þarf ákvarðanir um málshöfðun, áfrýjun, annað slíkt sem það gæti komið til þess að það komi inn á mitt borð en það er engin ný ákvörðun í þessu, það er engin pólitísk ákvörðun, það er engin ný ákvörðun, það er engin lagabreyting.“ Um sé að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegn um síðan lög um þessi mál tóku gildi árið 1998. Þá hafi Þórdís persónulega haft meiri áhuga á Spice Girls. „Og nú er komið að þessu síðasta svæði og Eyjamenn sem hafa sterkar skoðanir á þessu og ég hef bara fullan skilning á því, rétt eins og ég hef hlustað á marga bændur og aðra landeigendur í gegnum tíðina, í gegnum árin, sem hafa haft það líka.“ Það er ljóst miðað við tóninn í Eyjamönnum að þeir muni berjast með krafti og klóm gegn þessu? „Já og ég, hér eftir sem hingað til, ég hvet alla til þess að gæta ítrasta réttar síns í þessari málsmeðferð. Það má vera algjörlega skýrt og ég tel mig nú þekkja Eyjamenn nægilega vel til þess að vita að þeir munu sannarlega gera það.“ Segir kröfuna á ábyrgð ráðherrans Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir í aðsendri grein á Vísi, að ljóst sé af svörum ráðherrans að halda eigi kröfu ríkisins til streitu. „Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans,“ fullyrðir Páll í grein sinni. Hann segir að draga megi svör ráðherrans saman í fjögur orð, „Þetta er bara svona.“ Páll segir það koma á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi afsalað Vestmannaeyjabæ árið 1960. „Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess.“
Vestmannaeyjar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira