Létu höggin dynja hvor á öðrum: „Ég elska þetta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 07:00 Íshokkí er engin venjuleg íþrótt. Len Redkoles/Getty Images Matt Rempe, framherji New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí, lenti upp á kant við Nicolas Deslauriers þegar Rangers mætti Philadelphia Flyers um liðna helgi. Fór það svo að báðir grýttu hönskum sínum á ísinn og létu höggin tala frekar en að nota orðin sín og leysa þannig þann ágreining sem átti sér stað. Íshokkí verður seint talin friðsæl íþrótt og eins og þau sem fylgjast vel með þá er ákveðið sport – innan sportsins – að sjá menn grýta af sér hönskunum og láta hnefana tala. Það var allavega staðan í leik Rangers og Flyers en Rempe ögraði hinum 33 ára gamla Deslauriers fyrir leik og var ákveðið að gera upp málin snemma leiks. Alls entist „bardaginn“ í 37 sekúndur áður en herlegheitin voru stöðvuð. Rempe féll á endanum á ísinn en hafði þó tekist að opna skurð á enni Deslauriers. „Við vorum að grýta sprengjum. Hann er stríðsmaður en ég elska þetta,“ sagði Rempe eftir leik. REMPE AMD DESLAURIERS DROP THE GLOVES pic.twitter.com/8aJvbo57Zs— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) February 24, 2024 Ekki nóg með það heldur tókst Rempe að skora sigurmark leiksins í 2-1 sigri þegar skot Barclay Goodrow fór af honum í netið. Var þetta fyrsta mark hins 21 árs gamla Rempe í NHL-deildinni. „Líklega hefur enginn skorað ljótara fyrsta mark í sögu NHL en þetta er ótrúlegt, ég elska þetta,“ bætti Rempe við eftir leik. Sigur Rangers þýddi að liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð sem er félagsmet. Samkvæmt vefsíðunni Hokkí slagsmál lét Rempe hnefana alls tala 16 sinnum yfir tvö tímabil í AHL-deildinni (American Hockey League) áður en hann var kallaður upp í NHL-deildina. Eftir enn einn sigurinn eru Rangers sem stendur efstir í Metropolitan-deildinni með 39 sigra í 58 leikjum. Íshokkí Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Íshokkí verður seint talin friðsæl íþrótt og eins og þau sem fylgjast vel með þá er ákveðið sport – innan sportsins – að sjá menn grýta af sér hönskunum og láta hnefana tala. Það var allavega staðan í leik Rangers og Flyers en Rempe ögraði hinum 33 ára gamla Deslauriers fyrir leik og var ákveðið að gera upp málin snemma leiks. Alls entist „bardaginn“ í 37 sekúndur áður en herlegheitin voru stöðvuð. Rempe féll á endanum á ísinn en hafði þó tekist að opna skurð á enni Deslauriers. „Við vorum að grýta sprengjum. Hann er stríðsmaður en ég elska þetta,“ sagði Rempe eftir leik. REMPE AMD DESLAURIERS DROP THE GLOVES pic.twitter.com/8aJvbo57Zs— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) February 24, 2024 Ekki nóg með það heldur tókst Rempe að skora sigurmark leiksins í 2-1 sigri þegar skot Barclay Goodrow fór af honum í netið. Var þetta fyrsta mark hins 21 árs gamla Rempe í NHL-deildinni. „Líklega hefur enginn skorað ljótara fyrsta mark í sögu NHL en þetta er ótrúlegt, ég elska þetta,“ bætti Rempe við eftir leik. Sigur Rangers þýddi að liðið hefur nú unnið tíu leiki í röð sem er félagsmet. Samkvæmt vefsíðunni Hokkí slagsmál lét Rempe hnefana alls tala 16 sinnum yfir tvö tímabil í AHL-deildinni (American Hockey League) áður en hann var kallaður upp í NHL-deildina. Eftir enn einn sigurinn eru Rangers sem stendur efstir í Metropolitan-deildinni með 39 sigra í 58 leikjum.
Íshokkí Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira