Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 08:15 Nigel Casey við minnisvarðann í Moskvu. Sendiráð Breta í Rússlandi Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. Fjöldi fólks hefur lagt blóm að Solovetsky-steininum í Moskvu, sem er minnisvarði um fórnarlömb pólitískra ofsókna, eftir að greint var frá því að Navalní hefði látist í fangelsi. „Í dag syrgjum við dauða Alexei Navalní og annarra fórnarlamba pólitískra ofsókna í Rússlandi við Solovetsky-steininn,“ sagði sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu á samfélagsmiðlum. „Við vottum fjölskyldu Alexei Navalní, samstarfsmönnum og stuðningsmönnum okkar dýpstu samúð. Styrkur hans var innblástur og öðrum til eftirbreytni. Við heiðrum minningu hans.“ Sendiráð Bretlands birti mynd af sendiherranum, Nigel Casey, við minnisvarðann og kallaði einnig eftir ítarlegri og gegnsærri rannsókn á dauða Navalní. Utanríkisráðuneytið hefði kallað sendiherra Rússlands á teppið og þeim skilaboðum komið til áleiðis að Bretar teldu stjórnvöld í Rússlandi ábyrg fyrir dauða Navalní. Today at the Solovetsky Stone we mourn the passing of Alexey Navalny and all other victims of political repression in Russia.Our hearts go out to his family, friends and supporters. His strength is an inspiration. We honor his memory. https://t.co/jY00QZ3g0j— / U.S. Embassy Russia (@USEmbRu) February 18, 2024 Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddu saman í gær og voru sammála um nauðsyn þess að draga seku til ábyrgðar. Yulia, eiginkona Navalní, mun hitta utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í dag. Fjölmiðlar hafa greint frá því að móðir hans, Lyudmila, hafi komið að lokuðum dyrum þegar hún hugðist vitja um líkamsleifar sonar síns í bænum Salekhard. Var henni tjáð að fyrsta krufning líksins hefði ekki skilað niðurstöðu og að gera þyrfti aðra krufningu. Vladimir Pútín Rússlandsforsti hefur ekki tjáð sig um dauða Navalní, sem var hans harðasti gagnrýnandi, en það hefur verið staðfest að forsetinn hafi verið uppýstur um tíðindin. Rússland Bandaríkin Bretland Mál Alexei Navalní Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Fjöldi fólks hefur lagt blóm að Solovetsky-steininum í Moskvu, sem er minnisvarði um fórnarlömb pólitískra ofsókna, eftir að greint var frá því að Navalní hefði látist í fangelsi. „Í dag syrgjum við dauða Alexei Navalní og annarra fórnarlamba pólitískra ofsókna í Rússlandi við Solovetsky-steininn,“ sagði sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu á samfélagsmiðlum. „Við vottum fjölskyldu Alexei Navalní, samstarfsmönnum og stuðningsmönnum okkar dýpstu samúð. Styrkur hans var innblástur og öðrum til eftirbreytni. Við heiðrum minningu hans.“ Sendiráð Bretlands birti mynd af sendiherranum, Nigel Casey, við minnisvarðann og kallaði einnig eftir ítarlegri og gegnsærri rannsókn á dauða Navalní. Utanríkisráðuneytið hefði kallað sendiherra Rússlands á teppið og þeim skilaboðum komið til áleiðis að Bretar teldu stjórnvöld í Rússlandi ábyrg fyrir dauða Navalní. Today at the Solovetsky Stone we mourn the passing of Alexey Navalny and all other victims of political repression in Russia.Our hearts go out to his family, friends and supporters. His strength is an inspiration. We honor his memory. https://t.co/jY00QZ3g0j— / U.S. Embassy Russia (@USEmbRu) February 18, 2024 Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddu saman í gær og voru sammála um nauðsyn þess að draga seku til ábyrgðar. Yulia, eiginkona Navalní, mun hitta utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í dag. Fjölmiðlar hafa greint frá því að móðir hans, Lyudmila, hafi komið að lokuðum dyrum þegar hún hugðist vitja um líkamsleifar sonar síns í bænum Salekhard. Var henni tjáð að fyrsta krufning líksins hefði ekki skilað niðurstöðu og að gera þyrfti aðra krufningu. Vladimir Pútín Rússlandsforsti hefur ekki tjáð sig um dauða Navalní, sem var hans harðasti gagnrýnandi, en það hefur verið staðfest að forsetinn hafi verið uppýstur um tíðindin.
Rússland Bandaríkin Bretland Mál Alexei Navalní Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira