Ráðherrann ræður Páll Magnússon skrifar 26. febrúar 2024 12:01 Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: „Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um sölu ríkisins á öllu landi í Vestmannaeyjum til Vestmannaeyjakaupstaðar. Á grundvelli laganna seldi ríkið Vestmannaeyjar í heild sinni til Vestmannaeyjabæjar og var gefið út afsal þar að lútandi og því þinglýst. Það er fráleitt að kröfugerð ríkisins nú byggist á því að véfengja heimildir sama ríkisvalds til að selja og afsala Vestmannaeyjabæ öllu landi í Vestmannaeyjum.“ Í þau 63 ár sem liðin eru frá þessum kaupsamningi hafa engar deilur risið um efni hans, aldrei nokkur maður, stofnun eða félag, gert tilkall til þess lands eða eyja sem samningurinn tekur til - og enginn véfengt að nákvæmlega svona skuli þessum málum hagað. Engar landamerkjadeilur. Ekkert. Þangað til núna. Fjármálaráðherra – ríkið - tekur sig til og rýfur friðinn, sáttina og eigin samning. Og þegar spurt er um tilganginn – markmiðið með þessari herför – er svarið: af því bara. Vísað er í Þjóðlendulögin sem voru samin og sett í allt öðrum tilgangi en fyrir ríkið til að ryðjast inn í þéttbýli og sölsa undir sig land sem það sjálft hefur þegar selt og afsalað fyrir löngu. Fáránleikinn í Eyjum birtist m.a. í því að ríkið gerir kröfur í land sem þegar er búið að ráðstafa með réttum hætti undir atvinnustarfsemi þar sem fjárfestingar og framkvæmdir standa nú yfir fyrir tugi milljarða. Fáránleikinn er sumstaðar jafnvel enn meiri en í Eyjum. Á Höfn í Hornafirði gerir fjármálaráðherra kröfu í Krossey – líklega bara vegna þess að það er ‘’ey’’ í nafninu. Krossey hefur hins vegar ekki verið eyja síðan um 1970 þegar hún varð hluti af landfyllingu þar sem m.a. stendur nú fiskverkunarhús Skinneyjar/Þinganess og ýmis önnur mannvirki. Þjóðlenda? Óbyggðanefnd? Í síðustu viku hafnaði Óbyggðanefnd ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð varðandi þá kröfulýsingu sem hér um ræðir. Enda svo sem ekki um mikið annað að ræða en breytta röð á bréfum. Nefndin tekur líka af öll tvímæli um stöðu og ábyrgð fjármálaráðherra í þessu máli og segir í bréfinu: „Óbyggðanefnd bendir á að skv. 1. mgr. 10.gr. þjóðlendulaga hefur fjármála- og efnahagsráðherra forræði í kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum og skv. 1. mgr. 11. gr. þjóðlendulaga fer fjármála- og efnahagsráðherra með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnana á vegum þess við úrlausn um hvort land teljist til eignarlands eða þjóðlendu. Telji fjármála- og efnahagsráðherra að tilefni sé til að endurskoða kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eftir atvikum að framkomnum gagnkröfum eða undangenginni frekari gagnaöflun, er á forræði ráðherra að taka þær til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er.“ Þá höfum við það. Fjármálaráðherra hefur sem sagt fullt vald á þessu máli og kjósi hún að láta þennan fáránleika ganga áfram - með öllum þeim ama og tilkostnaði sem því fylgir - er það hennar ákvörðun og hún á ekkert skjól í embættismönnum eða lögfræðiskrifstofum úti í bæ hvað það varðar. Valdið er ráðherrans og hún á að nota það til að afturkalla þennan órökrétta og tilgangslausa yfirgang af hálfu ríkisins í garð einstaklinga og sveitarfélaga. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Páll Magnússon Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Jarða- og lóðamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: „Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um sölu ríkisins á öllu landi í Vestmannaeyjum til Vestmannaeyjakaupstaðar. Á grundvelli laganna seldi ríkið Vestmannaeyjar í heild sinni til Vestmannaeyjabæjar og var gefið út afsal þar að lútandi og því þinglýst. Það er fráleitt að kröfugerð ríkisins nú byggist á því að véfengja heimildir sama ríkisvalds til að selja og afsala Vestmannaeyjabæ öllu landi í Vestmannaeyjum.“ Í þau 63 ár sem liðin eru frá þessum kaupsamningi hafa engar deilur risið um efni hans, aldrei nokkur maður, stofnun eða félag, gert tilkall til þess lands eða eyja sem samningurinn tekur til - og enginn véfengt að nákvæmlega svona skuli þessum málum hagað. Engar landamerkjadeilur. Ekkert. Þangað til núna. Fjármálaráðherra – ríkið - tekur sig til og rýfur friðinn, sáttina og eigin samning. Og þegar spurt er um tilganginn – markmiðið með þessari herför – er svarið: af því bara. Vísað er í Þjóðlendulögin sem voru samin og sett í allt öðrum tilgangi en fyrir ríkið til að ryðjast inn í þéttbýli og sölsa undir sig land sem það sjálft hefur þegar selt og afsalað fyrir löngu. Fáránleikinn í Eyjum birtist m.a. í því að ríkið gerir kröfur í land sem þegar er búið að ráðstafa með réttum hætti undir atvinnustarfsemi þar sem fjárfestingar og framkvæmdir standa nú yfir fyrir tugi milljarða. Fáránleikinn er sumstaðar jafnvel enn meiri en í Eyjum. Á Höfn í Hornafirði gerir fjármálaráðherra kröfu í Krossey – líklega bara vegna þess að það er ‘’ey’’ í nafninu. Krossey hefur hins vegar ekki verið eyja síðan um 1970 þegar hún varð hluti af landfyllingu þar sem m.a. stendur nú fiskverkunarhús Skinneyjar/Þinganess og ýmis önnur mannvirki. Þjóðlenda? Óbyggðanefnd? Í síðustu viku hafnaði Óbyggðanefnd ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð varðandi þá kröfulýsingu sem hér um ræðir. Enda svo sem ekki um mikið annað að ræða en breytta röð á bréfum. Nefndin tekur líka af öll tvímæli um stöðu og ábyrgð fjármálaráðherra í þessu máli og segir í bréfinu: „Óbyggðanefnd bendir á að skv. 1. mgr. 10.gr. þjóðlendulaga hefur fjármála- og efnahagsráðherra forræði í kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum og skv. 1. mgr. 11. gr. þjóðlendulaga fer fjármála- og efnahagsráðherra með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnana á vegum þess við úrlausn um hvort land teljist til eignarlands eða þjóðlendu. Telji fjármála- og efnahagsráðherra að tilefni sé til að endurskoða kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eftir atvikum að framkomnum gagnkröfum eða undangenginni frekari gagnaöflun, er á forræði ráðherra að taka þær til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er.“ Þá höfum við það. Fjármálaráðherra hefur sem sagt fullt vald á þessu máli og kjósi hún að láta þennan fáránleika ganga áfram - með öllum þeim ama og tilkostnaði sem því fylgir - er það hennar ákvörðun og hún á ekkert skjól í embættismönnum eða lögfræðiskrifstofum úti í bæ hvað það varðar. Valdið er ráðherrans og hún á að nota það til að afturkalla þennan órökrétta og tilgangslausa yfirgang af hálfu ríkisins í garð einstaklinga og sveitarfélaga. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar