Glódís Perla: Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 07:32 Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar hefja leik klukkan 14.30 í dag. Vísir/Arnar Aðstöðuleysið á Ísland þýðir mjög furðulegur leiktími í dag fyrir gríðarlega mikilvægan leik íslenska kvennalandsliðsins í baráttunni um sæti á EM 2025. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, talaði ekkert undir rós á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær þegar hún var spurð út í þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið þarf að spila úrslitaleik um sæti í A-deildinni á gervigrasvelli og klukkan 14.30 um dag. Laugardalsvöllur er ekki leikfær og þá standast flóðljósin á Kópavogsvelli ekki kröfur UEFA. Þess vegna þarf annars vegar að spila leikinn á gervigrasinu í Kópavogi og birtuskilyrði á Íslandi í febrúar kalla á það að leikurinn er spilaður rétt eftir hádegi á virkum degi. Glódís Perla segir það synd að Ísland geti ekki boðið upp á betri aðstæður en raun ber vitni. „Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að standardinn sé ekki jafn hár kvennamegin og karlamegin. Að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður en ekki að kröfurnar séu þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís. Það hefur verið kallað lengi eftir nýjum þjóðarleikvangi og ár eftir ár hefur verið reynt að halda Laugardalsvellinum spilhæfum um miðjan vetur. Það var hins vegar ekki hægt að halda honum „á lífi" að þessu sinni. „Þetta er blanda af mörgu. Það væri ótrúlega gaman að geta spilað þennan leik fyrir framan fullan Laugardalsvöll og hafa þjóðina á bakinu. Auðvitað er það eitthvað sem myndi skipta okkur gríðarlega miklu máli," sagði Glódís. Það má hlusta á Glódísi frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Laugardalsvöllur Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, talaði ekkert undir rós á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær þegar hún var spurð út í þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið þarf að spila úrslitaleik um sæti í A-deildinni á gervigrasvelli og klukkan 14.30 um dag. Laugardalsvöllur er ekki leikfær og þá standast flóðljósin á Kópavogsvelli ekki kröfur UEFA. Þess vegna þarf annars vegar að spila leikinn á gervigrasinu í Kópavogi og birtuskilyrði á Íslandi í febrúar kalla á það að leikurinn er spilaður rétt eftir hádegi á virkum degi. Glódís Perla segir það synd að Ísland geti ekki boðið upp á betri aðstæður en raun ber vitni. „Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að standardinn sé ekki jafn hár kvennamegin og karlamegin. Að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður en ekki að kröfurnar séu þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís. Það hefur verið kallað lengi eftir nýjum þjóðarleikvangi og ár eftir ár hefur verið reynt að halda Laugardalsvellinum spilhæfum um miðjan vetur. Það var hins vegar ekki hægt að halda honum „á lífi" að þessu sinni. „Þetta er blanda af mörgu. Það væri ótrúlega gaman að geta spilað þennan leik fyrir framan fullan Laugardalsvöll og hafa þjóðina á bakinu. Auðvitað er það eitthvað sem myndi skipta okkur gríðarlega miklu máli," sagði Glódís. Það má hlusta á Glódísi frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Laugardalsvöllur Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira