Ólík upplifun pílukastara og framkvæmdastjóra af meintum flugdólgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 13:01 Um var að ræða flugvél Icelandair á leið heim frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, segir ungan flugþjón í vél Icelandair á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Íslands í gærkvöldi hafa sýnt aðdáunarverða stillingu gagnvart ógæfudreng í geðrofi í vélinni. Þetta segir Haraldur, betur þekktur sem Halli Egils, í færslu á Facebook. Tilefnið er færsla Bjarna Ákasonar framkvæmdastjóra og eins eiganda Bako Ísberg, á Facebook. Þar lýsir Bjarni heimfluginu og fyrstu kynnum sínum af flugdólgi. „Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftir á að hyggja. Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona því hann byrjaði að góla eins og kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði eins og eldri maður því hann var alltaf að tala um að þetta væru skattpeningarnir sínir,“ segir Bjarni. Lendiði helvítis vélinni „Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra „lendiði helvítis vélinni“,“ segir Bjarni. Ungur flugþjónn hafi verið settur við hlið mannsins og staðið sig vel, rabbað við hann og haldið rólegum. Meira að segja þegar farþeginn bað um viský eftir lendingu og leigubíl út að vél eftir að hafa kastað upp. „Svo kom löggan og fjarlægði hann, þá sá ég að minn maður var ungur fíkill. Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum,“ segir Bjarni. Bjarni Ákason lætur reglulega til sín taka í umræðunni á Facebook.Vísir/Vilhelm Kona hans hafi ekki tekið það í mál og tjáð Bjarna að hann væri fáviti. Halli hefur nokkuð ólíka upplifun af ferðalaginu heim. Hann segist hafa setið í fimmtu sætaröð fyrir aftan Bjarna og frú sem voru í þeirri fjórðu á Business class. Ungi ógæfumaðurinn hafi verið í næstu sætaröð fyrir aftan sig. Ekkert hafi gerst fyrr en um fjörutíu mínútur voru í lendingu. Helsta ónæðið gagnvart farþegunum á Business class „Hann vildi bara „leggja helvítis rútunni“ og „ef hann væri að keyra þá væru allir komnir heim“... Svona talaði hann smá rant, örlítið hávær, en alls ekkert vesen á honum.“ Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og Halli Egils mynduðu teymi í stjörnupílunni á Stöð 2 Sport í fyrra.Stöð 2 Sport Ónæðið hafi verið lítið, smá hávaði sem hafi að mestu drukknað í hávaðanum í vélinni sjálfri. „Lögreglan kom, fylgdi honum úr vélinni. Hann bað um að það yrði hringt í móður hans. Það var aldrei nein hætta vegna hans, mesta ónæðið sem hann skapaði var hjá þessu góða fólki í business class rýminu sem vildi síðan taka mynd af honum sér til skemmtunar,“ segir Halli. Þó Halli og Bjarni sjái ýmislegt ekki sama ljósi eru þeir þó sammála um að flugþjónninn hafi staðið sig vel. „Flugþjónninn sem sat hjá drengnum þessar síðustu mínútur af ferðinni á svo sannarlega hrós skilið fyrir fagmennsku og þolinmæði. Bjarni Ákason mætti alveg taka sér hann til fyrirmyndar,“ segir Halli sem hefði kosið meiri skilning á aðstæðum fólks í fíknivanda. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta segir Haraldur, betur þekktur sem Halli Egils, í færslu á Facebook. Tilefnið er færsla Bjarna Ákasonar framkvæmdastjóra og eins eiganda Bako Ísberg, á Facebook. Þar lýsir Bjarni heimfluginu og fyrstu kynnum sínum af flugdólgi. „Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftir á að hyggja. Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona því hann byrjaði að góla eins og kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði eins og eldri maður því hann var alltaf að tala um að þetta væru skattpeningarnir sínir,“ segir Bjarni. Lendiði helvítis vélinni „Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra „lendiði helvítis vélinni“,“ segir Bjarni. Ungur flugþjónn hafi verið settur við hlið mannsins og staðið sig vel, rabbað við hann og haldið rólegum. Meira að segja þegar farþeginn bað um viský eftir lendingu og leigubíl út að vél eftir að hafa kastað upp. „Svo kom löggan og fjarlægði hann, þá sá ég að minn maður var ungur fíkill. Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum,“ segir Bjarni. Bjarni Ákason lætur reglulega til sín taka í umræðunni á Facebook.Vísir/Vilhelm Kona hans hafi ekki tekið það í mál og tjáð Bjarna að hann væri fáviti. Halli hefur nokkuð ólíka upplifun af ferðalaginu heim. Hann segist hafa setið í fimmtu sætaröð fyrir aftan Bjarna og frú sem voru í þeirri fjórðu á Business class. Ungi ógæfumaðurinn hafi verið í næstu sætaröð fyrir aftan sig. Ekkert hafi gerst fyrr en um fjörutíu mínútur voru í lendingu. Helsta ónæðið gagnvart farþegunum á Business class „Hann vildi bara „leggja helvítis rútunni“ og „ef hann væri að keyra þá væru allir komnir heim“... Svona talaði hann smá rant, örlítið hávær, en alls ekkert vesen á honum.“ Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og Halli Egils mynduðu teymi í stjörnupílunni á Stöð 2 Sport í fyrra.Stöð 2 Sport Ónæðið hafi verið lítið, smá hávaði sem hafi að mestu drukknað í hávaðanum í vélinni sjálfri. „Lögreglan kom, fylgdi honum úr vélinni. Hann bað um að það yrði hringt í móður hans. Það var aldrei nein hætta vegna hans, mesta ónæðið sem hann skapaði var hjá þessu góða fólki í business class rýminu sem vildi síðan taka mynd af honum sér til skemmtunar,“ segir Halli. Þó Halli og Bjarni sjái ýmislegt ekki sama ljósi eru þeir þó sammála um að flugþjónninn hafi staðið sig vel. „Flugþjónninn sem sat hjá drengnum þessar síðustu mínútur af ferðinni á svo sannarlega hrós skilið fyrir fagmennsku og þolinmæði. Bjarni Ákason mætti alveg taka sér hann til fyrirmyndar,“ segir Halli sem hefði kosið meiri skilning á aðstæðum fólks í fíknivanda.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira