KSÍ ræður lögmann í slaginn við ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 15:06 KSÍ hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017, en fékk áður styrk vegna afmarkaðra verkefna, til að mynda vegna A-landsliðs kvenna. vísir/Diego Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands síðustu sjö ár, öfugt við öll önnur íþróttasérsambönd á Íslandi. Þolinmæði KSÍ er á þrotum og hefur sambandið ráðið lögmann vegna málsins. KSÍ nýtur þeirrar sérstöðu í samanburði við önnur íþróttasérsambönd á Íslandi að fá hundruð milljóna á ári í styrki frá alþjóða knattspyrnusamböndunum, UEFA og FIFA. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er þannig gert ráð fyrir tæpum milljarði króna úr þeirri átt inn í rekstur KSÍ. Sú upphæð er því umtalsvert hærri en heildarupphæðin sem ÍSÍ úthlutar úr Afrekssjóði í ár, til allra sérsambandanna nema KSÍ, en hún nemur 512 milljónum króna. Hæstu upphæðina fær Handknattleikssamband Íslands eða 85 milljónir króna. KSÍ hefur hins vegar ítrekað bent á að sambandið standist illa alþjóðlegan samanburð eins og sjáist til að mynda af því hve mikið færri leiki yngri fótboltalandslið Íslands spili en hjá samanburðarlöndum. Kanni lögmæti þess að neita KSÍ Stjórn KSÍ ákvað því í desember síðastliðnum að kanna grundvöllinn fyrir því að ÍSÍ neitaði sambandinu ítrekað um fé úr Afrekssjóði. „Stjórnin vill að það sé kannað hvort að það sé hreinlega lögmætt hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ að neita KSÍ um greiðslu úr sjóðnum, einu sérsambanda,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Við vonumst auðvitað bara eftir því að við njótum jafnræðis, og að afreksstarfið okkar sé virt. Það truflar okkur líka svolítið að það er talað eins og að við sækjum ekki um. Ár eftir ár er birtur listi og hvergi minnst á KSÍ. Við viljum vita hvort að ÍSÍ geti haft þetta svona, og vita til framtíðar hvernig styðja á við afreksíþróttir í landinu,“ segir Klara og bætir við: „Við teljum mikilvægt fyrir knattspyrnufólk í landinu að það sé gætt jafnræðis á milli íþróttagreina. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ er heimildarákvæði til að „skerða“ greiðslur en ítrekað tekin ákvörðun um að taka út allar greiðslur til eins sérsambands, á þeim grundvelli að við njótum svo mikið af tekjum erlendis frá.“ KSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30 „Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira
KSÍ nýtur þeirrar sérstöðu í samanburði við önnur íþróttasérsambönd á Íslandi að fá hundruð milljóna á ári í styrki frá alþjóða knattspyrnusamböndunum, UEFA og FIFA. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er þannig gert ráð fyrir tæpum milljarði króna úr þeirri átt inn í rekstur KSÍ. Sú upphæð er því umtalsvert hærri en heildarupphæðin sem ÍSÍ úthlutar úr Afrekssjóði í ár, til allra sérsambandanna nema KSÍ, en hún nemur 512 milljónum króna. Hæstu upphæðina fær Handknattleikssamband Íslands eða 85 milljónir króna. KSÍ hefur hins vegar ítrekað bent á að sambandið standist illa alþjóðlegan samanburð eins og sjáist til að mynda af því hve mikið færri leiki yngri fótboltalandslið Íslands spili en hjá samanburðarlöndum. Kanni lögmæti þess að neita KSÍ Stjórn KSÍ ákvað því í desember síðastliðnum að kanna grundvöllinn fyrir því að ÍSÍ neitaði sambandinu ítrekað um fé úr Afrekssjóði. „Stjórnin vill að það sé kannað hvort að það sé hreinlega lögmætt hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ að neita KSÍ um greiðslu úr sjóðnum, einu sérsambanda,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Við vonumst auðvitað bara eftir því að við njótum jafnræðis, og að afreksstarfið okkar sé virt. Það truflar okkur líka svolítið að það er talað eins og að við sækjum ekki um. Ár eftir ár er birtur listi og hvergi minnst á KSÍ. Við viljum vita hvort að ÍSÍ geti haft þetta svona, og vita til framtíðar hvernig styðja á við afreksíþróttir í landinu,“ segir Klara og bætir við: „Við teljum mikilvægt fyrir knattspyrnufólk í landinu að það sé gætt jafnræðis á milli íþróttagreina. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ er heimildarákvæði til að „skerða“ greiðslur en ítrekað tekin ákvörðun um að taka út allar greiðslur til eins sérsambands, á þeim grundvelli að við njótum svo mikið af tekjum erlendis frá.“
KSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30 „Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira
Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19. febrúar 2024 12:30
„Mörg sérsambönd ósátt á hverju einasta ári“ Forystufólk innan Knattspyrnusambands Íslands er ósátt við að fá engu fé úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ sjöunda árið í röð. Víða ber á ósætti vegna fjárskorts. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir sambandið gera sitt besta við að sækja fé frá ríkinu, en á meðan kostnaður eykst hjá sérsamböndum stendur styrkur ríkisins í stað. 7. febrúar 2024 23:30