Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Garðar Stefánsson skrifar 19. febrúar 2024 11:30 Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. Slíkum rangfærslum verður ekki svarað. Hvað varðar rangfærslur og útúrsnúninga um raunverulegt eignarhald Rapyd á Íslandi vil ég hins vegar benda á eftirfarandi. Rapyd á Íslandi er vissulega íslenskt fyrirtæki, með íslenska kennitölu, stofnað hér á landi og hefur haft hér starfsstöð í tugi ára. Félagið er með umfangsmikla starfsemi og 180 starfsmenn á Íslandi. Þessir starfsmenn byggja íslenskt samfélag og þurfa því miður að sitja undir ómálefnalegum áróðri um sinn starfsvettvang. Umræða um eigendaskráningu í fyrirtækjaskrá, sem átti að gjaldfella grein mína og gera hana ótrúverðuga, byggir á vanþekkingu á því hvernig skráning raunverulegra eigenda virkar. Í ljósi þess að raunverulegt eignarhald á Rapyd á Íslandi er dreift og enginn einstaklingur fer beint eða óbeint með ráðandi hlut í Rapyd á Íslandi, þ.m.t. í gegnum eignarhald í móðurfélagi, eru þeir einstaklingar sem mynda stjórn Rapyd á Íslandi skráðir sem raunverulegir eigendur. Þvert á rangar fullyrðingar, styður þetta það sem kom fram í grein minni um dreift og alþjóðlegt eignarhald á Rapyd á Íslandi. Krafa um sniðgöngu á Rapyd á Íslandi í nafni mannréttinda er að mínu mati ómálefnaleg og ómakleg. Rapyd á Íslandi og það góða starfsfólk sem starfar hjá félaginu hefur ekkert með ástandið í Mið-Austurlöndum að gera og er jafn vanmáttugt um að stöðva átökin og aðrir hér á landi. Hjá Rapyd starfar stór hópur fólks sem hefur byggt upp starfsemina á síðustu 40 árum. Viðskiptavinir félagsins þekkja starfsemina af góðu einu og hafa stutt við þróun á framúrskarandi greiðsluinnviðum á Íslandi. Við erum þakklát fyrir að svo verði áfram og fyrir þá fjölmörgu viðskiptavini sem hafa ekki látið áróðurinn á sig fá. Það væri óskandi að þeir sem ganga lengst í því að reyna að gera Rapyd á Íslandi að sökudólg átakanna beini kröftum sínum í raunverulegri baráttu fyrir friði og betri veröld. Slíkt vinnst ekki með sniðgöngu á aðilum sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. Slíkum rangfærslum verður ekki svarað. Hvað varðar rangfærslur og útúrsnúninga um raunverulegt eignarhald Rapyd á Íslandi vil ég hins vegar benda á eftirfarandi. Rapyd á Íslandi er vissulega íslenskt fyrirtæki, með íslenska kennitölu, stofnað hér á landi og hefur haft hér starfsstöð í tugi ára. Félagið er með umfangsmikla starfsemi og 180 starfsmenn á Íslandi. Þessir starfsmenn byggja íslenskt samfélag og þurfa því miður að sitja undir ómálefnalegum áróðri um sinn starfsvettvang. Umræða um eigendaskráningu í fyrirtækjaskrá, sem átti að gjaldfella grein mína og gera hana ótrúverðuga, byggir á vanþekkingu á því hvernig skráning raunverulegra eigenda virkar. Í ljósi þess að raunverulegt eignarhald á Rapyd á Íslandi er dreift og enginn einstaklingur fer beint eða óbeint með ráðandi hlut í Rapyd á Íslandi, þ.m.t. í gegnum eignarhald í móðurfélagi, eru þeir einstaklingar sem mynda stjórn Rapyd á Íslandi skráðir sem raunverulegir eigendur. Þvert á rangar fullyrðingar, styður þetta það sem kom fram í grein minni um dreift og alþjóðlegt eignarhald á Rapyd á Íslandi. Krafa um sniðgöngu á Rapyd á Íslandi í nafni mannréttinda er að mínu mati ómálefnaleg og ómakleg. Rapyd á Íslandi og það góða starfsfólk sem starfar hjá félaginu hefur ekkert með ástandið í Mið-Austurlöndum að gera og er jafn vanmáttugt um að stöðva átökin og aðrir hér á landi. Hjá Rapyd starfar stór hópur fólks sem hefur byggt upp starfsemina á síðustu 40 árum. Viðskiptavinir félagsins þekkja starfsemina af góðu einu og hafa stutt við þróun á framúrskarandi greiðsluinnviðum á Íslandi. Við erum þakklát fyrir að svo verði áfram og fyrir þá fjölmörgu viðskiptavini sem hafa ekki látið áróðurinn á sig fá. Það væri óskandi að þeir sem ganga lengst í því að reyna að gera Rapyd á Íslandi að sökudólg átakanna beini kröftum sínum í raunverulegri baráttu fyrir friði og betri veröld. Slíkt vinnst ekki með sniðgöngu á aðilum sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun