Sagan af Jóa heimska Jón Ingi Hákonarson skrifar 14. febrúar 2024 09:01 Hagvöxtur er þrenns konar, sá fyrsti byggir á aukinni innlendri neyslu, annar byggir á útflutningi vöru og þjónustu og sá þriðji byggir á fjárfestingu. Hagkerfi heimsins eru ólík og hagvöxtur þeirra byggir á mismunandi þáttum en þessir þrír þættir þurfa að vera í einhverju jafnvægi. Íslenska hagkerfið er svo sannarlega að glíma við miklar áskoranir þrátt fyrir mikinn vöxt undanfarin ár. Vöxtinn má að mestu rekja til ákaflega hraðrar uppbyggingar ferðaþjónustunnar sem er útflutningsgrein þó svo að við séum að flytja inn ferðamenn. Þenslan hefur leitt til þess að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur hlutfallslega dregist saman í of langan tíma og hefur þrýst á íbúðamarkaðinn með tilheyrandi skorti og verðhækkunum og verðbólgu. Þessi vandi ásamt innfluttri verðbólgu sem varð vegna aðflutnings og framleiðsluvanda í Covid ásamt vanhugsaðri almennri peningaprentun íslenskra stjórnvalda í stað sértækari og markvissari efnahagsaðgerðum í Covid, gerir það að verkum að við glímum nú við flókinn efnahagslegan vanda. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafa miðað að því að hægja á innlendri neyslu og fjárfestingu. Áskorunin er aftur á móti að skapa jafnvægi vegna fyrrgreinds útflutnings. Þessi viðbrögð minnir mig á söguna af Jóa heimska sem týndi hundraðkalli kvöld eitt við bilaðan ljósastaur. Þar sem ekkert gekk að finna hundraðkallin ákvað að Jói að leita að honum við næsta ljósastaur því þar voru aðstæður miklu betri til leitar. Áskorun næstu ára er að byggja upp mikinn fjölda íbúða án þess að setja allt á hliðina. Bleiki fíllinn er vaxtastigið. Á meðan vextir og verðlag verða hér í hæstu hæðum verður lítið byggt sem mun auka á vandann. Holan verður bara dýpri. Spurningin sem við verðum að ræða er sú hvort sjálfstæð peningastefna hafi nú endanlega gengið sér til þurrðar og upptaka nýs gjaldmiðils sé ekki lengur bara áhugaverð pæling, heldur nauðsynleg forsenda þess að ná hér aftur jafnvægi. Í hagfræðinni er til fyrirbæri sem kallast á ensku „the impossible trinity“ sem þýtt hefur verið þrílemman sem segir að ekki sé hægt að brúka á sama tíma sjálfstæða peningastefnu, hafa frjálst flæði fjármagns og stöðugt gengi. Kenningin segir að einungis sé hægt að velja sér tvo af þessum þremur þáttum. Við höfum yfirleitt valið að hindra frjálst flæði fjármagns með fjármagnshöftum með tilheyrandi ógagnsæi, samkeppnisbresti og sóun. Einnig höfum við reynt að festa gengið með misjöfnum árangri. Það eina sem eftir er að reyna er að kasta krónunni og taka upp stöðuga alþjóðlega mynt, gefa í raun sjálfstæða peningastefnu upp á bátinn. Hagvöxtur okkar og hagsæld byggist á því að búa við opið og frjálst hagkerfi. Við höfum þurft að flytja inn vinnandi hendur í vaxandi mæli síðan eftir Hrun. Hagvöxtur okkar er mannaflsfrekur og krefst mikilla fjárfestinga í innviðum. Eitt af því sem gerist þegar lítið hagkerfi með sjálfstæða mynt ákveður að taka upp stærri mynt er að vaxtamunurinn við útlönd minnkar. Hér á landi er enn stærsti kostnaðarliður einstaklinga, fyrirtækja sem gera upp í krónum og hins opinbera þegar kemur að fjárfestingu, fjármagnskostnaður. En fjármagnskostnaður er sá liður sem hefur mest áhrif á byggingarkostnað og í raun alla nauðsynlega innviðauppbyggingu. Einfaldasta leiðin út úr þessum erfiða efnahagsvanda er að taka upp stóra alþjóðlega mynt. Þannig getum við best nýtt okkur þá miklu krafta sem frjáls alþjóðaviðskipti geta fært okkur, aukin hagsæld, meiri samkeppni, aukinn stöðugleika og bætt lífskjör handa öllum. Hin leiðin er að taka upp haftabúskap eins reglulega hefur ráðið hér ríkjum með allri sinni spillingu, sóun og ósanngirni sem slíku fyrirkomulagi fylgir. Hvað sem öllu líður þá erum við komin að þeim krossgötum þar sem við neyðumst til að velja á milli nýs gjaldmiðils eða hafta. Ég vel nýjan gjaldmiðil, en þú? Ég vil læra af Jóa heimska, ég vil ekki vera hann. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Hagvöxtur er þrenns konar, sá fyrsti byggir á aukinni innlendri neyslu, annar byggir á útflutningi vöru og þjónustu og sá þriðji byggir á fjárfestingu. Hagkerfi heimsins eru ólík og hagvöxtur þeirra byggir á mismunandi þáttum en þessir þrír þættir þurfa að vera í einhverju jafnvægi. Íslenska hagkerfið er svo sannarlega að glíma við miklar áskoranir þrátt fyrir mikinn vöxt undanfarin ár. Vöxtinn má að mestu rekja til ákaflega hraðrar uppbyggingar ferðaþjónustunnar sem er útflutningsgrein þó svo að við séum að flytja inn ferðamenn. Þenslan hefur leitt til þess að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur hlutfallslega dregist saman í of langan tíma og hefur þrýst á íbúðamarkaðinn með tilheyrandi skorti og verðhækkunum og verðbólgu. Þessi vandi ásamt innfluttri verðbólgu sem varð vegna aðflutnings og framleiðsluvanda í Covid ásamt vanhugsaðri almennri peningaprentun íslenskra stjórnvalda í stað sértækari og markvissari efnahagsaðgerðum í Covid, gerir það að verkum að við glímum nú við flókinn efnahagslegan vanda. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafa miðað að því að hægja á innlendri neyslu og fjárfestingu. Áskorunin er aftur á móti að skapa jafnvægi vegna fyrrgreinds útflutnings. Þessi viðbrögð minnir mig á söguna af Jóa heimska sem týndi hundraðkalli kvöld eitt við bilaðan ljósastaur. Þar sem ekkert gekk að finna hundraðkallin ákvað að Jói að leita að honum við næsta ljósastaur því þar voru aðstæður miklu betri til leitar. Áskorun næstu ára er að byggja upp mikinn fjölda íbúða án þess að setja allt á hliðina. Bleiki fíllinn er vaxtastigið. Á meðan vextir og verðlag verða hér í hæstu hæðum verður lítið byggt sem mun auka á vandann. Holan verður bara dýpri. Spurningin sem við verðum að ræða er sú hvort sjálfstæð peningastefna hafi nú endanlega gengið sér til þurrðar og upptaka nýs gjaldmiðils sé ekki lengur bara áhugaverð pæling, heldur nauðsynleg forsenda þess að ná hér aftur jafnvægi. Í hagfræðinni er til fyrirbæri sem kallast á ensku „the impossible trinity“ sem þýtt hefur verið þrílemman sem segir að ekki sé hægt að brúka á sama tíma sjálfstæða peningastefnu, hafa frjálst flæði fjármagns og stöðugt gengi. Kenningin segir að einungis sé hægt að velja sér tvo af þessum þremur þáttum. Við höfum yfirleitt valið að hindra frjálst flæði fjármagns með fjármagnshöftum með tilheyrandi ógagnsæi, samkeppnisbresti og sóun. Einnig höfum við reynt að festa gengið með misjöfnum árangri. Það eina sem eftir er að reyna er að kasta krónunni og taka upp stöðuga alþjóðlega mynt, gefa í raun sjálfstæða peningastefnu upp á bátinn. Hagvöxtur okkar og hagsæld byggist á því að búa við opið og frjálst hagkerfi. Við höfum þurft að flytja inn vinnandi hendur í vaxandi mæli síðan eftir Hrun. Hagvöxtur okkar er mannaflsfrekur og krefst mikilla fjárfestinga í innviðum. Eitt af því sem gerist þegar lítið hagkerfi með sjálfstæða mynt ákveður að taka upp stærri mynt er að vaxtamunurinn við útlönd minnkar. Hér á landi er enn stærsti kostnaðarliður einstaklinga, fyrirtækja sem gera upp í krónum og hins opinbera þegar kemur að fjárfestingu, fjármagnskostnaður. En fjármagnskostnaður er sá liður sem hefur mest áhrif á byggingarkostnað og í raun alla nauðsynlega innviðauppbyggingu. Einfaldasta leiðin út úr þessum erfiða efnahagsvanda er að taka upp stóra alþjóðlega mynt. Þannig getum við best nýtt okkur þá miklu krafta sem frjáls alþjóðaviðskipti geta fært okkur, aukin hagsæld, meiri samkeppni, aukinn stöðugleika og bætt lífskjör handa öllum. Hin leiðin er að taka upp haftabúskap eins reglulega hefur ráðið hér ríkjum með allri sinni spillingu, sóun og ósanngirni sem slíku fyrirkomulagi fylgir. Hvað sem öllu líður þá erum við komin að þeim krossgötum þar sem við neyðumst til að velja á milli nýs gjaldmiðils eða hafta. Ég vel nýjan gjaldmiðil, en þú? Ég vil læra af Jóa heimska, ég vil ekki vera hann. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun