Skera niður pening til EM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 12:00 Dagný Brynjarsdóttir ræðir hér við þær Sveindísi Jane Jónsdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á síðasta Evrópumóti þar íslensku stelpurnar voru meðal þátttökuþjóða. VÍSIR/VILHELM Svisslendingar eru ekki að vinna sér inn mörg stig í kvennafótboltaheiminum eftir nýjustu fréttir. Svissnesk stjórnvöld hafa nefnilega tilkynnt það að þau ætla að skera niður fjárútlát til Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss á næsta ári. Sviss var valið sem gestgjafi keppninnar 4. apríl í fyrra. Þetta er fjórtánda Evrópumót kvenna en það síðasta fór fram í Englandi 2022. The Swiss Federal Government is cutting finances for the UEFA Women s Euro 2025. With 82m Francs spent on the Men in 2008, the original plan was to spend 15m on the Women however they have announced it has been cut to just 4m.Inequality at its finest.https://t.co/fNLjYrjEa7— swiss wnt (@swisswnt) February 11, 2024 Sextán þjóðir komast á mótið sem verður haldið í átta borgum frá 2. til 27. júlí 2025. Knattspyrnusamband Evrópu ákvað að Sviss fengi mótið frekar en sameiginlegt framboð frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Úrslitaatkvæðagreiðslan fór 9-4 fyrir Sviss. Svissnesk stjórnvöld ætluðu að veita fimmtán milljónum svissneskra franka til mótsins en hafa skorið þessa upphæð verulega niður. Nú fara bara fjórar milljónir til mótsins. Fimmtán milljónir svissneskra franka eru 2,3 milljarðar íslenskra króna en fjórar milljónir eru 625 milljónir. Þegar Sviss hélt Evrópumót karla árið 2008 þá settu stjórnvöld 82 milljónir svissneskra franka í mótið. Þarna er gríðarlegur munur á milli kynjanna. Þessar fréttir eru frekar vandræðalegar fyrir Sviss ekki síst þar sem kvennafótboltinn er í gríðarlegri sókn og síðustu stórmót hans hafa aðeins aukið hróður hans út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Dregið verður í riðla fyrir undankeppni mótsins þann 5. mars. Óljóst er hvort Ísland verði í efsta eða næstefsta styrkleikaflokki. EM í Sviss 2025 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Svissnesk stjórnvöld hafa nefnilega tilkynnt það að þau ætla að skera niður fjárútlát til Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss á næsta ári. Sviss var valið sem gestgjafi keppninnar 4. apríl í fyrra. Þetta er fjórtánda Evrópumót kvenna en það síðasta fór fram í Englandi 2022. The Swiss Federal Government is cutting finances for the UEFA Women s Euro 2025. With 82m Francs spent on the Men in 2008, the original plan was to spend 15m on the Women however they have announced it has been cut to just 4m.Inequality at its finest.https://t.co/fNLjYrjEa7— swiss wnt (@swisswnt) February 11, 2024 Sextán þjóðir komast á mótið sem verður haldið í átta borgum frá 2. til 27. júlí 2025. Knattspyrnusamband Evrópu ákvað að Sviss fengi mótið frekar en sameiginlegt framboð frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Úrslitaatkvæðagreiðslan fór 9-4 fyrir Sviss. Svissnesk stjórnvöld ætluðu að veita fimmtán milljónum svissneskra franka til mótsins en hafa skorið þessa upphæð verulega niður. Nú fara bara fjórar milljónir til mótsins. Fimmtán milljónir svissneskra franka eru 2,3 milljarðar íslenskra króna en fjórar milljónir eru 625 milljónir. Þegar Sviss hélt Evrópumót karla árið 2008 þá settu stjórnvöld 82 milljónir svissneskra franka í mótið. Þarna er gríðarlegur munur á milli kynjanna. Þessar fréttir eru frekar vandræðalegar fyrir Sviss ekki síst þar sem kvennafótboltinn er í gríðarlegri sókn og síðustu stórmót hans hafa aðeins aukið hróður hans út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Dregið verður í riðla fyrir undankeppni mótsins þann 5. mars. Óljóst er hvort Ísland verði í efsta eða næstefsta styrkleikaflokki.
EM í Sviss 2025 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira