Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 19:08 Mæðgunar Nadia Rós Sherif og Lára Björk Sigrúnardóttir. Vísir Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir liggur þungt haldin á gjörgæslu í borginni Varna í Búlgaríu eftir að hún fékk sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Varð það til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýrun og svo í lifrina. Klippa: Fá ekki nauðsynlega pappíra Vegna veikindanna er Lára komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill síður að það sé gert í Búlgaríu og vill komast heim til Íslands svo hægt sé að framkvæma aðgerðina þar en hún var stödd í Búlgaríu í fríi með vinafólki sínu. Skella á þegar Lára er nefnd á nafn Það hefur ekki gengið hingað til þar sem spítalinn hefur ekki viljað afhenda ákveðin skjöl sem Lára þarf til að mega vera flutt með sjúkraflugi. Nú er fjölskylda hennar komin út og reynir að aðstoða hana. „Þeir segja við okkur að við getum sótt um það á mánudaginn en miðað við að við erum búin að reyna að sækja um þetta síðan á þriðjudaginn þá veit ég ekki hvernig það mun enda. En það eru allir búnir að reyna að gera sitt besta að hafa samband við þá en þeir eru bara að skella á þegar nafnið hennar er sagt þannig það er mjög erfitt að vinna í kringum þetta,“ segir Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru. Lára liggur inni á St. Martin-spítalanum í Varna.St. Martin-spítalinn Fengu aðeins fimm mínútur saman Borgaraþjónustan hér á landi hefur einnig reynt að setja sig í samband við sjúkrahúsið, sem og kjörræðismaður Íslands þar úti. Það breytir engu, það virðist ekki vera hægt að fá réttu pappírana. Og á meðan liggur Lára ein á spítalanum en Nadía og systkini hennar hafa einungis fengið að hitta hana í fimm mínútur síðan þau mættu til borgarinnar. „Hún var þyrst og svöng og sagði að þau væru að hunsa hana þegar hún er að biðja um aðstoð. Það er engin bjalla þannig ef henni vantar eitthvað þá getur hún ekkert gert. Þannig já, henni leið mjög illa þarna,“ segir Nadia. Vantar alla þá hjálp sem þau geta fengið Þau finna fyrir miklu vanmætti. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið sem ekkert sem við getum gert og við erum bara vonlaus. Þetta er ótrúlega erfitt þegar það er ekki hægt að gera neitt. Það er ekki hægt að sjá hana, það er ekki hægt að upplýsa hana og já, bara ömurlegt að vita ekki hvernig framhaldið verður. Okkur vantar hjálp. Alla hjálp sem er hægt að fá,“ segir Nadia. Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir liggur þungt haldin á gjörgæslu í borginni Varna í Búlgaríu eftir að hún fékk sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Varð það til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýrun og svo í lifrina. Klippa: Fá ekki nauðsynlega pappíra Vegna veikindanna er Lára komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill síður að það sé gert í Búlgaríu og vill komast heim til Íslands svo hægt sé að framkvæma aðgerðina þar en hún var stödd í Búlgaríu í fríi með vinafólki sínu. Skella á þegar Lára er nefnd á nafn Það hefur ekki gengið hingað til þar sem spítalinn hefur ekki viljað afhenda ákveðin skjöl sem Lára þarf til að mega vera flutt með sjúkraflugi. Nú er fjölskylda hennar komin út og reynir að aðstoða hana. „Þeir segja við okkur að við getum sótt um það á mánudaginn en miðað við að við erum búin að reyna að sækja um þetta síðan á þriðjudaginn þá veit ég ekki hvernig það mun enda. En það eru allir búnir að reyna að gera sitt besta að hafa samband við þá en þeir eru bara að skella á þegar nafnið hennar er sagt þannig það er mjög erfitt að vinna í kringum þetta,“ segir Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru. Lára liggur inni á St. Martin-spítalanum í Varna.St. Martin-spítalinn Fengu aðeins fimm mínútur saman Borgaraþjónustan hér á landi hefur einnig reynt að setja sig í samband við sjúkrahúsið, sem og kjörræðismaður Íslands þar úti. Það breytir engu, það virðist ekki vera hægt að fá réttu pappírana. Og á meðan liggur Lára ein á spítalanum en Nadía og systkini hennar hafa einungis fengið að hitta hana í fimm mínútur síðan þau mættu til borgarinnar. „Hún var þyrst og svöng og sagði að þau væru að hunsa hana þegar hún er að biðja um aðstoð. Það er engin bjalla þannig ef henni vantar eitthvað þá getur hún ekkert gert. Þannig já, henni leið mjög illa þarna,“ segir Nadia. Vantar alla þá hjálp sem þau geta fengið Þau finna fyrir miklu vanmætti. „Þetta er ömurlegt. Það er lítið sem ekkert sem við getum gert og við erum bara vonlaus. Þetta er ótrúlega erfitt þegar það er ekki hægt að gera neitt. Það er ekki hægt að sjá hana, það er ekki hægt að upplýsa hana og já, bara ömurlegt að vita ekki hvernig framhaldið verður. Okkur vantar hjálp. Alla hjálp sem er hægt að fá,“ segir Nadia.
Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira