Hafði betur í baráttu við leigjanda sem skemmdi borðplötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 12:14 Húsaleigan hljóðaði upp á 370 þúsund krónur. Myndin tengist fréttinni ekki með öðrum hætti en að á henni má sjá dæmi um borðplötur í eldhúsi. Unsplash Kona sem leigði íbúð í tæplega eitt ár þarf að sjá á eftir 873 þúsund krónum af tryggingafé sínu til leigusalans vegna skemmda sem hún vann á nýlegum borðplötum og vangoldinnar leigu. Forsaga málsins er sú að kona tók íbúð að leigu í eitt ár frá september 2022 og út ágúst 2023. Fór svo að konan skilaði íbúðinni 22. júní eftir að leigusalinn féllst á ósk hennar að slíta samningnum fyrr. Hún virðist þó ekki hafa verið að flýta sér út úr íbúðinni miðað við fjölda tölvupósta sem leigusalinn sendi á konuna til að ýta á eftir henni. Þá lá fyrir að konan viðurkenndi að hafa skemmt borðplötur í íbúðinni og fallist á að bæta það tjón. Ekki fallist á fulla mánaðarleigu Málið kom til kasta kærunefndar húsamála eftir að konan hafnaði kröfu leigusalans um að fá tryggingafé leigjandans upp á 1,1 milljón króna til sín. Leigusalinn sagði konuna skulda sér 370 þúsund krónur fyrir leigu í júní auk 680 þúsund króna fyrir kostnað við að skipta út borðplötum í eldhúsinu. Leigusalinn gerði skriflega grein fyrir kröfu um tryggingaféð innan fjögurra vikna eins og húsaleigulög krefjast. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að þótt deilt hafi verið um ástand íbúðarinnar í tölvupóstssamskiptum eftir sameiginlega skoðun á íbúðinni í lok maí 2023 væri ekki hægt að fallast á það með konunni að leigusalinn hafi gert henni ómögulegt að skila íbúðinni fyrr. Þó féllst kærunefndin ekki á að konan þyrfti að greiða fulla leigu fyrir júní heldur mánuðinn að hluta. Þannig ætti leigusalinn rétt á 271 þúsund krónum úr tryggingafénu vegna vangoldinnar leigu. Fékk ekki nýjan vask Skemmdir á borðplötum í eldhúsi á leigutímanum voru óumdeildar að mati nefndarinnar og féllst konan á bótakröfuna í tölvupóstssamskiptum við leigusalann. Leigusalinn lagði fram tilboð upp á 680 þúsund og lagði konan ekki fram nein rök um að fjárhæðin væri úr hófi. Féllst nefndin á að leigusalinn gæti sótt rúmlega 600 þúsund krónur úr tryggingafénu og dró frá kostnað við nýjan vask sem var hluti af tilboðinu sem leigusalinn fékk. Ekkert styddi að vaskur hefði skemmst. Konan gerði kröfu um að leigusalinn skilaði henni ísskáp, stól og útihúsgögn sem hún skildi eftir að lokum leigutímans. Leigusalinn sagði hlutina hafa verið verðlausa og hafa falið í sér kostnað að losna við þá. Kærunefndin vísaði kröfunni frá því hún heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar. Leigumarkaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Forsaga málsins er sú að kona tók íbúð að leigu í eitt ár frá september 2022 og út ágúst 2023. Fór svo að konan skilaði íbúðinni 22. júní eftir að leigusalinn féllst á ósk hennar að slíta samningnum fyrr. Hún virðist þó ekki hafa verið að flýta sér út úr íbúðinni miðað við fjölda tölvupósta sem leigusalinn sendi á konuna til að ýta á eftir henni. Þá lá fyrir að konan viðurkenndi að hafa skemmt borðplötur í íbúðinni og fallist á að bæta það tjón. Ekki fallist á fulla mánaðarleigu Málið kom til kasta kærunefndar húsamála eftir að konan hafnaði kröfu leigusalans um að fá tryggingafé leigjandans upp á 1,1 milljón króna til sín. Leigusalinn sagði konuna skulda sér 370 þúsund krónur fyrir leigu í júní auk 680 þúsund króna fyrir kostnað við að skipta út borðplötum í eldhúsinu. Leigusalinn gerði skriflega grein fyrir kröfu um tryggingaféð innan fjögurra vikna eins og húsaleigulög krefjast. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að þótt deilt hafi verið um ástand íbúðarinnar í tölvupóstssamskiptum eftir sameiginlega skoðun á íbúðinni í lok maí 2023 væri ekki hægt að fallast á það með konunni að leigusalinn hafi gert henni ómögulegt að skila íbúðinni fyrr. Þó féllst kærunefndin ekki á að konan þyrfti að greiða fulla leigu fyrir júní heldur mánuðinn að hluta. Þannig ætti leigusalinn rétt á 271 þúsund krónum úr tryggingafénu vegna vangoldinnar leigu. Fékk ekki nýjan vask Skemmdir á borðplötum í eldhúsi á leigutímanum voru óumdeildar að mati nefndarinnar og féllst konan á bótakröfuna í tölvupóstssamskiptum við leigusalann. Leigusalinn lagði fram tilboð upp á 680 þúsund og lagði konan ekki fram nein rök um að fjárhæðin væri úr hófi. Féllst nefndin á að leigusalinn gæti sótt rúmlega 600 þúsund krónur úr tryggingafénu og dró frá kostnað við nýjan vask sem var hluti af tilboðinu sem leigusalinn fékk. Ekkert styddi að vaskur hefði skemmst. Konan gerði kröfu um að leigusalinn skilaði henni ísskáp, stól og útihúsgögn sem hún skildi eftir að lokum leigutímans. Leigusalinn sagði hlutina hafa verið verðlausa og hafa falið í sér kostnað að losna við þá. Kærunefndin vísaði kröfunni frá því hún heyrði ekki undir verksvið nefndarinnar.
Leigumarkaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira