Rapyd tekur núna beinan þátt í stríðsrekstrinum á Gaza Björn B. Björnsson skrifar 25. febrúar 2024 14:34 Forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur lýst yfir stuðningi við hernað Ísraels á Gaza og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. En fyrirtækið hefur nú gengið enn lengra og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum. Í grein í ísraelska fjölmiðlinum Calcalistech, sem fjallar um tækni og nýsköpun, birtist nýlega grein um hvernig mörg tæknifyrirtæki þar í landi vinni með ísraelska hernum í stríðinu á Gaza. Þar segir að Rapyd hafi sett á stofn stríðsstofu (war room) þar sem unnið sé að því að rekja peningasendingar með það að markmiði að stoppa fjármuni sem renna til Hamas og annarra samtaka sem Ísrael skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Forstjóri útibús Rapyd á Íslandi hefur alveg gleymt að nefna þessa stríðsstofu fyrirtækisins í viðtölum við fjölmiðla á Íslandi. Honum er þó vel kunnugt um þessa starfsemi því hann er í stjórnendateymi móðurfélagsins í Ísrael samkvæmt heimasíðu Rapyd. Eitt er að styðja hernaðinn á Gaza í orði en það er allt annar og alvarlegri hlutur að fyrirtækið taki beinan þátt í stríðinu. Ætla íslensk fyrirtæki og stofnanir virkilega að halda áfram viðskiptum við ísraelskt fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum sem fólkið á Gaza þarf nú að þola? Ég á erfitt með að trúa því. Fjölmargir Íslendingar vilja ekki eiga viðskipti við Rapyd og forðast því fyrirtæki sem skipta við við Rapyd eða borga þar með reiðufé. (Upplýsingar um þessi fyrirtæki er á síðunni hirdir.is og Facebook síðunni Sniðganga fyrir Palestínu). Rapyd hefur brugðist við þessu með því að fjarlægja merki sitt af posum og í einhverjum tilfellum sett í staðinn nafnið Valitor. Það er blekking því Valitor er ekki til eftir að Rapyd keypti það og breytti nafninu í Rapyd Europe. Nafn fyrirtækisins sem framleiðir posana, Verifone, er oftast komið í stað Rapyd en stundum nafn verslunarinnar sem skipt er við. Kvittun fyrir kortagreiðslunni sýnir þó að fólk hefur verið að eiga viðskipti við Rapyd. Rapyd er með þessum aðgerðum að blekkja neytendur með því að fela fyrir þeim við hvern þeir eru að skipta. Forstjóri útibús Rapyd viðurkenndi í útvarpsviðtali í vikunni að sá væri tilgangurinn. Það eru ekki góðir viðskiptahættir og væri eitt og sér næg ástæða til þess að forðast viðskipti við Rapyd. Ríkiskaup samdi nýlega við Rapyd um færsluhirðingu fyrir um 160 ríkisfyrirtæki. Þetta var gert þrátt fyrir ákall margra um að ekki yrði samið við fyrirtæki sem fjöldi Íslendinga vil ekki skipta við. Við þurfum hins vegar ekki að borga með korti á heilsugæslustöðvum, í skólum eða hjá sýslumönnum. Við getum borgað með peningum eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig að skipta við Rapyd. Neytendur á Íslandi hafa síðasta orðið. Það er í okkar höndum hætta að senda Rapyd peningana okkar. Þrýstum á fyrirtæki og stofnanir um að skipta um færsluhirði. Það er einföld aðgerð sem aðeins kostar eitt símtal eða tölvupóst. Sýnum í verki að viljum ekki vera þátttakendur í þjóðarmorðinu sem nú stendur yfir á Gaza. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Greiðslumiðlun Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur lýst yfir stuðningi við hernað Ísraels á Gaza og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. En fyrirtækið hefur nú gengið enn lengra og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum. Í grein í ísraelska fjölmiðlinum Calcalistech, sem fjallar um tækni og nýsköpun, birtist nýlega grein um hvernig mörg tæknifyrirtæki þar í landi vinni með ísraelska hernum í stríðinu á Gaza. Þar segir að Rapyd hafi sett á stofn stríðsstofu (war room) þar sem unnið sé að því að rekja peningasendingar með það að markmiði að stoppa fjármuni sem renna til Hamas og annarra samtaka sem Ísrael skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Forstjóri útibús Rapyd á Íslandi hefur alveg gleymt að nefna þessa stríðsstofu fyrirtækisins í viðtölum við fjölmiðla á Íslandi. Honum er þó vel kunnugt um þessa starfsemi því hann er í stjórnendateymi móðurfélagsins í Ísrael samkvæmt heimasíðu Rapyd. Eitt er að styðja hernaðinn á Gaza í orði en það er allt annar og alvarlegri hlutur að fyrirtækið taki beinan þátt í stríðinu. Ætla íslensk fyrirtæki og stofnanir virkilega að halda áfram viðskiptum við ísraelskt fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum sem fólkið á Gaza þarf nú að þola? Ég á erfitt með að trúa því. Fjölmargir Íslendingar vilja ekki eiga viðskipti við Rapyd og forðast því fyrirtæki sem skipta við við Rapyd eða borga þar með reiðufé. (Upplýsingar um þessi fyrirtæki er á síðunni hirdir.is og Facebook síðunni Sniðganga fyrir Palestínu). Rapyd hefur brugðist við þessu með því að fjarlægja merki sitt af posum og í einhverjum tilfellum sett í staðinn nafnið Valitor. Það er blekking því Valitor er ekki til eftir að Rapyd keypti það og breytti nafninu í Rapyd Europe. Nafn fyrirtækisins sem framleiðir posana, Verifone, er oftast komið í stað Rapyd en stundum nafn verslunarinnar sem skipt er við. Kvittun fyrir kortagreiðslunni sýnir þó að fólk hefur verið að eiga viðskipti við Rapyd. Rapyd er með þessum aðgerðum að blekkja neytendur með því að fela fyrir þeim við hvern þeir eru að skipta. Forstjóri útibús Rapyd viðurkenndi í útvarpsviðtali í vikunni að sá væri tilgangurinn. Það eru ekki góðir viðskiptahættir og væri eitt og sér næg ástæða til þess að forðast viðskipti við Rapyd. Ríkiskaup samdi nýlega við Rapyd um færsluhirðingu fyrir um 160 ríkisfyrirtæki. Þetta var gert þrátt fyrir ákall margra um að ekki yrði samið við fyrirtæki sem fjöldi Íslendinga vil ekki skipta við. Við þurfum hins vegar ekki að borga með korti á heilsugæslustöðvum, í skólum eða hjá sýslumönnum. Við getum borgað með peningum eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig að skipta við Rapyd. Neytendur á Íslandi hafa síðasta orðið. Það er í okkar höndum hætta að senda Rapyd peningana okkar. Þrýstum á fyrirtæki og stofnanir um að skipta um færsluhirði. Það er einföld aðgerð sem aðeins kostar eitt símtal eða tölvupóst. Sýnum í verki að viljum ekki vera þátttakendur í þjóðarmorðinu sem nú stendur yfir á Gaza. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar