Fjöldi virkra fyrirtækja sem fór í gjaldþrot stórjókst Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2024 11:07 Gjaldþrot virkra fyrirtækja í fyrra voru langsamlega flest í byggingageiranum. Vísir/Arnar Af 1.222 fyrirtækjum í fyrirtækjaskrá Skattsins, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta árið 2023, voru 406 með virkni á fyrra ári, 165 prósent fleiri en árið 2022 þegar þau voru 153. Þetta segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Þar segir að gjaldþrot virkra fyrirtækja hafi verið um þrefalt fleiri bæði í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, þar sem þau voru 150, og í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum þar sem þau voru 57. Gjaldþrot í einkennandi greinum ferðaþjónustu hafi verið 56, eða 155 prósent fleiri en á fyrra ári, og í öðrum atvinnugreinum hafi þau verið 143, eða 131 prósent fleiri en á fyrra ári. Fjöldi launamanna miklu meiri Þegar tekin séu saman þau fyrirtæki sem lýst voru gjaldþrota árið 2023 hafi fjöldi launamanna verið að jafnaði árið áður um 1.991. Þetta sé um 139 prósent fleiri en árið 2022 þegar launamenn gjaldþrota fyrirtækja á fyrra ári voru að jafnaði 834. Hvort sem miðað sé við fjölda launafólks eða virðisaukaskattskylda veltu á fyrra ári hafi áhrif gjaldþrota árið 2023 verið meiri en árið 2022 í öllum atvinnugreinaflokkum. Færri gjaldþrot í desember Í tilkynningunni segir þó að samtals hafi 56 fyrirtæki, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins, verið tekin til gjaldþrotaskipta í desember síðastliðnum. Af þeim hafi 21 verið með virkni á síðasta ári, það er annað hvort með launafólk samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, sem sé 9 prósent færri en í desember 2022. Hjá fyrirtækjum sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á fjórða ársfjórðungi 2023 hafi fjöldi launamanna að jafnaði verið um 704 á fyrra ári eða 56 prósent fleiri en á fjórða ársfjórðungi 2022 þegar þeir voru um 450. Mælt í fjölda launafólks á fyrra ári hafi áhrif gjaldþrota á fjórða ársfjórðungi 2023 meiri en á sama ársfjórðungi árið áður í öllum helstu atvinnugreinaflokkum (byggingarstarfsemi, verslun og ferðaþjónustu) en í öðrum atvinnugreinum hafi áhrifin minni verið minni. Gjaldþrot Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Þar segir að gjaldþrot virkra fyrirtækja hafi verið um þrefalt fleiri bæði í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, þar sem þau voru 150, og í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum þar sem þau voru 57. Gjaldþrot í einkennandi greinum ferðaþjónustu hafi verið 56, eða 155 prósent fleiri en á fyrra ári, og í öðrum atvinnugreinum hafi þau verið 143, eða 131 prósent fleiri en á fyrra ári. Fjöldi launamanna miklu meiri Þegar tekin séu saman þau fyrirtæki sem lýst voru gjaldþrota árið 2023 hafi fjöldi launamanna verið að jafnaði árið áður um 1.991. Þetta sé um 139 prósent fleiri en árið 2022 þegar launamenn gjaldþrota fyrirtækja á fyrra ári voru að jafnaði 834. Hvort sem miðað sé við fjölda launafólks eða virðisaukaskattskylda veltu á fyrra ári hafi áhrif gjaldþrota árið 2023 verið meiri en árið 2022 í öllum atvinnugreinaflokkum. Færri gjaldþrot í desember Í tilkynningunni segir þó að samtals hafi 56 fyrirtæki, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins, verið tekin til gjaldþrotaskipta í desember síðastliðnum. Af þeim hafi 21 verið með virkni á síðasta ári, það er annað hvort með launafólk samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, sem sé 9 prósent færri en í desember 2022. Hjá fyrirtækjum sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á fjórða ársfjórðungi 2023 hafi fjöldi launamanna að jafnaði verið um 704 á fyrra ári eða 56 prósent fleiri en á fjórða ársfjórðungi 2022 þegar þeir voru um 450. Mælt í fjölda launafólks á fyrra ári hafi áhrif gjaldþrota á fjórða ársfjórðungi 2023 meiri en á sama ársfjórðungi árið áður í öllum helstu atvinnugreinaflokkum (byggingarstarfsemi, verslun og ferðaþjónustu) en í öðrum atvinnugreinum hafi áhrifin minni verið minni.
Gjaldþrot Byggingariðnaður Efnahagsmál Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira