Samfylkingin hafi áður barist harðast gegn hertari innflytjendalöggjöf Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 23:08 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir verulega stefnubreytingu hafa átt sér stað í Samfylkingunni eftir að formaður flokksins viðraði skoðanir sínar á innflytjendamálum í síðustu viku. Mikil umræða um innflytjendamál á Íslandi hefur skapast eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ræddi hælisleitendakerfið í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar sagðist hún ekki vilja að Ísland skeri sig úr hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum og að hún hafi skilning á lögun dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Í kjölfarið hefur hún sætt gagnrýni flokkssystkina sinna og orð hennar verið sögð ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þá hafa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formenn flokksins komið henni til varnar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði rýndi í stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Menningarátök okkar tíðar hverfast eiginlega um fólk á ferð, hverjir mega fara hvert og hverjum skuli meinuð för. Nú eru þau átök komin hingað af fullum þunga og kannski svona krafa sem hafði verið á jaðri stjórnmálanna um að herða verulega aðstreymi fólks til landsins, er núna komin inn í meginstrauminn,“ segir Eiríkur og vísar til útspils Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í hælisleitendamálum og nú sömuleiðis útspils Kristrúnar. Áður fyrr hafi átökin snúist um bæði sjónarmið, um hvort ætti að hleypa fleirum eða færrum til landsins. „En núna er eiginlega keppnin orðin um hver vilji loka mestu.“ „Veruleg stefnubreyting“ Eiríkur segir mjög augljósa breytingu á stefnu Samfylkingarinnar í innflytjendamálum hafa orðið. Að stefnan birtist meðal annars í málflutningi forystumannanna. Og núverandi formaður flokksins tali með allt öðrum hætti heldur en fyrrverandi formenn og forystumenn gerðu. „Samfylkingin var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn ítrekaðri herðingu innflytjendalöggjafarinnar, sem hefur verið hert í allnokkrum skrefum undanfarin ár. En nú snýr formaður samfylkingarinnar blaðinu við og segir efnislega að ekki hafi verið nægjanlega hert. Og það er í öllum skilningi málsins veruleg stefnubreyting,“ segir Eiríkur. Heldurðu að þetta muni búa til óeiningu innan Samfylkingarinnar? „Ég hugsa að þetta búi til ákveðið flot. Það eru auðvitað margir innan Samfylkingarinnar sem vilja halda aðstreyminu opnara heldur en formaðurinn er að boða og hugnast ekki þessi breyting. Það eru auðvitað aðrir flokkar sem það fólk getur kosið, en á móti kemur eru þá líka aðrir kjósendur sem vilja herða hér tökin, sem geta þá kosið Samfylkinguna á móti. Þannig að ég myndi halda að það sé svona flot farið af stað, en við eigum bara eftir að sjá hvar það endar.“ Samfylkingin Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira
Mikil umræða um innflytjendamál á Íslandi hefur skapast eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ræddi hælisleitendakerfið í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar sagðist hún ekki vilja að Ísland skeri sig úr hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum og að hún hafi skilning á lögun dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Í kjölfarið hefur hún sætt gagnrýni flokkssystkina sinna og orð hennar verið sögð ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þá hafa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formenn flokksins komið henni til varnar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði rýndi í stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Menningarátök okkar tíðar hverfast eiginlega um fólk á ferð, hverjir mega fara hvert og hverjum skuli meinuð för. Nú eru þau átök komin hingað af fullum þunga og kannski svona krafa sem hafði verið á jaðri stjórnmálanna um að herða verulega aðstreymi fólks til landsins, er núna komin inn í meginstrauminn,“ segir Eiríkur og vísar til útspils Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í hælisleitendamálum og nú sömuleiðis útspils Kristrúnar. Áður fyrr hafi átökin snúist um bæði sjónarmið, um hvort ætti að hleypa fleirum eða færrum til landsins. „En núna er eiginlega keppnin orðin um hver vilji loka mestu.“ „Veruleg stefnubreyting“ Eiríkur segir mjög augljósa breytingu á stefnu Samfylkingarinnar í innflytjendamálum hafa orðið. Að stefnan birtist meðal annars í málflutningi forystumannanna. Og núverandi formaður flokksins tali með allt öðrum hætti heldur en fyrrverandi formenn og forystumenn gerðu. „Samfylkingin var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn ítrekaðri herðingu innflytjendalöggjafarinnar, sem hefur verið hert í allnokkrum skrefum undanfarin ár. En nú snýr formaður samfylkingarinnar blaðinu við og segir efnislega að ekki hafi verið nægjanlega hert. Og það er í öllum skilningi málsins veruleg stefnubreyting,“ segir Eiríkur. Heldurðu að þetta muni búa til óeiningu innan Samfylkingarinnar? „Ég hugsa að þetta búi til ákveðið flot. Það eru auðvitað margir innan Samfylkingarinnar sem vilja halda aðstreyminu opnara heldur en formaðurinn er að boða og hugnast ekki þessi breyting. Það eru auðvitað aðrir flokkar sem það fólk getur kosið, en á móti kemur eru þá líka aðrir kjósendur sem vilja herða hér tökin, sem geta þá kosið Samfylkinguna á móti. Þannig að ég myndi halda að það sé svona flot farið af stað, en við eigum bara eftir að sjá hvar það endar.“
Samfylkingin Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira