Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2024 20:42 Þórdís Kolbrún segir málið ekki vera komið á sitt borð en Páll Magnússon segir hana bera alla ábyrgð. Vísir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sat Þórdís fyrir svörum vegna kröfu ríkisins á hluta Vestmannaeyja, sem lýst er í skýrslu óbyggðanefndar. Áður hefur framkvæmdastjóri óbyggðanefndar sagt misskilnings gæta um málið, það sé hlutverk hennar að úrskurða um kröfur og kynna þær. Engin ákvörðun verið tekin „Ég hef heyrt í allmörgum Eyjamönnum í dag og fengið skilaboð frá mörgum þeirra en eins og ég hef nefnt í einhverjum viðtölum fram til þessa að þá er þetta mál ekki á mínu borði enn sem komið er,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir óbyggðanefnd heyra undir forsætisráðuneytið. Kröfugerðir á vegum ríkisins heyri svo undir fjármálaráðuneytið. „Ríkið gerir kröfu og aðrir gera kröfu og svo er það ekki fyrr en taka þarf ákvarðanir um málshöfðun, áfrýjun, annað slíkt sem það gæti komið til þess að það komi inn á mitt borð en það er engin ný ákvörðun í þessu, það er engin pólitísk ákvörðun, það er engin ný ákvörðun, það er engin lagabreyting.“ Um sé að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegn um síðan lög um þessi mál tóku gildi árið 1998. Þá hafi Þórdís persónulega haft meiri áhuga á Spice Girls. „Og nú er komið að þessu síðasta svæði og Eyjamenn sem hafa sterkar skoðanir á þessu og ég hef bara fullan skilning á því, rétt eins og ég hef hlustað á marga bændur og aðra landeigendur í gegnum tíðina, í gegnum árin, sem hafa haft það líka.“ Það er ljóst miðað við tóninn í Eyjamönnum að þeir muni berjast með krafti og klóm gegn þessu? „Já og ég, hér eftir sem hingað til, ég hvet alla til þess að gæta ítrasta réttar síns í þessari málsmeðferð. Það má vera algjörlega skýrt og ég tel mig nú þekkja Eyjamenn nægilega vel til þess að vita að þeir munu sannarlega gera það.“ Segir kröfuna á ábyrgð ráðherrans Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir í aðsendri grein á Vísi, að ljóst sé af svörum ráðherrans að halda eigi kröfu ríkisins til streitu. „Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans,“ fullyrðir Páll í grein sinni. Hann segir að draga megi svör ráðherrans saman í fjögur orð, „Þetta er bara svona.“ Páll segir það koma á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi afsalað Vestmannaeyjabæ árið 1960. „Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess.“ Vestmannaeyjar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sat Þórdís fyrir svörum vegna kröfu ríkisins á hluta Vestmannaeyja, sem lýst er í skýrslu óbyggðanefndar. Áður hefur framkvæmdastjóri óbyggðanefndar sagt misskilnings gæta um málið, það sé hlutverk hennar að úrskurða um kröfur og kynna þær. Engin ákvörðun verið tekin „Ég hef heyrt í allmörgum Eyjamönnum í dag og fengið skilaboð frá mörgum þeirra en eins og ég hef nefnt í einhverjum viðtölum fram til þessa að þá er þetta mál ekki á mínu borði enn sem komið er,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir óbyggðanefnd heyra undir forsætisráðuneytið. Kröfugerðir á vegum ríkisins heyri svo undir fjármálaráðuneytið. „Ríkið gerir kröfu og aðrir gera kröfu og svo er það ekki fyrr en taka þarf ákvarðanir um málshöfðun, áfrýjun, annað slíkt sem það gæti komið til þess að það komi inn á mitt borð en það er engin ný ákvörðun í þessu, það er engin pólitísk ákvörðun, það er engin ný ákvörðun, það er engin lagabreyting.“ Um sé að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegn um síðan lög um þessi mál tóku gildi árið 1998. Þá hafi Þórdís persónulega haft meiri áhuga á Spice Girls. „Og nú er komið að þessu síðasta svæði og Eyjamenn sem hafa sterkar skoðanir á þessu og ég hef bara fullan skilning á því, rétt eins og ég hef hlustað á marga bændur og aðra landeigendur í gegnum tíðina, í gegnum árin, sem hafa haft það líka.“ Það er ljóst miðað við tóninn í Eyjamönnum að þeir muni berjast með krafti og klóm gegn þessu? „Já og ég, hér eftir sem hingað til, ég hvet alla til þess að gæta ítrasta réttar síns í þessari málsmeðferð. Það má vera algjörlega skýrt og ég tel mig nú þekkja Eyjamenn nægilega vel til þess að vita að þeir munu sannarlega gera það.“ Segir kröfuna á ábyrgð ráðherrans Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir í aðsendri grein á Vísi, að ljóst sé af svörum ráðherrans að halda eigi kröfu ríkisins til streitu. „Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans,“ fullyrðir Páll í grein sinni. Hann segir að draga megi svör ráðherrans saman í fjögur orð, „Þetta er bara svona.“ Páll segir það koma á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi afsalað Vestmannaeyjabæ árið 1960. „Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess.“
Vestmannaeyjar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira