Framúrskarandi Landspítali Willum Þór Þórsson skrifar 16. febrúar 2024 07:01 Landspítalinn er þungamiðja íslenskrar heilbrigðisþjónustu og gegnir fjölbreyttu og veigamiklu hlutverki innan kerfisins í heild sem háskólasjúkrahús landsins. Starfsemi Landspítala er í stöðugri þróun og vexti og aldrei hafa fleiri einstaklingar starfað á spítalanum og árið 2023. Undanfarin ár hafa verið viðburðarík í starfsemi Landspítala sem gengið hefur í gegnum ákveðið umbreytingarskeið í þeim tilgangi að styrkja stöðu og hlutverk spítalans fyrir heilbrigðiskerfið í heild, í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Breyttar áherslur og skipulag Á árinu 2022 var stjórnskipulag spítalans styrkt í þeim tilgangi að auka stuðning við stjórnendur. Skipuð var stjórn sem fékk það hlutverk að marka Landspítala langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum ásamt því að styðja við faglegan rekstur spítalans. Þá réðust stjórnendur í umfangsmikla greiningarvinnu á skipulagi spítalans í samvinnu og samráði við stjórn og fagráð spítalans. Sú vinna dró fram mikilvægi þess að fara í ákveðnar breytingar á innra skipulagi til að ná fram mikilvægum umbótum á þjónustu og meiri skilvirkni í þjónustu og rekstri. Breytt skipulag leggur áherslu á að styrkja klíníska starfsemi spítalans með því að færa ákvörðunarvald og ábyrgð nær framlínu starfsemi stofnunarinnar og einfalda skipulag hennar. Breytingarnar miða einnig að því að efla hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahús og auka veg vísindastarfs innan hans. Hið nýja skipurit tók gildi 1. janúar 2023 og ný framkvæmdastjórn tók til starfa. Þjónustutengd fjármögnun skilar árangri Samhliða innleiðingu nýs skipulags hefur markvisst verið unnið að ýmsum umbótum í starfsemi og rekstri spítalans. Mikilvægur liður í þeirri vinnu snýr að innleiðingu á þjónustutengdri fjármögnun. Á árinu 2023 voru stigin afgerandi skref við innleiðingu þess og er Landspítali nú fjármagnaður í auknu mæli með þjónustutengdri fjármögnun í gegnum samning við Sjúkratryggingar Íslands. Slík fjármögnun er afkastatengd og hvetur þar af leiðandi til aukinnar framleiðni. Fjármögnunin endurspeglar raunverulegt umfang þjónustunnar og raunkostnað við veitingu hennar. Til viðbótar við umbætur í skipulagi og nýtt fjármögnunarkerfi þá hefur Landspítali unnið að fjölmörgum umbótaverkefnum til að bæta þjónustu við sjúklinga. Í því samhengi má nefna nýja bráðadagdeild lyflækninga ásamt fjarþjónustu lyflækninga til stuðnings og ráðgjafar við aðrar heilbrigðisstofnanir og þjónustuveitendur. Lágþröskuldaþjónusta göngudeildar smitsjúkdóma var sett á fót en hún gefur vímuefnanotendum greiðara aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá var komið á fót sex stöðugildum félagsráðgjafa og sálfræðinga til að bæta þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á bráðamóttöku, með sérstakri viðbótarfjárveitingu. Afköst hafa aukist og rekstur er í jafnvægi Í ljósi þeirra umbóta sem átt hefur sér stað á Landspítala þá er afar ánægjulegt að rýna í starfsemistölur spítalans á árinu 2023 og sjá að þessar breytingar og aðgerðir eru að bera raunverulegan árangur. Afköst spítalans hafa aukist umtalsvert á sama tíma og spítalinn skilaði hagstæðri rekstrarafkomu sem nemur, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri, rúmum 600 milljónum króna. Aukning á skurðaðgerðum sem framkvæmdar voru á spítalanum frá fyrra ári nam rúmlega 8%. Enn fremur fjölgaði legum um 4,3% og heimsóknum á dag- og göngudeildir um 7,7%. Hlutfall dagdeildaraðgerða hefur nær tvöfaldast milli ára sem er afar jákvæð þróun. Þá hafa stafræn samskipti aukist til muna, eða um 7%, en við vitum að stafvæðing í heilbrigðisþjónustu er einn lykilþátturinn í því að okkur takist að mæta lýðfræðilegum breytingum og veita þar með vaxandi hópi sjúklinga góða og árangursríka þjónustu í framtíðinni. Biðtími styttist og færri bíða Með auknum afköstum og skilvirkni hefur bið eftir ýmissi þjónustu styst umtalsvert. Um nýliðin áramót hafðist það markmið að ekkert barn beið eftir þjónustu barna og unglingadeildar Landspítala (BUGL) lengur en 90 daga, í samræmi við viðmið embættis landlæknis. Minnismóttaka Landspítala hefur náð með markvissum hætti að stytta bið eftir þjónustu úr 9 mánuðum í september 2022 niður í 3 mánuði á árinu 2023 og þá hefur bið eftir ýmsum valkvæðum skurðaðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum styst töluvert. Árangur er ekki aðeins mældur í afköstum eða nýtingu heldur er mikilvægt að horfa einnig til gæða þjónustunnar og árangurs af veittri meðferð. Í því samhengi er árangur spítalans og íslenska heilbrigðiskerfisins eftirtektarverður. Sá árangur kemur skýrt fram þegar horft er til árangurs af meðferð bráðatilvika sem og algengra sjúkdóma, í alþjóðlegum samanburði. Upplifun notenda er einnig mikilvægur mælikvarði. Samkvæmt þjónustukönnun Landspítala sem er framkvæmd árlega má sjá jákvæða þróun á upplifun sjúklinga af þjónustu. Þegar litið er til reynslu sjúklinga í heild af síðustu innlögn fær spítalinn að meðaltali einkunnina 8,34 af 10 og hækkar annað árið í röð. Spítali á heimsmælikvarða Þrátt fyrir fámenni íslensku þjóðarinnar þá býr gríðarleg sérþekking og verðmætur mannauður innan spítalans og íslenska heilbrigðiskerfisins sem leggur sig fram um það, á hverjum degi, að veita bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Okkur hefur tekist að veita greiðan aðgang að mjög sérhæfðri heilbrigðisþjónustu og reka hér háskólasjúkrahús í fremstu röð. Það verður því ekki annað sagt en að Landspítalinn kemur bæði sterkari og öflugri undan árinu 2023. Stjórnendur og starfsfólk Landspítala eiga heiður skilið fyrir þá umfangsmiklu umbótavinnu sem átt hefur sér stað á spítalanum og það á öllum að vera það ljóst að árangur Landspítala er árangur starfsfólksins sem þar starfar. Við getum öll verið stolt af því starfi sem fram fer á spítalanum okkar. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Landspítalinn er þungamiðja íslenskrar heilbrigðisþjónustu og gegnir fjölbreyttu og veigamiklu hlutverki innan kerfisins í heild sem háskólasjúkrahús landsins. Starfsemi Landspítala er í stöðugri þróun og vexti og aldrei hafa fleiri einstaklingar starfað á spítalanum og árið 2023. Undanfarin ár hafa verið viðburðarík í starfsemi Landspítala sem gengið hefur í gegnum ákveðið umbreytingarskeið í þeim tilgangi að styrkja stöðu og hlutverk spítalans fyrir heilbrigðiskerfið í heild, í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Breyttar áherslur og skipulag Á árinu 2022 var stjórnskipulag spítalans styrkt í þeim tilgangi að auka stuðning við stjórnendur. Skipuð var stjórn sem fékk það hlutverk að marka Landspítala langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum ásamt því að styðja við faglegan rekstur spítalans. Þá réðust stjórnendur í umfangsmikla greiningarvinnu á skipulagi spítalans í samvinnu og samráði við stjórn og fagráð spítalans. Sú vinna dró fram mikilvægi þess að fara í ákveðnar breytingar á innra skipulagi til að ná fram mikilvægum umbótum á þjónustu og meiri skilvirkni í þjónustu og rekstri. Breytt skipulag leggur áherslu á að styrkja klíníska starfsemi spítalans með því að færa ákvörðunarvald og ábyrgð nær framlínu starfsemi stofnunarinnar og einfalda skipulag hennar. Breytingarnar miða einnig að því að efla hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahús og auka veg vísindastarfs innan hans. Hið nýja skipurit tók gildi 1. janúar 2023 og ný framkvæmdastjórn tók til starfa. Þjónustutengd fjármögnun skilar árangri Samhliða innleiðingu nýs skipulags hefur markvisst verið unnið að ýmsum umbótum í starfsemi og rekstri spítalans. Mikilvægur liður í þeirri vinnu snýr að innleiðingu á þjónustutengdri fjármögnun. Á árinu 2023 voru stigin afgerandi skref við innleiðingu þess og er Landspítali nú fjármagnaður í auknu mæli með þjónustutengdri fjármögnun í gegnum samning við Sjúkratryggingar Íslands. Slík fjármögnun er afkastatengd og hvetur þar af leiðandi til aukinnar framleiðni. Fjármögnunin endurspeglar raunverulegt umfang þjónustunnar og raunkostnað við veitingu hennar. Til viðbótar við umbætur í skipulagi og nýtt fjármögnunarkerfi þá hefur Landspítali unnið að fjölmörgum umbótaverkefnum til að bæta þjónustu við sjúklinga. Í því samhengi má nefna nýja bráðadagdeild lyflækninga ásamt fjarþjónustu lyflækninga til stuðnings og ráðgjafar við aðrar heilbrigðisstofnanir og þjónustuveitendur. Lágþröskuldaþjónusta göngudeildar smitsjúkdóma var sett á fót en hún gefur vímuefnanotendum greiðara aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá var komið á fót sex stöðugildum félagsráðgjafa og sálfræðinga til að bæta þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á bráðamóttöku, með sérstakri viðbótarfjárveitingu. Afköst hafa aukist og rekstur er í jafnvægi Í ljósi þeirra umbóta sem átt hefur sér stað á Landspítala þá er afar ánægjulegt að rýna í starfsemistölur spítalans á árinu 2023 og sjá að þessar breytingar og aðgerðir eru að bera raunverulegan árangur. Afköst spítalans hafa aukist umtalsvert á sama tíma og spítalinn skilaði hagstæðri rekstrarafkomu sem nemur, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri, rúmum 600 milljónum króna. Aukning á skurðaðgerðum sem framkvæmdar voru á spítalanum frá fyrra ári nam rúmlega 8%. Enn fremur fjölgaði legum um 4,3% og heimsóknum á dag- og göngudeildir um 7,7%. Hlutfall dagdeildaraðgerða hefur nær tvöfaldast milli ára sem er afar jákvæð þróun. Þá hafa stafræn samskipti aukist til muna, eða um 7%, en við vitum að stafvæðing í heilbrigðisþjónustu er einn lykilþátturinn í því að okkur takist að mæta lýðfræðilegum breytingum og veita þar með vaxandi hópi sjúklinga góða og árangursríka þjónustu í framtíðinni. Biðtími styttist og færri bíða Með auknum afköstum og skilvirkni hefur bið eftir ýmissi þjónustu styst umtalsvert. Um nýliðin áramót hafðist það markmið að ekkert barn beið eftir þjónustu barna og unglingadeildar Landspítala (BUGL) lengur en 90 daga, í samræmi við viðmið embættis landlæknis. Minnismóttaka Landspítala hefur náð með markvissum hætti að stytta bið eftir þjónustu úr 9 mánuðum í september 2022 niður í 3 mánuði á árinu 2023 og þá hefur bið eftir ýmsum valkvæðum skurðaðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum styst töluvert. Árangur er ekki aðeins mældur í afköstum eða nýtingu heldur er mikilvægt að horfa einnig til gæða þjónustunnar og árangurs af veittri meðferð. Í því samhengi er árangur spítalans og íslenska heilbrigðiskerfisins eftirtektarverður. Sá árangur kemur skýrt fram þegar horft er til árangurs af meðferð bráðatilvika sem og algengra sjúkdóma, í alþjóðlegum samanburði. Upplifun notenda er einnig mikilvægur mælikvarði. Samkvæmt þjónustukönnun Landspítala sem er framkvæmd árlega má sjá jákvæða þróun á upplifun sjúklinga af þjónustu. Þegar litið er til reynslu sjúklinga í heild af síðustu innlögn fær spítalinn að meðaltali einkunnina 8,34 af 10 og hækkar annað árið í röð. Spítali á heimsmælikvarða Þrátt fyrir fámenni íslensku þjóðarinnar þá býr gríðarleg sérþekking og verðmætur mannauður innan spítalans og íslenska heilbrigðiskerfisins sem leggur sig fram um það, á hverjum degi, að veita bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Okkur hefur tekist að veita greiðan aðgang að mjög sérhæfðri heilbrigðisþjónustu og reka hér háskólasjúkrahús í fremstu röð. Það verður því ekki annað sagt en að Landspítalinn kemur bæði sterkari og öflugri undan árinu 2023. Stjórnendur og starfsfólk Landspítala eiga heiður skilið fyrir þá umfangsmiklu umbótavinnu sem átt hefur sér stað á spítalanum og það á öllum að vera það ljóst að árangur Landspítala er árangur starfsfólksins sem þar starfar. Við getum öll verið stolt af því starfi sem fram fer á spítalanum okkar. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun