Aldrei Rapyd, aldrei aftur Lára Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:31 Í gær skaut ísraelski herinn á Gaza á fólk sem stóð í röð og beið eftir að fá matargjöf. 112 voru drepin og 760 særð. Karlar, konur og börn. Þessi mikli fjöldi segir okkur að þetta var ekki slysaskot heldur skipulögð aftaka á vopnlausu fólki sem búið er að svelta. Nokkur börn hafa þegar dáið úr hungri og vannæringu. Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd sem er með útibú á Íslandi styður ísrelska herinn bæði í orði og í verki. Rapyd hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við ísraelska herinn á Gaza en tekur líka beinan þátt í stríðsrekstrinum með stríðsstofu (war-room) sem fyrirtækið setti á stofn til að hjálpa ísraelska hernum. Íslenska hugvitið sem Rapyd stærir sig af í auglýsingum sínum er nú notað til að hjálpa ísraelska hernum við að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þess vegna viljum við ekki eiga nein viðskipti við Rapyd. Aldrei nokkurn tímann. Tala látinna á Gaza er komin yfir 30 þúsund og flest þeirra eru börn. Særðir eru yfir 70 þúsund. Ísraelski herinn hefur sprengt alla innviði, hverju nafni sem þeir nefnast, skóla, sjúkrahús, vatnsveitur, rafmagnsveitur, moskur, söfn, barnaheimili og flest íbúðarhús. Ísraelskir hermenn pósta myndböndum af sér við að ræna öllu verðmætu á mannlausum heimilum á Gaza og eyðileggja allt þar inni. Skellihlæjandi. Rapyd hlær líka á leið í bankann því fyrirtækið er með milljarða samning við íslenska ríkið um færsluhirðingu ríkisstofnana. Það eru engin siðferðileg viðmið hjá Ríkiskaupum. Engin. En við getum neitað að borga með korti á sjúkrahúsum, hjá sýslumönnum og í skólum. Borgað í staðinn með reiðufé eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig Rapyd. Mörg íslensk fyrirtæki hafa hætt viðskiptum við Rapyd því þau vilja ekki skipta við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði. Listi yfir fyrirtæki sem skipta og skipta ekki við Rapyd er á hirdir.is. Mörg okkar getum ekki hugsað okkur að senda Rapyd peningana okkar. Við viljum ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Aldrei aftur. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Sjá meira
Í gær skaut ísraelski herinn á Gaza á fólk sem stóð í röð og beið eftir að fá matargjöf. 112 voru drepin og 760 særð. Karlar, konur og börn. Þessi mikli fjöldi segir okkur að þetta var ekki slysaskot heldur skipulögð aftaka á vopnlausu fólki sem búið er að svelta. Nokkur börn hafa þegar dáið úr hungri og vannæringu. Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd sem er með útibú á Íslandi styður ísrelska herinn bæði í orði og í verki. Rapyd hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við ísraelska herinn á Gaza en tekur líka beinan þátt í stríðsrekstrinum með stríðsstofu (war-room) sem fyrirtækið setti á stofn til að hjálpa ísraelska hernum. Íslenska hugvitið sem Rapyd stærir sig af í auglýsingum sínum er nú notað til að hjálpa ísraelska hernum við að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þess vegna viljum við ekki eiga nein viðskipti við Rapyd. Aldrei nokkurn tímann. Tala látinna á Gaza er komin yfir 30 þúsund og flest þeirra eru börn. Særðir eru yfir 70 þúsund. Ísraelski herinn hefur sprengt alla innviði, hverju nafni sem þeir nefnast, skóla, sjúkrahús, vatnsveitur, rafmagnsveitur, moskur, söfn, barnaheimili og flest íbúðarhús. Ísraelskir hermenn pósta myndböndum af sér við að ræna öllu verðmætu á mannlausum heimilum á Gaza og eyðileggja allt þar inni. Skellihlæjandi. Rapyd hlær líka á leið í bankann því fyrirtækið er með milljarða samning við íslenska ríkið um færsluhirðingu ríkisstofnana. Það eru engin siðferðileg viðmið hjá Ríkiskaupum. Engin. En við getum neitað að borga með korti á sjúkrahúsum, hjá sýslumönnum og í skólum. Borgað í staðinn með reiðufé eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig Rapyd. Mörg íslensk fyrirtæki hafa hætt viðskiptum við Rapyd því þau vilja ekki skipta við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði. Listi yfir fyrirtæki sem skipta og skipta ekki við Rapyd er á hirdir.is. Mörg okkar getum ekki hugsað okkur að senda Rapyd peningana okkar. Við viljum ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Aldrei aftur. Höfundur er grunnskólakennari.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun