Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2024 21:00 Sædrekinn Dragon 12 dreginn út á Vestmannasund við Straumey. Hann hóf að framleiða raforku inn á færeyska landskerfið þann 9. febrúar síðastliðinn. Minesto Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um sædreka en svo nefnist tæki sem undanfarin ár hefur verið í þróun hjá sænska nýsköpunarfyrirtækinu Minesto. Drekinn Dragon 12 var sjósettur í bænum Vestmanna í Færeyjum fyrr í mánuðinum og minnir á flugvél en er í raun sjávarfallatúrbína upp á 1,2 megavött. Eftir að búið var að koma honum fyrir á Vestmannasundi við Straumey byrjaði hann strax að framleiða raforku inn á færeyska raforkukerfið enda ber stærsta eyja Færeyja nafn með rentu. Tilraunir með minni gerð sædreka, Dragon 4, hófust í Færeyjum sumarið 2022.Minesto Tilraunir sænska fyrirtækisins við Straumey hófust fyrir einu og hálfu ári þegar minni gerð sædreka, Dragon 4, upp á 100 kílóvött, var reyndur í samstarfi við opinbert raforkufélag færeysku sveitarfélaganna, SEV. Sædrekinn virkar þannig að hann er festur við sjávarbotninn með langri taug en látinn fljóta í kafi vel undir skipaumferð, jafnvel á fimmtíu metra dýpi. Í sjónum virkar hann eins og flugdreki og snýr sér á móti straumnum eftir því sem sjávarföllin breytast. Orka sjávarstraumsins snýr spaðanum, rétt eins og vatnsrennsli hverfli vatnsaflsvirkjunar, og raforka verður til. En ólíkt vindmyllum er sædrekinn ekki sýnilegur á yfirborði því hann er hafður á kafi í sjónum. Sædrekinn er festur við hafsbotninn með taug og virkar eins og flugdreki undir yfirborði sjávar.Minesto Svo vel hefur sædrekinn reynst að sænska fyrirtækið tilkynnti fyrir helgi að byrjað sé að undirbúa sjávarfallaorkulundi á sjö stöðum í Færeyjum með fjárfestingu upp á 400 milljónir evra, sem jafngildir um sextíu milljörðum íslenskra króna. Fáist tilskilin leyfi er gert ráð fyrir að samanlegt uppsett afl verði 200 megavött, en það samsvarar 40 prósentum af raforkuþörf Færeyinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2013 rituðu íslenskir og færeyskir ráðherrar undir viljayfirlýsingu um að efla samstarf frændþjóðanna á sviði orkumála þar sem meðal annars átti að kanna kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt: Færeyjar Orkumál Sjávarútvegur Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45 Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um sædreka en svo nefnist tæki sem undanfarin ár hefur verið í þróun hjá sænska nýsköpunarfyrirtækinu Minesto. Drekinn Dragon 12 var sjósettur í bænum Vestmanna í Færeyjum fyrr í mánuðinum og minnir á flugvél en er í raun sjávarfallatúrbína upp á 1,2 megavött. Eftir að búið var að koma honum fyrir á Vestmannasundi við Straumey byrjaði hann strax að framleiða raforku inn á færeyska raforkukerfið enda ber stærsta eyja Færeyja nafn með rentu. Tilraunir með minni gerð sædreka, Dragon 4, hófust í Færeyjum sumarið 2022.Minesto Tilraunir sænska fyrirtækisins við Straumey hófust fyrir einu og hálfu ári þegar minni gerð sædreka, Dragon 4, upp á 100 kílóvött, var reyndur í samstarfi við opinbert raforkufélag færeysku sveitarfélaganna, SEV. Sædrekinn virkar þannig að hann er festur við sjávarbotninn með langri taug en látinn fljóta í kafi vel undir skipaumferð, jafnvel á fimmtíu metra dýpi. Í sjónum virkar hann eins og flugdreki og snýr sér á móti straumnum eftir því sem sjávarföllin breytast. Orka sjávarstraumsins snýr spaðanum, rétt eins og vatnsrennsli hverfli vatnsaflsvirkjunar, og raforka verður til. En ólíkt vindmyllum er sædrekinn ekki sýnilegur á yfirborði því hann er hafður á kafi í sjónum. Sædrekinn er festur við hafsbotninn með taug og virkar eins og flugdreki undir yfirborði sjávar.Minesto Svo vel hefur sædrekinn reynst að sænska fyrirtækið tilkynnti fyrir helgi að byrjað sé að undirbúa sjávarfallaorkulundi á sjö stöðum í Færeyjum með fjárfestingu upp á 400 milljónir evra, sem jafngildir um sextíu milljörðum íslenskra króna. Fáist tilskilin leyfi er gert ráð fyrir að samanlegt uppsett afl verði 200 megavött, en það samsvarar 40 prósentum af raforkuþörf Færeyinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2013 rituðu íslenskir og færeyskir ráðherrar undir viljayfirlýsingu um að efla samstarf frændþjóðanna á sviði orkumála þar sem meðal annars átti að kanna kosti þess að leggja raforkusæstreng milli landanna, eins og fram kom í þessari frétt:
Færeyjar Orkumál Sjávarútvegur Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45 Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn. 18. desember 2022 22:22
Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30
Vill prófa hverflana í Hornafirði Sprotafyrirtækið Valorka þróar tækni sem á að virkja sjávarföll. Valdimar Össurarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vill prófa hverflana næsta sumar. 15. janúar 2014 07:45
Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31. janúar 2010 19:23