Vinstri græn næðu ekki inn á þing Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. mars 2024 19:37 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, er vafalaust ekki sátt með fylgi flokksins í könnunum. Vísir/Arnar Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í frétt Rúv um Þjóðarpúls Gallúp sem unnin var 1. til 29. febrúar. Fylgi VG hefur dalað jafnt og þétt frá síðustu Alþingkosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent. Hann mælist núna í fyrsta sinn undir fimm prósentum sem er skilyrði fyrir því að flokkar fái uppbótarþingmann. Þar að auki mælist flokkurinn heldur ekki með kjördæmakjörinn þingmann og myndi því þurrkast af þingi ef útkoman yrði þessi. Flokkurinn hefur ekki mælst jafn illa í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Vinstri græn mældust með 5,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði síðan sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Hægri flokkarnir bæta við sig og Samfylking missir fylgi VG er ekki eini flokkurinn sem missir fylgi frá síðasta Þjóðarpúlsi. Samfylkingin mælist áfram með mest fylgi en fer úr 30,6 prósentum í síðasta Þjóðarpúlsi í 28,2 prósent núna. Það er svipað mikið og flokkurinn mældist með fyrir um mánuði síðan. Það er ekki ólíklegt að þar spili inn í fréttaflutningur og mikið umtal um meinta stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum í kjölfar ummæla sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lét falla 19. febrúar síðastliðinn. Flokkarnir tveir sem eru lengst til hægri á pólitíska ásnum, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, bæta nokkuð við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 18,2 prósentum í 19,9 prósent en Miðflokkurinn fer úr 10,9 prósentum í 12,8 prósent. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá febrúar 2020. Fylgi annarra flokka breytist lítið og er eftirfarandi (fylgi í kosningum 2021 er innan sviga): Samfylkingin: 28,2 prósent (9,9 prósent) Sjálfstæðisflokkurinn: 19,9 prósent (24,4 prósent) Miðflokkurinn: 12,8 prósent (5,5 prósent) Framsókn: 8,8 prósent (17,3 prósent) Píratar: 8,0 prósent (8,6 prósent) Viðreisn: 7,5 prósent (8,3 prósent) Flokkur fólksins: 6,8 prósent (8,9 prósent) Vinstri græn: 4,7 prósent (12,6 prósent) Sósíalistaflokkurinn: 3,5 prósent (4,1 prósent) Samkvæmt frétt Rúv voru 9.964 í heildarúrtaki Þjóðarpúlsins og var þátttökuhlutfallið 48,1 prósent. Könnunin var unnin á netinu 1. til 29. febrúar. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,6 til 1,5 prósent. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09 Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Rúv um Þjóðarpúls Gallúp sem unnin var 1. til 29. febrúar. Fylgi VG hefur dalað jafnt og þétt frá síðustu Alþingkosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent. Hann mælist núna í fyrsta sinn undir fimm prósentum sem er skilyrði fyrir því að flokkar fái uppbótarþingmann. Þar að auki mælist flokkurinn heldur ekki með kjördæmakjörinn þingmann og myndi því þurrkast af þingi ef útkoman yrði þessi. Flokkurinn hefur ekki mælst jafn illa í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Vinstri græn mældust með 5,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði síðan sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Hægri flokkarnir bæta við sig og Samfylking missir fylgi VG er ekki eini flokkurinn sem missir fylgi frá síðasta Þjóðarpúlsi. Samfylkingin mælist áfram með mest fylgi en fer úr 30,6 prósentum í síðasta Þjóðarpúlsi í 28,2 prósent núna. Það er svipað mikið og flokkurinn mældist með fyrir um mánuði síðan. Það er ekki ólíklegt að þar spili inn í fréttaflutningur og mikið umtal um meinta stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum í kjölfar ummæla sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lét falla 19. febrúar síðastliðinn. Flokkarnir tveir sem eru lengst til hægri á pólitíska ásnum, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, bæta nokkuð við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 18,2 prósentum í 19,9 prósent en Miðflokkurinn fer úr 10,9 prósentum í 12,8 prósent. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá febrúar 2020. Fylgi annarra flokka breytist lítið og er eftirfarandi (fylgi í kosningum 2021 er innan sviga): Samfylkingin: 28,2 prósent (9,9 prósent) Sjálfstæðisflokkurinn: 19,9 prósent (24,4 prósent) Miðflokkurinn: 12,8 prósent (5,5 prósent) Framsókn: 8,8 prósent (17,3 prósent) Píratar: 8,0 prósent (8,6 prósent) Viðreisn: 7,5 prósent (8,3 prósent) Flokkur fólksins: 6,8 prósent (8,9 prósent) Vinstri græn: 4,7 prósent (12,6 prósent) Sósíalistaflokkurinn: 3,5 prósent (4,1 prósent) Samkvæmt frétt Rúv voru 9.964 í heildarúrtaki Þjóðarpúlsins og var þátttökuhlutfallið 48,1 prósent. Könnunin var unnin á netinu 1. til 29. febrúar. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,6 til 1,5 prósent.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09 Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09
Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39