Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2024 21:00 Sædrekinn Dragon 12 dreginn út á Vestmannasund við Straumey. Hann hóf að framleiða raforku inn á færeyska landskerfið þann 9. febrúar síðastliðinn. Minesto Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um sædreka en svo nefnist tæki sem undanfarin ár hefur verið í þróun hjá sænska nýsköpunarfyrirtækinu Minesto. Drekinn Dragon 12 var sjósettur í bænum Vestmanna í Færeyjum fyrr í mánuðinum og minnir á flugvél en er í raun sjávarfallatúrbína upp á 1,2 megavött. Eftir að búið var að koma honum fyrir á Vestmannasundi við Straumey byrjaði hann strax að framleiða raforku inn á færeyska raforkukerfið enda ber stærsta eyja Færeyja nafn með rentu. Tilraunir með minni gerð sædreka, Dragon 4, hófust í Færeyjum sumarið 2022.Minesto Tilraunir sænska fyrirtækisins við Straumey hófust fyrir einu og hálfu ári þegar minni gerð sædreka, Dragon 4, upp á 100 kílóvött, var reyndur í samstarfi við opinbert raforkufélag færeysku sveitarfélaganna, SEV. Sædrekinn virkar þannig að hann er festur við sjávarbotninn með langri taug en látinn fljóta í kafi vel undir skipaumferð, jafnvel á fimmtíu metra dýpi. Í sjónum virkar hann eins og flugdreki og snýr sér á móti straumnum eftir því sem sjávarföllin breytast. Orka sjávarstraumsins snýr spaðanum, rétt eins og vatnsrennsli hverfli vatnsaflsvirkjunar, og raforka verður til. En ólíkt vindmyllum er sædrekinn ekki sýnilegur á yfirborði því hann er hafður á kafi í sjónum. Sædrekinn er festur við hafsbotninn með taug og virkar eins og flugdreki undir yfirborði sjávar.Minesto Svo vel hefur sædrekinn reynst að sænska fyrirtækið tilkynnti fyrir helgi að byrjað sé að undirbúa sjávarfallaorkulundi á sjö stöðum í Færeyjum með fjárfestingu upp á 400 milljónir evra, sem jafngildir um sextíu milljörðum íslenskra króna. Fáist tilskilin leyfi er gert ráð fyrir að samanlegt uppsett afl verði 200 megavött, en það samsvarar 40 prósentum af raforkuþörf Færeyinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2013 rituðu íslenskir og færeyskir ráðherrar undir viljayfirlýsingu um að efla samstarf frændþjóðanna á sviði orkumála þar sem meðal annars átti að kanna kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt: Færeyjar Orkumál Sjávarútvegur Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45 Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um sædreka en svo nefnist tæki sem undanfarin ár hefur verið í þróun hjá sænska nýsköpunarfyrirtækinu Minesto. Drekinn Dragon 12 var sjósettur í bænum Vestmanna í Færeyjum fyrr í mánuðinum og minnir á flugvél en er í raun sjávarfallatúrbína upp á 1,2 megavött. Eftir að búið var að koma honum fyrir á Vestmannasundi við Straumey byrjaði hann strax að framleiða raforku inn á færeyska raforkukerfið enda ber stærsta eyja Færeyja nafn með rentu. Tilraunir með minni gerð sædreka, Dragon 4, hófust í Færeyjum sumarið 2022.Minesto Tilraunir sænska fyrirtækisins við Straumey hófust fyrir einu og hálfu ári þegar minni gerð sædreka, Dragon 4, upp á 100 kílóvött, var reyndur í samstarfi við opinbert raforkufélag færeysku sveitarfélaganna, SEV. Sædrekinn virkar þannig að hann er festur við sjávarbotninn með langri taug en látinn fljóta í kafi vel undir skipaumferð, jafnvel á fimmtíu metra dýpi. Í sjónum virkar hann eins og flugdreki og snýr sér á móti straumnum eftir því sem sjávarföllin breytast. Orka sjávarstraumsins snýr spaðanum, rétt eins og vatnsrennsli hverfli vatnsaflsvirkjunar, og raforka verður til. En ólíkt vindmyllum er sædrekinn ekki sýnilegur á yfirborði því hann er hafður á kafi í sjónum. Sædrekinn er festur við hafsbotninn með taug og virkar eins og flugdreki undir yfirborði sjávar.Minesto Svo vel hefur sædrekinn reynst að sænska fyrirtækið tilkynnti fyrir helgi að byrjað sé að undirbúa sjávarfallaorkulundi á sjö stöðum í Færeyjum með fjárfestingu upp á 400 milljónir evra, sem jafngildir um sextíu milljörðum íslenskra króna. Fáist tilskilin leyfi er gert ráð fyrir að samanlegt uppsett afl verði 200 megavött, en það samsvarar 40 prósentum af raforkuþörf Færeyinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2013 rituðu íslenskir og færeyskir ráðherrar undir viljayfirlýsingu um að efla samstarf frændþjóðanna á sviði orkumála þar sem meðal annars átti að kanna kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt:
Færeyjar Orkumál Sjávarútvegur Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45 Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22
Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30
Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45
Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23