Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2024 15:30 Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert Guðmundsson knattspyrnumann fyrir kynferðisbrot. Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evu B. Helgadóttur, lögmanni konunnar, sem hún sendi fréttastofu. Það komi Evu sjálfri og öðrum sem þekki til málsins á óvart að það hafi verið fellt niður. Málið hafi hvílt þungt á umbjóðanda hennar. „Ekki aðeins framganga mannsins [Alberts Guðmundssonar] heldur var ekki léttvæg ákvörðun að kæra mann fyrir kynferðisbrot sem hefur tengst fjölskyldu hennar vinaböndum frá því hún var barn. Umbjóðandi minn taldi réttast í stöðunni að vísa ábyrgðinni þangað sem hún á heima og láta málið fara hina lögformlegu leið. Hún hefur ekki sóst eftir neinu öðru en réttlæti og taldi sér siðferðilega skylt að koma málinu í þann farveg,“ segir Eva. Vinnur úr áfallinu og hugar að framtíðinni Þá lýsir hún umbjóðanda sínum sem ungri og efnilegri konu sem sé langt komin í krefjandi námi í læknisfræði. „Og verður fyrir framgöngu sem hún á eftir að eyða ævinni í að vinna úr. Kærði verður að lifa með eigin framgöngu og hvernig hann hefur kosið að taka ábyrgð á henni.“ Albert Guðmundsson var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Hann hefur undanfarin misseri spilað með ítalska liðinu Genóa.Getty/Simone Arveda Þá segir Eva að réttarkerfið hygli sakborningum í kynferðisbrotamálum, sem valdi því að þolendur veigri sér við því að kæra. Hún skoði nú hvort niðurfelling málsins verði kærð til ríkissaksóknara. „Hvað sem líður niðurstöðu lögfræðinga um líkur á sakfellingu í sakamáli mun umbjóðandi minn einbeita sér að því að vinna úr áfallinu, sinna sínu námi og huga að framtíðinni.“ Albert segist saklaus Greint var frá því í dag að héraðssaksóknari hefði á fimmtudag fellt niður málið á hendur Alberti þar sem það hafi ekki þótt líklegt til sakfellingar. Konan kærði Albert fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Lögregla hóf rannsókn og sendi málið svo til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Albert hefur ekkert tjáð sig um málið fyrir utan stutta yfirlýsingu í ágúst síðastliðnum, þar sem hann sagðist saklaus af þeim ásökunum sem komið hefðu fram. Frá því málið kom upp hefur Albert ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evu B. Helgadóttur, lögmanni konunnar, sem hún sendi fréttastofu. Það komi Evu sjálfri og öðrum sem þekki til málsins á óvart að það hafi verið fellt niður. Málið hafi hvílt þungt á umbjóðanda hennar. „Ekki aðeins framganga mannsins [Alberts Guðmundssonar] heldur var ekki léttvæg ákvörðun að kæra mann fyrir kynferðisbrot sem hefur tengst fjölskyldu hennar vinaböndum frá því hún var barn. Umbjóðandi minn taldi réttast í stöðunni að vísa ábyrgðinni þangað sem hún á heima og láta málið fara hina lögformlegu leið. Hún hefur ekki sóst eftir neinu öðru en réttlæti og taldi sér siðferðilega skylt að koma málinu í þann farveg,“ segir Eva. Vinnur úr áfallinu og hugar að framtíðinni Þá lýsir hún umbjóðanda sínum sem ungri og efnilegri konu sem sé langt komin í krefjandi námi í læknisfræði. „Og verður fyrir framgöngu sem hún á eftir að eyða ævinni í að vinna úr. Kærði verður að lifa með eigin framgöngu og hvernig hann hefur kosið að taka ábyrgð á henni.“ Albert Guðmundsson var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Hann hefur undanfarin misseri spilað með ítalska liðinu Genóa.Getty/Simone Arveda Þá segir Eva að réttarkerfið hygli sakborningum í kynferðisbrotamálum, sem valdi því að þolendur veigri sér við því að kæra. Hún skoði nú hvort niðurfelling málsins verði kærð til ríkissaksóknara. „Hvað sem líður niðurstöðu lögfræðinga um líkur á sakfellingu í sakamáli mun umbjóðandi minn einbeita sér að því að vinna úr áfallinu, sinna sínu námi og huga að framtíðinni.“ Albert segist saklaus Greint var frá því í dag að héraðssaksóknari hefði á fimmtudag fellt niður málið á hendur Alberti þar sem það hafi ekki þótt líklegt til sakfellingar. Konan kærði Albert fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Lögregla hóf rannsókn og sendi málið svo til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Albert hefur ekkert tjáð sig um málið fyrir utan stutta yfirlýsingu í ágúst síðastliðnum, þar sem hann sagðist saklaus af þeim ásökunum sem komið hefðu fram. Frá því málið kom upp hefur Albert ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira