Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 09:33 Birgir Jónsson forstjóri Play hefur í nægu að snúast þessa dagana. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. Þann 8. febrúar 2024 tilkynnti Play að félagið áformaði að sækja sér nýtt hlutafé sem gæti numið á bilinu þremur til fjórum milljörðum króna til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Forsvarsmenn PLAY ásamt ráðgjöfum sínum hafa því á undanförnum dögum kannað hug stærstu hluthafa félagsins til þess að leggja félaginu til aukið hlutafé. Fram kom hjá Innherja á föstudaginn að allt útlit væri fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play myndu leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hefðu klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða. Til stæði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum. Sem nú er raunin. Stjórn PLAY hefur nú safnað áskriftarloforðum frá hluthöfum sem nemur 574.943.745 hlutum að nafnverði og er útgáfugengið á hvern hlut kr. 4,5. Samanlögð fjárhæð þeirra áskrifta sem félagið hefur móttekið nemur 2.587.246.853 milljónum króna. Áskriftir háðar tvennum skilyrðum Áskriftirnar eru háðar þeim skilyrðum að hluthafar PLAY samþykki að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins á aðalfundi þann 21. mars næstkomandi og því að félaginu takist að afla áskrifta að nýju hlutafé fyrir a.m.k. 4.000 milljónir króna að meðtöldu því hlutafé sem kemur frá núverandi hluthöfum. Félagið hyggst á næstum vikum halda áfram að ræða við fjárfesta úr hópi núverandi hluthafa og hefja viðræður við aðra fjárfesta, með það að markmiði að afla frekari skuldbindinga um þátttöku í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu. Stefnt er að því að tilkynna um endanlegt umfang aukningarinnar og helstu skilmála samhliða boðun aðalfundar í lok þessa mánaðar auk frekari upplýsinga um skráningu á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Erfiðar ytri aðstæður, einkum jarðhræringarnar á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra, þýddu að rekstrartap fyrir fjármagnsliði (EBIT) var nokkuð meira en gert var ráð fyrir á fjórða ársfjórðungi, eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala, og um leið var sjóðstaðan því lakari en ella. Laust handbært fé Play var um 12,6 milljónir dala um áramótin og hefur að líkindum farið enn minnkandi á fyrstu vikum ársins. Þakkar stærstu hluthöfum „Ég er gríðarlega ánægður með þessa sterku stuðningsyfirlýsingu okkar stærstu hluthafa við félagið með áskriftarloforði að fjárhæð um 2.600 milljónum króna. Þátttaka okkar sterka hluthafahóps í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu skapar skilyrði til að ljúka þeirri hlutafjáraukningu sem félagið áformar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. „Eins og fram kom á afkomufundi okkar fyrr í febrúar eru skýr merki um bata í rekstrinum og er núverandi lausafjárstaða vel viðunandi, þrátt fyrir hraðan vöxt og ítrekuð ytri áföll í rekstrarumhverfinu. PLAY hefur á að skipa frábærum hópi starfsfólks sem hefur staðið sig gríðarlega vel á undanförnum árum. Með enn betri fjármögnun hefur félagið meiri styrk til að mæta óvæntum áföllum og getu til að grípa spennandi vaxtatækifæri. Ég vil þakka okkar stærstu hluthöfum okkar þá tiltrú sem þeir sýna félaginu eftir þessa fyrstu lotu og hlakka til að kynna reksturinn enn betur fyrir öðrum fjárfestum og markaðsaðilum. Framtíð PLAY er mjög björt og félagið er vel í stakk búið að vaxa og dafna á markaðinum.“ Arctica Finance hf. hefur umsjón með útboðinu og eru Fossar fjárfestingarbanki hf. og Greenhill (Mizuho) söluaðilar. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Rannsóknin snúi að upplýsingagjöf en ekki viðskiptum Forstjóri Play segir að rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mögulegum brotum félagsins á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum snúi ekki neinum viðskiptum sem hafi verið gerð, heldur aðeins hvort félagið hefði átt að senda upplýsingar fyrr á markaðinn. 13. febrúar 2024 20:58 Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þann 8. febrúar 2024 tilkynnti Play að félagið áformaði að sækja sér nýtt hlutafé sem gæti numið á bilinu þremur til fjórum milljörðum króna til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Forsvarsmenn PLAY ásamt ráðgjöfum sínum hafa því á undanförnum dögum kannað hug stærstu hluthafa félagsins til þess að leggja félaginu til aukið hlutafé. Fram kom hjá Innherja á föstudaginn að allt útlit væri fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play myndu leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hefðu klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða. Til stæði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum. Sem nú er raunin. Stjórn PLAY hefur nú safnað áskriftarloforðum frá hluthöfum sem nemur 574.943.745 hlutum að nafnverði og er útgáfugengið á hvern hlut kr. 4,5. Samanlögð fjárhæð þeirra áskrifta sem félagið hefur móttekið nemur 2.587.246.853 milljónum króna. Áskriftir háðar tvennum skilyrðum Áskriftirnar eru háðar þeim skilyrðum að hluthafar PLAY samþykki að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins á aðalfundi þann 21. mars næstkomandi og því að félaginu takist að afla áskrifta að nýju hlutafé fyrir a.m.k. 4.000 milljónir króna að meðtöldu því hlutafé sem kemur frá núverandi hluthöfum. Félagið hyggst á næstum vikum halda áfram að ræða við fjárfesta úr hópi núverandi hluthafa og hefja viðræður við aðra fjárfesta, með það að markmiði að afla frekari skuldbindinga um þátttöku í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu. Stefnt er að því að tilkynna um endanlegt umfang aukningarinnar og helstu skilmála samhliða boðun aðalfundar í lok þessa mánaðar auk frekari upplýsinga um skráningu á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Erfiðar ytri aðstæður, einkum jarðhræringarnar á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra, þýddu að rekstrartap fyrir fjármagnsliði (EBIT) var nokkuð meira en gert var ráð fyrir á fjórða ársfjórðungi, eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala, og um leið var sjóðstaðan því lakari en ella. Laust handbært fé Play var um 12,6 milljónir dala um áramótin og hefur að líkindum farið enn minnkandi á fyrstu vikum ársins. Þakkar stærstu hluthöfum „Ég er gríðarlega ánægður með þessa sterku stuðningsyfirlýsingu okkar stærstu hluthafa við félagið með áskriftarloforði að fjárhæð um 2.600 milljónum króna. Þátttaka okkar sterka hluthafahóps í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu skapar skilyrði til að ljúka þeirri hlutafjáraukningu sem félagið áformar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. „Eins og fram kom á afkomufundi okkar fyrr í febrúar eru skýr merki um bata í rekstrinum og er núverandi lausafjárstaða vel viðunandi, þrátt fyrir hraðan vöxt og ítrekuð ytri áföll í rekstrarumhverfinu. PLAY hefur á að skipa frábærum hópi starfsfólks sem hefur staðið sig gríðarlega vel á undanförnum árum. Með enn betri fjármögnun hefur félagið meiri styrk til að mæta óvæntum áföllum og getu til að grípa spennandi vaxtatækifæri. Ég vil þakka okkar stærstu hluthöfum okkar þá tiltrú sem þeir sýna félaginu eftir þessa fyrstu lotu og hlakka til að kynna reksturinn enn betur fyrir öðrum fjárfestum og markaðsaðilum. Framtíð PLAY er mjög björt og félagið er vel í stakk búið að vaxa og dafna á markaðinum.“ Arctica Finance hf. hefur umsjón með útboðinu og eru Fossar fjárfestingarbanki hf. og Greenhill (Mizuho) söluaðilar.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Rannsóknin snúi að upplýsingagjöf en ekki viðskiptum Forstjóri Play segir að rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mögulegum brotum félagsins á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum snúi ekki neinum viðskiptum sem hafi verið gerð, heldur aðeins hvort félagið hefði átt að senda upplýsingar fyrr á markaðinn. 13. febrúar 2024 20:58 Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Rannsóknin snúi að upplýsingagjöf en ekki viðskiptum Forstjóri Play segir að rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mögulegum brotum félagsins á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum snúi ekki neinum viðskiptum sem hafi verið gerð, heldur aðeins hvort félagið hefði átt að senda upplýsingar fyrr á markaðinn. 13. febrúar 2024 20:58
Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10
Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11