Meistararnir í Chiefs gefa eiganda sínum falleinkunn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 14:31 Travis Kelce og félagar í Kansas City Chiefs eru ekki sáttir með eiganda félagsins. Getty/Luke Hales Kansas City Chiefs hefur unnið Ofurskálina tvö ár í röð en félagið kom engu að síður skelfilega út úr nýrri leikmannakönnun NFL-deildarinnar. Leikmenn úr öllum 32 liðunum svöruðu spurningum um félagið sitt hvað varðar aðstöðu, ferðalög, þjálfara, utanumhald, þjónustu við fjölskyldumeðlimi, matsalinn, æfingasalinn, styrktarþjálfara og allt mögulegt sem félagið ber ábyrgð á að sé í lagi. Alls var spurt út í ellefu þætti og alls tóku 1.700 leikmenn þátt í þessari árlegu könnun. Meistararnir í Chiefs enduðu með næstverstu einkunnina af öllum liðum deildarinnar. Það var aðeins Washington Commanders sem endaði neðar. JC Tretter, forseti leikmannasamtakanna, sagði leikmenn Chiefs vera mjög ósátta með aðgerðaleysi eiganda félagsins. Asked NFLPA president JC Tretter about Chiefs' NFLPA low grade (31st overall). He said team and specifically ownership did not follow through on its promises to players for a new locker room after 2022 season. Tretter said players were told that the Chiefs played too long in — Jesse Newell (@jessenewell) February 28, 2024 Hann sagði meðal annars að félagið hafi ekki staðið við loforð sitt um að taka búningsklefana í gegn en þeir eru komnir vel til ára sinn á Arrowhead leikvanginum. Leikvangurinn þarf almennt á uppfærslu að halda enda einn sá elsti í deildinni. Það var hins vegar ekki staðið við það loforð að taka búningsklefann í gegn og ástæðan sem var gefin var að liðið hafi farið of langt í úrslitakeppninni og því hafi ekki verið tími til að fara í framkvæmdir. „Ég held að það sé mikill pirringur í klefanum. Leikmennirnir segja: Við höldum áfram að vinna Super Bowl leiki en það skilar sér ekkert til okkar. Það er ekkert forgangi hvað varðar að gera líf okkar betra,“ hafði JC Tretter eftir leikmönnum Chiefs. Það skal þó tekið fram að ekki var þjálfaraeinkunnin að draga Chiefs liðið niður því Andy Reid þjálfari fékk hæstu einkunn af öllum þjálfurum. Bestu heildareinkunn liða frá leikmönnum fengu lið Miami Dolphins og Minnesota Vikings. Þau voru líka í efstu sætunum árið á undan en þá voru Víkingarnir aftur á móti í fyrsta sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Leikmenn úr öllum 32 liðunum svöruðu spurningum um félagið sitt hvað varðar aðstöðu, ferðalög, þjálfara, utanumhald, þjónustu við fjölskyldumeðlimi, matsalinn, æfingasalinn, styrktarþjálfara og allt mögulegt sem félagið ber ábyrgð á að sé í lagi. Alls var spurt út í ellefu þætti og alls tóku 1.700 leikmenn þátt í þessari árlegu könnun. Meistararnir í Chiefs enduðu með næstverstu einkunnina af öllum liðum deildarinnar. Það var aðeins Washington Commanders sem endaði neðar. JC Tretter, forseti leikmannasamtakanna, sagði leikmenn Chiefs vera mjög ósátta með aðgerðaleysi eiganda félagsins. Asked NFLPA president JC Tretter about Chiefs' NFLPA low grade (31st overall). He said team and specifically ownership did not follow through on its promises to players for a new locker room after 2022 season. Tretter said players were told that the Chiefs played too long in — Jesse Newell (@jessenewell) February 28, 2024 Hann sagði meðal annars að félagið hafi ekki staðið við loforð sitt um að taka búningsklefana í gegn en þeir eru komnir vel til ára sinn á Arrowhead leikvanginum. Leikvangurinn þarf almennt á uppfærslu að halda enda einn sá elsti í deildinni. Það var hins vegar ekki staðið við það loforð að taka búningsklefann í gegn og ástæðan sem var gefin var að liðið hafi farið of langt í úrslitakeppninni og því hafi ekki verið tími til að fara í framkvæmdir. „Ég held að það sé mikill pirringur í klefanum. Leikmennirnir segja: Við höldum áfram að vinna Super Bowl leiki en það skilar sér ekkert til okkar. Það er ekkert forgangi hvað varðar að gera líf okkar betra,“ hafði JC Tretter eftir leikmönnum Chiefs. Það skal þó tekið fram að ekki var þjálfaraeinkunnin að draga Chiefs liðið niður því Andy Reid þjálfari fékk hæstu einkunn af öllum þjálfurum. Bestu heildareinkunn liða frá leikmönnum fengu lið Miami Dolphins og Minnesota Vikings. Þau voru líka í efstu sætunum árið á undan en þá voru Víkingarnir aftur á móti í fyrsta sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti