„Ég elska hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 09:30 Brahim Diaz fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Getty/ David S. Bustamante Brahim Díaz fékk það krefjandi verkefnið að leysa af Jude Bellingham í fyrri leik Real Madrid og RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Strákurinn stóðst það próf og gott betur. Díaz skoraði eina mark leiksins á glæsilegan hátt eftir mikið einstaklingsframtak. Hann fékk boltann út á kanti, lék á nokkra varnarmenn, kom sér inn í teiginn og afgreiddi boltann upp í fjærhornið. Markið var jafnglæsilegt og það var mikilvægt enda tryggði það Real dýrmætan útisigur. Bellingham sat meiddur heima í stofu en fór inn á samfélagmiðla og heiðraði varamann sinn með orðunum: „Guð minn góður Brahim!“ Það má sjá sigurmark Brahim Díaz hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Brahim Díaz Díaz talaði vel um Bellingham eftir leikinn. „Ég elska hann,“ sagði Brahim Díaz við Movistar. ESPN segir frá. „Við náðum mjög vel saman frá fyrsta degi. Ég er að hjálpa honum með spænskuna. Hann er heimsklassa leikmaður og ég nýt þess að spila með honum. Fyrir utan sjarmann sinn þá er hann góð manneskja,“ sagði Brahim. „Þrátt fyrir að vera án Jude, sem við söknuðum, [Antonio] Rudiger og allra hinna leikmannanna sem hafa verið lengi meiddir, þá höldum við áfram að sýna það að við erum með frábært lið og að við erum Real Madrid,“ sagði Brahim. Brahim Díaz gekk ekki allt of vel að fóta sig í Real Madrid liðinu eftir að hann kom frá AC Milan. Hann hefur hins vegar komið öflugur inn að undanförnu og þetta var hans áttunda mark á leiktíðinni. „Eftir þessi tvö ár í Mílanó þá er hann sterkri og með meiri karakter,“ sagði Carlo Ancelotti þjálfari um Díaz. „Hann byrjaði tímabilið án þess að fá að spila mikið en þegar hann fékk tækifærið þá hefur hann alltaf skilað til iðsins. Í dag skoraði hann stórbrotið mark,“ sagði Ancelotti. "If a wide receiver would have done that in American football everyone would have gone ballistic, but the ball is at his feet. Sorry wide receivers and sorry @nateburleson."Thierry Henry's analysis of Brahim Diaz's golazo is pure poetry pic.twitter.com/BocZEboH0t— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 13, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Díaz skoraði eina mark leiksins á glæsilegan hátt eftir mikið einstaklingsframtak. Hann fékk boltann út á kanti, lék á nokkra varnarmenn, kom sér inn í teiginn og afgreiddi boltann upp í fjærhornið. Markið var jafnglæsilegt og það var mikilvægt enda tryggði það Real dýrmætan útisigur. Bellingham sat meiddur heima í stofu en fór inn á samfélagmiðla og heiðraði varamann sinn með orðunum: „Guð minn góður Brahim!“ Það má sjá sigurmark Brahim Díaz hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Brahim Díaz Díaz talaði vel um Bellingham eftir leikinn. „Ég elska hann,“ sagði Brahim Díaz við Movistar. ESPN segir frá. „Við náðum mjög vel saman frá fyrsta degi. Ég er að hjálpa honum með spænskuna. Hann er heimsklassa leikmaður og ég nýt þess að spila með honum. Fyrir utan sjarmann sinn þá er hann góð manneskja,“ sagði Brahim. „Þrátt fyrir að vera án Jude, sem við söknuðum, [Antonio] Rudiger og allra hinna leikmannanna sem hafa verið lengi meiddir, þá höldum við áfram að sýna það að við erum með frábært lið og að við erum Real Madrid,“ sagði Brahim. Brahim Díaz gekk ekki allt of vel að fóta sig í Real Madrid liðinu eftir að hann kom frá AC Milan. Hann hefur hins vegar komið öflugur inn að undanförnu og þetta var hans áttunda mark á leiktíðinni. „Eftir þessi tvö ár í Mílanó þá er hann sterkri og með meiri karakter,“ sagði Carlo Ancelotti þjálfari um Díaz. „Hann byrjaði tímabilið án þess að fá að spila mikið en þegar hann fékk tækifærið þá hefur hann alltaf skilað til iðsins. Í dag skoraði hann stórbrotið mark,“ sagði Ancelotti. "If a wide receiver would have done that in American football everyone would have gone ballistic, but the ball is at his feet. Sorry wide receivers and sorry @nateburleson."Thierry Henry's analysis of Brahim Diaz's golazo is pure poetry pic.twitter.com/BocZEboH0t— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 13, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti