Bryndís um sigurmarkið: „Vissi ekki hvað ég átti að gera við mig“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. febrúar 2024 18:08 Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið gegn Serbíu Vísir/Hulda Margrét Ísland vann 2-1 sigur gegn Serbíu og tryggði sér áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og var í skýjunum eftir leik. „Ég á ekki orð til að lýsa þessu. Mér líður ógeðslega vel og að hafa náð marki á þessum tíma var geggjað,“ sagði Bryndís og hélt áfram að segja frá sigurmarkinu sem var hennar fyrsta landsliðsmark. „Sveindís fékk boltann inn fyrir vörnina og ég hljóp eins hratt og ég gat til að komast framhjá varnarmanninum og síðan sá ég boltann i netinu og þá vissi ég ekki hvað ég átti að gera við mig.“ Ísland lenti undir í leiknum og Bryndísi fannst ýmislegt vanta upp á í marki gestanna. „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun þegar þær skoruðu. Mér fannst við svara vel og við vorum að skapa færi í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fannst mér góð orka í okkur.“ „Þegar við jöfnuðum þá þurftum við bara að bæta við einu marki til þess að klára þetta og mér fannst orkan vera með okkur og við náðum að klára þær.“ Bryndís var gríðarlega ánægð með að hafa klárað einvígið og þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið muni leika áfram í A-deild þjóðadeildar. „Þær voru sterkar og við vissum að þetta yrði erfitt einvígi. Fyrsti leikurinn var smá vonbrigði en við komum inn í þennan leik af krafti og gerðum það sem við þurftum til þess að klára þetta. Það var gríðarlega mikilvægt að halda sér í A-deild og við erum sáttar,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir ánægð með sigurinn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
„Ég á ekki orð til að lýsa þessu. Mér líður ógeðslega vel og að hafa náð marki á þessum tíma var geggjað,“ sagði Bryndís og hélt áfram að segja frá sigurmarkinu sem var hennar fyrsta landsliðsmark. „Sveindís fékk boltann inn fyrir vörnina og ég hljóp eins hratt og ég gat til að komast framhjá varnarmanninum og síðan sá ég boltann i netinu og þá vissi ég ekki hvað ég átti að gera við mig.“ Ísland lenti undir í leiknum og Bryndísi fannst ýmislegt vanta upp á í marki gestanna. „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun þegar þær skoruðu. Mér fannst við svara vel og við vorum að skapa færi í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fannst mér góð orka í okkur.“ „Þegar við jöfnuðum þá þurftum við bara að bæta við einu marki til þess að klára þetta og mér fannst orkan vera með okkur og við náðum að klára þær.“ Bryndís var gríðarlega ánægð með að hafa klárað einvígið og þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið muni leika áfram í A-deild þjóðadeildar. „Þær voru sterkar og við vissum að þetta yrði erfitt einvígi. Fyrsti leikurinn var smá vonbrigði en við komum inn í þennan leik af krafti og gerðum það sem við þurftum til þess að klára þetta. Það var gríðarlega mikilvægt að halda sér í A-deild og við erum sáttar,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir ánægð með sigurinn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira