Setja á herskyldu til að snúa vörn í sókn Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2024 15:51 Fregnir hafa borist af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn í Mjanmar. AP/Aung Shine Oo Herforingjastjórn Mjanmar stefnir að því að koma á herskyldu í landinu. Hernum hefur gengið illa gegn uppreisnarhópum sem hafa sótt fram víða um landið á undanförnum mánuðum. Uppreisnarhópar þessir hafa tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Herforingjastjórnin virðist ætla að reyna að breyta stöðunni með herskyldu. Ungir menn og konur verða skuldbundin til að ganga til liðs við herinn og uppgjafahermenn verða einnig kallaðir til herskyldu, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórnin tók völdin árið 2021. Þá héldu yfirmenn hersins því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Margir þessara hópa hafa tekið höndum saman við betur búna og þjálfaða uppreisnarhópa í norðurhluta landsins sem hafa barist fyrir auknu sjálfræði í áratugi. #Myanmar : Karenni resistance forces have captured the town of Shadaw in #Kayah state.Shadaw is now the second township in the state to fully be liberated by the resistance.Source: https://t.co/LDDz11ZyBY pic.twitter.com/ePxtDAVrEu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 13, 2024 Saman hafa þessir hópar unnið hvern sigur á fætur öðrum gegn hernum. Í lok janúar var talið að uppreisnarmenn hefðu tekið í það minnsta 35 bæi af hernum en flestir þeirra hafa verið teknir nærri landamærum Kína í norðausturhluta landsins. Leiðtogar herforingjastjórnarinnar endurvirkjuðu um síðustu helgi gömul lög um að menn á aldrinum átján til 35 ára og konur frá átján til 27 ára gamlar gætu verið kölluð í herinn í allt að tvö ár eða í allt að fimm ár sé neyðarástand í gildi, eins og núna. Þessi herskylda átti að hefjast aftur í apríl. Lögin voru samin árið 2010 en tóku aldrei gildi fyrr en núna. Stjórnarandstaða Mjanmar hélt því fram í nóvember að rúmlega fjórtán þúsund hermenn hefðu gefist upp í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herforingjastjórnarinnar að með þessari breytingu vilji stjórnendur landsins færa ábyrgðina á öryggi landsins í hendur almennings. Hún eigi að vera á allra ábyrgð en ekki bara á ábyrgð hermanna. Þá hafa að undanförnu borist fregnir af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn. Mjanmar Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Uppreisnarhópar þessir hafa tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Herforingjastjórnin virðist ætla að reyna að breyta stöðunni með herskyldu. Ungir menn og konur verða skuldbundin til að ganga til liðs við herinn og uppgjafahermenn verða einnig kallaðir til herskyldu, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórnin tók völdin árið 2021. Þá héldu yfirmenn hersins því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Margir þessara hópa hafa tekið höndum saman við betur búna og þjálfaða uppreisnarhópa í norðurhluta landsins sem hafa barist fyrir auknu sjálfræði í áratugi. #Myanmar : Karenni resistance forces have captured the town of Shadaw in #Kayah state.Shadaw is now the second township in the state to fully be liberated by the resistance.Source: https://t.co/LDDz11ZyBY pic.twitter.com/ePxtDAVrEu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 13, 2024 Saman hafa þessir hópar unnið hvern sigur á fætur öðrum gegn hernum. Í lok janúar var talið að uppreisnarmenn hefðu tekið í það minnsta 35 bæi af hernum en flestir þeirra hafa verið teknir nærri landamærum Kína í norðausturhluta landsins. Leiðtogar herforingjastjórnarinnar endurvirkjuðu um síðustu helgi gömul lög um að menn á aldrinum átján til 35 ára og konur frá átján til 27 ára gamlar gætu verið kölluð í herinn í allt að tvö ár eða í allt að fimm ár sé neyðarástand í gildi, eins og núna. Þessi herskylda átti að hefjast aftur í apríl. Lögin voru samin árið 2010 en tóku aldrei gildi fyrr en núna. Stjórnarandstaða Mjanmar hélt því fram í nóvember að rúmlega fjórtán þúsund hermenn hefðu gefist upp í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herforingjastjórnarinnar að með þessari breytingu vilji stjórnendur landsins færa ábyrgðina á öryggi landsins í hendur almennings. Hún eigi að vera á allra ábyrgð en ekki bara á ábyrgð hermanna. Þá hafa að undanförnu borist fregnir af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn.
Mjanmar Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira