Nemendur geti nú skráð sig í nám við Bifröst óháð fjárhag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2024 12:10 Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í gær. Bifröst Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður skólagjöld í Háskólanum á Bifröst. Rektorinn segir mikilvægt að nemendur geti valið sér nám óháð fjárhag, en fullt meistaranám við skólann hefur kostað hálfa milljón. Í síðasta mánuði tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að sjálfstætt starfandi háskólum yrði boðið að fá óskert frjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Listaháskóli Íslands tilkynnti samdægurs um niðurfellingu gjalda frá og með næsta hausti, en nú hefur Háskólinn á Bifröst bæst í hópinn. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor á Bifröst, segir um vatnaskil að ræða. „Því nú geta nemendur, óháð fjárhag, skráð sig í nám við háskólann á Bifröst, og við kennum margar námsgreinar sem eru ekki kenndar í öðrum háskólum á Íslandi,“ segir Margrét. Mikilvægt sé að geta valið sér háskólanám óháð fjárhag, en hingað til hafa nemendur í fullu meistaranámi greitt tæplega hálfa milljón króna á hverju misseri. „Háskólinn á Bifröst hefur verið í fararbroddi í fjarnámi á Íslandi og það þýðir að fólk, óháð búsetu eða aðstöðu í lífinu, hvort það er barnalán eða vinna, þá getur fólk núna skráð sig í háskólanám hjá okkur, án þess að þurfa að borga skólagjöld.“ Líkt og áður sagði tilkynntu stjórnendur Listaháskóla Íslands samdægurs að skólagjöld yrðu afnumin. Skólarnir eru ekki í sama reikniflokki, og því áhættusamara fyrir Bifröst að slá til. „Við þurfum að innrita 300 nemendur í haust, til þess að þetta gangi upp. En við vitum líka að háskólanemar munu greiða atkvæði með fótunum. Við vildum bara reikna dæmið mjög vel og vera þess fullviss að þetta myndi ganga upp. En við tökum áhættu sem er skemmtileg, því við vitum að skólinn mun fyllast.“ Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Í síðasta mánuði tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að sjálfstætt starfandi háskólum yrði boðið að fá óskert frjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Listaháskóli Íslands tilkynnti samdægurs um niðurfellingu gjalda frá og með næsta hausti, en nú hefur Háskólinn á Bifröst bæst í hópinn. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor á Bifröst, segir um vatnaskil að ræða. „Því nú geta nemendur, óháð fjárhag, skráð sig í nám við háskólann á Bifröst, og við kennum margar námsgreinar sem eru ekki kenndar í öðrum háskólum á Íslandi,“ segir Margrét. Mikilvægt sé að geta valið sér háskólanám óháð fjárhag, en hingað til hafa nemendur í fullu meistaranámi greitt tæplega hálfa milljón króna á hverju misseri. „Háskólinn á Bifröst hefur verið í fararbroddi í fjarnámi á Íslandi og það þýðir að fólk, óháð búsetu eða aðstöðu í lífinu, hvort það er barnalán eða vinna, þá getur fólk núna skráð sig í háskólanám hjá okkur, án þess að þurfa að borga skólagjöld.“ Líkt og áður sagði tilkynntu stjórnendur Listaháskóla Íslands samdægurs að skólagjöld yrðu afnumin. Skólarnir eru ekki í sama reikniflokki, og því áhættusamara fyrir Bifröst að slá til. „Við þurfum að innrita 300 nemendur í haust, til þess að þetta gangi upp. En við vitum líka að háskólanemar munu greiða atkvæði með fótunum. Við vildum bara reikna dæmið mjög vel og vera þess fullviss að þetta myndi ganga upp. En við tökum áhættu sem er skemmtileg, því við vitum að skólinn mun fyllast.“
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira