Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 17:27 Það voru fagnaðarlæti á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. Fólkið er allt með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar og á því allt fjölskyldu hér á landi. Í hópnum er til dæmis faðir með þrjú börn. Þar af einn dreng sem særðist í árásum Ísraela. Þá eru þrjár mæður með eitt barn. Tvö þeirra eru eins árs á meðan það þriðja er þriggja ára langveik stúlka. „Hún er búin að vera án lyfja í langan tíma,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir, sjálfboðaliði og sálfræðingur, en hún lenti í morgun á Íslandi eftir að hafa verið í Kaíró á Egyptalandi til að aðstoða við flutning fólksins yfir landamærin frá Gasa. Meðlimir fimm fjölskyldna komu til landsins í dagVísir/Vilhelm Í góðu samstarfi við félagsmálaráðuneytið Hún segir að með þessum hópi hafi einnig verið einn eldri maður en að hann hafi ekki getað flogið með þeim vegna veikinda. Það standi vonir til þess að hann geti það seinna í vikunni. „Þau koma hingað í fylgd með IOM. Það er læknir sem fylgir þeim alla leið,“ segir Gunnhildur og að vinna sjálfboðaliðana í Egyptalandi hafi meira falist í því að koma þeim yfir landamærin. Eftir það taki IOM við þeim en stofnunin er með lista frá félagsmálaráðuneytinu um dvalarleyfishafa og aðstoðar fólkið hingað á grundvelli samnings við ráðuneytið. „Við erum búin að vera í góðu sambandi við félagsmálaráðuneytið,“ segir Gunnhildur og að hún eigi von á að ráðuneytið haldi áfram að aðstoða fólk við að koma hingað. Sjálfboðaliðarnir sem nú eru í Kaíró vinna nú að því að koma um 17 manns yfir landamærin og eiga þau von á því að það gerist á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Hvernig var að vera þarna úti? „Það var mjög mikil vinna,“ segir Gunnhildur og að vinna sjálfboðaliðana sé tvíþætt. Annars vegar taki þau á móti fólkinu sem kemur yfir og sjái þeim til dæmis fyrir hótelherbergi og einhverjum nauðsynjum. Hins vegar vinni þau svo að því að koma fleirum á lista hjá egypskum stjórnvöldum til að komast yfir landamærin. „Maður kemur dálítið uppgefinn heim en þetta var algerlega þess virði. Það var gott að vera í Kaíró og vel tekið á móti manni.“ Engar mútugreiðslur Spurð um vinnu sjálfboðaliðana og hvort að þau séu að múta til að koma fólki yfir landamærin segir Gunnhildur svo alls ekki vera. Það sé frekar á hinn veginn. Það sé allt gert þarna til að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt eigi sér stað þarna. „Við erum ekki að múta, nei. Þetta er bara skrifstofa á vegum egypskra stjórnvalda sem er fyrir fjölskyldur. Það eru þarna palestínskar fjölskyldur sem fara þangað og nýta þessa þjónustu. Við fáum kvittanir fyrir þessu öllu saman og það eru engar mútugreiðslur. En maður getur alveg viðurkennt að manni finnst skrítið að egypsk stjórnvöld séu að taka við þessum upphæðum. En þetta er allt uppi á borðum og engar mútugreiðslur sem hafa farið fram frá okkur.“ Vísir/Vilhelm Sérðu fyrir þér að fara aftur út? „Ég væri alveg til í það. En þetta er í sjálfboðavinnu og maður hefur ekki efni á að eyða bara í þetta. Maður þarf að vinna fyrir peningum líka. Ég hef ekki þegið eina krónu fyrir þetta af þessum söfnunarpening. Það á bara að fara í það að bjarga þessu fólki. En auðvitað, ef ég hefði efni á því, þá myndi ég fara aftur út,“ segir Gunnhildur. Hún segir að allir sem standi að þessu átaki voni að stjórnvöld taki við þessu verkefni og komi þeim yfir landamærin sem eru með dvalarleyfi. Eins og stendur eru þrír fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins staddir í Kaíró og vinna að því að koma dvalarleyfishöfum yfir landamærin í samráði við yfirvöld í Egyptalandi, Ísrael auk fulltrúa annarra norrænna ríkja á svæðinu. „Vonandi bara þarf þetta verkefni sjálfboðaliðana ekkert að halda lengi áfram. En á meðan það gerist ekki þá höldum við áfram,“ segir Gunnhildur að lokum. Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. 25. febrúar 2024 12:28 Sjálfboðaliðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa 12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni. 22. febrúar 2024 21:44 Íslenski listinn einstakur og krefjist sérstakrar skoðunar Vinna þriggja manna sendinefndar utanríkisráðuneytisins við að koma dvalarleyfishöfum með fjölskyldusameiningu frá Gaza tekur tíma og ómögulegt að segja hvenær henni lýkur. Ástæðan er sú að enginn íslenskur ríkisborgari er á lista íslenskra stjórnvalda. 21. febrúar 2024 11:12 Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða. 20. febrúar 2024 09:01 Diplómatarnir ræddu við sjálfboðaliðana um helgina Diplómatar í Egyptalandi á vegum utanríkisráðuneytisins höfðu um helgina samband við hóp sjálfboðaliða, sem hafa aðstoðað fólk út af Gasa. Sjálfboðaliðar eru á leið út til Kaíró til að halda verkefninu áfram. 19. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Fólkið er allt með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar og á því allt fjölskyldu hér á landi. Í hópnum er til dæmis faðir með þrjú börn. Þar af einn dreng sem særðist í árásum Ísraela. Þá eru þrjár mæður með eitt barn. Tvö þeirra eru eins árs á meðan það þriðja er þriggja ára langveik stúlka. „Hún er búin að vera án lyfja í langan tíma,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir, sjálfboðaliði og sálfræðingur, en hún lenti í morgun á Íslandi eftir að hafa verið í Kaíró á Egyptalandi til að aðstoða við flutning fólksins yfir landamærin frá Gasa. Meðlimir fimm fjölskyldna komu til landsins í dagVísir/Vilhelm Í góðu samstarfi við félagsmálaráðuneytið Hún segir að með þessum hópi hafi einnig verið einn eldri maður en að hann hafi ekki getað flogið með þeim vegna veikinda. Það standi vonir til þess að hann geti það seinna í vikunni. „Þau koma hingað í fylgd með IOM. Það er læknir sem fylgir þeim alla leið,“ segir Gunnhildur og að vinna sjálfboðaliðana í Egyptalandi hafi meira falist í því að koma þeim yfir landamærin. Eftir það taki IOM við þeim en stofnunin er með lista frá félagsmálaráðuneytinu um dvalarleyfishafa og aðstoðar fólkið hingað á grundvelli samnings við ráðuneytið. „Við erum búin að vera í góðu sambandi við félagsmálaráðuneytið,“ segir Gunnhildur og að hún eigi von á að ráðuneytið haldi áfram að aðstoða fólk við að koma hingað. Sjálfboðaliðarnir sem nú eru í Kaíró vinna nú að því að koma um 17 manns yfir landamærin og eiga þau von á því að það gerist á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Hvernig var að vera þarna úti? „Það var mjög mikil vinna,“ segir Gunnhildur og að vinna sjálfboðaliðana sé tvíþætt. Annars vegar taki þau á móti fólkinu sem kemur yfir og sjái þeim til dæmis fyrir hótelherbergi og einhverjum nauðsynjum. Hins vegar vinni þau svo að því að koma fleirum á lista hjá egypskum stjórnvöldum til að komast yfir landamærin. „Maður kemur dálítið uppgefinn heim en þetta var algerlega þess virði. Það var gott að vera í Kaíró og vel tekið á móti manni.“ Engar mútugreiðslur Spurð um vinnu sjálfboðaliðana og hvort að þau séu að múta til að koma fólki yfir landamærin segir Gunnhildur svo alls ekki vera. Það sé frekar á hinn veginn. Það sé allt gert þarna til að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt eigi sér stað þarna. „Við erum ekki að múta, nei. Þetta er bara skrifstofa á vegum egypskra stjórnvalda sem er fyrir fjölskyldur. Það eru þarna palestínskar fjölskyldur sem fara þangað og nýta þessa þjónustu. Við fáum kvittanir fyrir þessu öllu saman og það eru engar mútugreiðslur. En maður getur alveg viðurkennt að manni finnst skrítið að egypsk stjórnvöld séu að taka við þessum upphæðum. En þetta er allt uppi á borðum og engar mútugreiðslur sem hafa farið fram frá okkur.“ Vísir/Vilhelm Sérðu fyrir þér að fara aftur út? „Ég væri alveg til í það. En þetta er í sjálfboðavinnu og maður hefur ekki efni á að eyða bara í þetta. Maður þarf að vinna fyrir peningum líka. Ég hef ekki þegið eina krónu fyrir þetta af þessum söfnunarpening. Það á bara að fara í það að bjarga þessu fólki. En auðvitað, ef ég hefði efni á því, þá myndi ég fara aftur út,“ segir Gunnhildur. Hún segir að allir sem standi að þessu átaki voni að stjórnvöld taki við þessu verkefni og komi þeim yfir landamærin sem eru með dvalarleyfi. Eins og stendur eru þrír fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins staddir í Kaíró og vinna að því að koma dvalarleyfishöfum yfir landamærin í samráði við yfirvöld í Egyptalandi, Ísrael auk fulltrúa annarra norrænna ríkja á svæðinu. „Vonandi bara þarf þetta verkefni sjálfboðaliðana ekkert að halda lengi áfram. En á meðan það gerist ekki þá höldum við áfram,“ segir Gunnhildur að lokum. Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. 25. febrúar 2024 12:28 Sjálfboðaliðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa 12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni. 22. febrúar 2024 21:44 Íslenski listinn einstakur og krefjist sérstakrar skoðunar Vinna þriggja manna sendinefndar utanríkisráðuneytisins við að koma dvalarleyfishöfum með fjölskyldusameiningu frá Gaza tekur tíma og ómögulegt að segja hvenær henni lýkur. Ástæðan er sú að enginn íslenskur ríkisborgari er á lista íslenskra stjórnvalda. 21. febrúar 2024 11:12 Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða. 20. febrúar 2024 09:01 Diplómatarnir ræddu við sjálfboðaliðana um helgina Diplómatar í Egyptalandi á vegum utanríkisráðuneytisins höfðu um helgina samband við hóp sjálfboðaliða, sem hafa aðstoðað fólk út af Gasa. Sjálfboðaliðar eru á leið út til Kaíró til að halda verkefninu áfram. 19. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57
Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. 25. febrúar 2024 12:28
Sjálfboðaliðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa 12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni. 22. febrúar 2024 21:44
Íslenski listinn einstakur og krefjist sérstakrar skoðunar Vinna þriggja manna sendinefndar utanríkisráðuneytisins við að koma dvalarleyfishöfum með fjölskyldusameiningu frá Gaza tekur tíma og ómögulegt að segja hvenær henni lýkur. Ástæðan er sú að enginn íslenskur ríkisborgari er á lista íslenskra stjórnvalda. 21. febrúar 2024 11:12
Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða. 20. febrúar 2024 09:01
Diplómatarnir ræddu við sjálfboðaliðana um helgina Diplómatar í Egyptalandi á vegum utanríkisráðuneytisins höfðu um helgina samband við hóp sjálfboðaliða, sem hafa aðstoðað fólk út af Gasa. Sjálfboðaliðar eru á leið út til Kaíró til að halda verkefninu áfram. 19. febrúar 2024 12:01
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent