„Katrín sagðist ætla að grípa okkur“ Lovísa Arnardóttir skrifar 19. febrúar 2024 08:50 Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík, segist treysta því að ríkisstjórnin grípi Grindvíkinga. Það sé það sem þau sögðust ætla að gera. Vísir/Einar Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og kennari, segir síðustu mánuði hafa verið ótrúlega rússibanareið. Framtíð Grindvíkinga sé enn óráðin en að það sé nú komið fram frumvarp um húsnæðisstuðning sem þurfi þinglega meðferð en muni vonandi leysa úr einhverri óvissu. Hann segir Grindvíkinga þó enn með margar spurningar hvað varðar framsetninguna og skilyrðin sem sett eru í frumvarpinu. Páll Valur var gestur í Bítinu í morgun. „En ég hef alltaf talað fyrir því að það verði að mæta hverjum og einum á hans forsendum þannig það fari enginn fari óbættur frá þessum hildarleik, sagði Páll Valur í Bítinu í morgun og að það væri algert grundvallaratriði í þessu máli. Hann sagði aðstæður fólks misjafnar og að það verði að skoða aðstæður hvers og eins. „Katrín sagðist ætla að grípa okkur og fjármálaráðherra, og ríkisstjórnin ætlaði bara að grípa okkur Grindvíkinga algjörlega.“ Páll Valur sagði íbúafundinn í kvöld vera að koma ansi seint. Hann hafi beðið um fund frá því í janúar, og fleiri, þar sem framtíð þeirra yrði rædd og þau myndu í sameiningu leggja á ráðin. Hann sagði bæjarstjórnina hafa gefið það út að þau væru „eiginlega valdalaus“ og að það væri „fáránleg staða“. Fólk í bæjarstjórn líka í áfalli „Staðan er ofboðslega erfið. Maður áttar sig alveg á því að fólk sem er í bæjarstjórn er líka fólk sem lendir í áfalli,“ sagði Páll Valur og að hann og aðrir hefðu skilning á því. Hann sagðist sjálfur hafa setið í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili og að staðan hefði alls ekki verið erfið þá. Hann myndi samt sem áður vilja sjá bæjarstjórnina hafa meira að segja um stöðuna sem er komin upp. Spurður hvað brenni á fólki núna sagði Páll Valur frumvarpið um húsnæðisstuðning og aðgangur fólks vegna fyrirtækja meðal þeirra stóru mála sem þarf að ræða á íbúafundinum seinni partinn í dag. „Það hefur hleypt gríðarlega illu blóði í fólk að á sama tíma og Bláa lónið fær að opna og taka á móti gestum fái grindvísk fyrirtæki ekki að fara og starfa,“ sagði Páll Valur og að ef hann fengi einhverju að ráða myndi hann loka bænum, sérstaklega eftir að banaslys varð í janúar þegar Lúðvík Pétusson hvarf ofan í sprungu. „Þetta er sá tími árs sem allt er á fullu. Þau vilja komast inn í bæinn til að vinna, með öllum þeim öryggisráðstöfunum og mótvægisaðgerðum sem að eru settar á móti.“ Ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um brottflutning úr Grindavík vegna hættumats rann út á miðnætti. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum í gærkvöldi að lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, fengi þá valdið til að segja af eða um aðgang að bænum í vikunni. Honum er einnig heimilt að gera breytingar á fyrirkomulagi. Á vef RÚV segir að Úlfar muni tilkynna um nýtt fyrirkomulag um hádegisbil í dag. Bítið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinna að því að staðsetja lekann en umfang skemmda óþekkt Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins. 18. febrúar 2024 12:31 „Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30 Vill taka þrjátíu milljarða lán vegna jarðhræringa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu fjárlaga sem snúa að allt að þrjátíu milljarða lántöku í erlendri mynt. Á það að mæta mögulegri fjárþörf vegna jarðhræringa á Reykjanesi. 17. febrúar 2024 16:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hann segir Grindvíkinga þó enn með margar spurningar hvað varðar framsetninguna og skilyrðin sem sett eru í frumvarpinu. Páll Valur var gestur í Bítinu í morgun. „En ég hef alltaf talað fyrir því að það verði að mæta hverjum og einum á hans forsendum þannig það fari enginn fari óbættur frá þessum hildarleik, sagði Páll Valur í Bítinu í morgun og að það væri algert grundvallaratriði í þessu máli. Hann sagði aðstæður fólks misjafnar og að það verði að skoða aðstæður hvers og eins. „Katrín sagðist ætla að grípa okkur og fjármálaráðherra, og ríkisstjórnin ætlaði bara að grípa okkur Grindvíkinga algjörlega.“ Páll Valur sagði íbúafundinn í kvöld vera að koma ansi seint. Hann hafi beðið um fund frá því í janúar, og fleiri, þar sem framtíð þeirra yrði rædd og þau myndu í sameiningu leggja á ráðin. Hann sagði bæjarstjórnina hafa gefið það út að þau væru „eiginlega valdalaus“ og að það væri „fáránleg staða“. Fólk í bæjarstjórn líka í áfalli „Staðan er ofboðslega erfið. Maður áttar sig alveg á því að fólk sem er í bæjarstjórn er líka fólk sem lendir í áfalli,“ sagði Páll Valur og að hann og aðrir hefðu skilning á því. Hann sagðist sjálfur hafa setið í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili og að staðan hefði alls ekki verið erfið þá. Hann myndi samt sem áður vilja sjá bæjarstjórnina hafa meira að segja um stöðuna sem er komin upp. Spurður hvað brenni á fólki núna sagði Páll Valur frumvarpið um húsnæðisstuðning og aðgangur fólks vegna fyrirtækja meðal þeirra stóru mála sem þarf að ræða á íbúafundinum seinni partinn í dag. „Það hefur hleypt gríðarlega illu blóði í fólk að á sama tíma og Bláa lónið fær að opna og taka á móti gestum fái grindvísk fyrirtæki ekki að fara og starfa,“ sagði Páll Valur og að ef hann fengi einhverju að ráða myndi hann loka bænum, sérstaklega eftir að banaslys varð í janúar þegar Lúðvík Pétusson hvarf ofan í sprungu. „Þetta er sá tími árs sem allt er á fullu. Þau vilja komast inn í bæinn til að vinna, með öllum þeim öryggisráðstöfunum og mótvægisaðgerðum sem að eru settar á móti.“ Ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um brottflutning úr Grindavík vegna hættumats rann út á miðnætti. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum í gærkvöldi að lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, fengi þá valdið til að segja af eða um aðgang að bænum í vikunni. Honum er einnig heimilt að gera breytingar á fyrirkomulagi. Á vef RÚV segir að Úlfar muni tilkynna um nýtt fyrirkomulag um hádegisbil í dag.
Bítið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinna að því að staðsetja lekann en umfang skemmda óþekkt Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins. 18. febrúar 2024 12:31 „Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30 Vill taka þrjátíu milljarða lán vegna jarðhræringa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu fjárlaga sem snúa að allt að þrjátíu milljarða lántöku í erlendri mynt. Á það að mæta mögulegri fjárþörf vegna jarðhræringa á Reykjanesi. 17. febrúar 2024 16:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Vinna að því að staðsetja lekann en umfang skemmda óþekkt Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins. 18. febrúar 2024 12:31
„Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30
Vill taka þrjátíu milljarða lán vegna jarðhræringa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu fjárlaga sem snúa að allt að þrjátíu milljarða lántöku í erlendri mynt. Á það að mæta mögulegri fjárþörf vegna jarðhræringa á Reykjanesi. 17. febrúar 2024 16:09