Ný nálgun á húsnæðismál Arnþór Sigurðsson skrifar 2. mars 2024 15:00 Húsnæði fyrir alla. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu hljóma? Hugsunin er falleg enda er húsnæði mannréttindamál. Hver einstaklingur á rétt á að hafa þak yfir höfuðið. Húsnæði sem byggt er getur staðið í 100 ár og jafnvel lengur ef vel er byggt og eigninni vel við haldið. Það er hinsvegar staðreynd að fólk skiptir um húsnæði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir ævina. Ýmsar ástæður geta valdið því að skipt erum húsnæði. Fjölskyldur stækka eða minnka, tekjur breytast og þá getur orðið breyting á, t.d. þörf á breyttri húsnæðisstærð. Í upphafi við kaup á húsnæði þarf að fjármagna kaupin að fullu. Þrátt fyrir að eignahluturinn sé ekki meiri en 20% þarf skuldbindingin að vera 100%. Þessi skuldbinding veldur því að stór hluti fólks getur ekki tekið á sig þessa skuldbindingu vegna of lágra tekna. Húsnæði er dýrt og það er þungur baggi að fjármagna húsnæði sem er ætlað að standa í 100 ár. Skuldbindingin er mikil og lítið má út af bera á erfiðum tímum. Þessi útfærsla á húsnæðisviðskiptum er afskaplega óhagstæð fyrir venjulegt fólk og ómöguleg fyrir tekjuminna fólk. Það er ákveðin skekkja í því falin að ætla fólki að skuldbinda sig fyrir lífstíð við kaup á húsnæði. Það er mikil þörf á því að breyta þessu, og koma með nýja nálgun í þessum málum. Til þess þarf breytta hugsun í fjármögnun húsnæðis. Það er vel hægt. Okkar ágæta lífeyrissjóðakerfi þarf örugga ávöxtun og það má deila um hvort að farið sé bestu leiðir í ávöxtun sjóðanna í dag. Fjárfestingar í óstöðugum rekstri skila ekki alltaf ávöxtun. Öruggasta ávöxtunin er án efa lán til einstaklinga til húsnæðiskaupa. Þar eru öruggar tryggingar í húsnæðinu sjálfu og má segja að lífeyrissjóðirnir séu með belti og axlabönd. Það mætti fara aðra leið í ávöxtun lífeyrissjóðanna. Við kaup einstaklinga á húsnæði tæki lífeyrissjóðurinn þátt í kaupunum, einstaklingur eða fjölskylda kaupir 50% sem hann fær að láni hjá lífeyrisjóðum en lífeyrissjóðurinn kaupir 50% í eigninni. Einstaklingurinn eða fjölskyldan getur líka lagt fram eigið fé til kaupanna ef það er til og lækkar þá greiðslubyrðina, og bera ábyrgðina á að reka og viðhalda húsnæðinu. Lífeyrissjóðurinn er aðeins 50% eigandi. Þegar fjölskyldan vill selja þá er í raun sala á 50% eignarinnar en lífeyrissjóðurinn heldur sínum hlut áfram. Á einhverjum tímapunkti getur lífeyrissjóðurinn selt sinn hlut og leyst þannig út fjárfestinguna sína. Einstaklingurinn eða fjölskyldan greiðir því aðeins 50% af fjármögnun eignarinnar, sem er mun viðráðanlegra heldur en boðið er upp á í dag. Það er staðreynd að húsnæði er örugg fjárfesting og lífeyrissjóðirnir taka ekki áhættu á því að vera meðeigendur í húsnæði og fá sína ávöxtun í gegnum söluna. Hitt er svo eðlilegra að fólk sem dvelur í skemmri tíma í húsæði þarf ekki að fjármagna eign að fullu sem er þungur baggi. Þarna gætu farið saman hagsmunir lífeyrissjóða og þeirra sem velja að eiga helming í húsnæði á móti lífeyrissjóðnum. Hér er um hugarfarsbreytingu að ræða. Húsnæðismál eru í afskaplega slæmum farvegi og má segja að hér ríki einokunarstefna. Fólk er upp á byggingaverktaka komið með framboð á húsnæði. Henti þeim ekki að byggja, þá verður einfaldlega skortur á húsnæði sem hefur verið staðan í mörg ár. Með nýrri hugsun og nýjum nálgunum má losa almenning undan þessu ofríki byggingaverktaka á húsnæðisframboði. Með nýju kerfi væri eðlilegt að byggt væri nýtt húsnæði en eldra húsnæði væri ekki tekið inn í þessa mynd. Þannig myndi þetta nýja kerfi ekki valda spennu á húsnæðisverði. Það þyrfti að byggja mikið og áætlun þyrfti að vera um byggingu á húsnæði til margar ára til þess að tryggja gott framboð á slíku húsnæði sem verður án efa eftirsótt. Hér er ekki hugsunin að gefa eða rýra ávöxtun lífeyrissjóðanna, heldur að gefa fólki tækifæri á því að búa við öryggi í húsnæðismálum og jafnframt að bjóða lífeyrissjóðunum örugga langtímafjárfestingu. Höfundur er félagi í VR og í frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Húsnæði fyrir alla. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu hljóma? Hugsunin er falleg enda er húsnæði mannréttindamál. Hver einstaklingur á rétt á að hafa þak yfir höfuðið. Húsnæði sem byggt er getur staðið í 100 ár og jafnvel lengur ef vel er byggt og eigninni vel við haldið. Það er hinsvegar staðreynd að fólk skiptir um húsnæði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir ævina. Ýmsar ástæður geta valdið því að skipt erum húsnæði. Fjölskyldur stækka eða minnka, tekjur breytast og þá getur orðið breyting á, t.d. þörf á breyttri húsnæðisstærð. Í upphafi við kaup á húsnæði þarf að fjármagna kaupin að fullu. Þrátt fyrir að eignahluturinn sé ekki meiri en 20% þarf skuldbindingin að vera 100%. Þessi skuldbinding veldur því að stór hluti fólks getur ekki tekið á sig þessa skuldbindingu vegna of lágra tekna. Húsnæði er dýrt og það er þungur baggi að fjármagna húsnæði sem er ætlað að standa í 100 ár. Skuldbindingin er mikil og lítið má út af bera á erfiðum tímum. Þessi útfærsla á húsnæðisviðskiptum er afskaplega óhagstæð fyrir venjulegt fólk og ómöguleg fyrir tekjuminna fólk. Það er ákveðin skekkja í því falin að ætla fólki að skuldbinda sig fyrir lífstíð við kaup á húsnæði. Það er mikil þörf á því að breyta þessu, og koma með nýja nálgun í þessum málum. Til þess þarf breytta hugsun í fjármögnun húsnæðis. Það er vel hægt. Okkar ágæta lífeyrissjóðakerfi þarf örugga ávöxtun og það má deila um hvort að farið sé bestu leiðir í ávöxtun sjóðanna í dag. Fjárfestingar í óstöðugum rekstri skila ekki alltaf ávöxtun. Öruggasta ávöxtunin er án efa lán til einstaklinga til húsnæðiskaupa. Þar eru öruggar tryggingar í húsnæðinu sjálfu og má segja að lífeyrissjóðirnir séu með belti og axlabönd. Það mætti fara aðra leið í ávöxtun lífeyrissjóðanna. Við kaup einstaklinga á húsnæði tæki lífeyrissjóðurinn þátt í kaupunum, einstaklingur eða fjölskylda kaupir 50% sem hann fær að láni hjá lífeyrisjóðum en lífeyrissjóðurinn kaupir 50% í eigninni. Einstaklingurinn eða fjölskyldan getur líka lagt fram eigið fé til kaupanna ef það er til og lækkar þá greiðslubyrðina, og bera ábyrgðina á að reka og viðhalda húsnæðinu. Lífeyrissjóðurinn er aðeins 50% eigandi. Þegar fjölskyldan vill selja þá er í raun sala á 50% eignarinnar en lífeyrissjóðurinn heldur sínum hlut áfram. Á einhverjum tímapunkti getur lífeyrissjóðurinn selt sinn hlut og leyst þannig út fjárfestinguna sína. Einstaklingurinn eða fjölskyldan greiðir því aðeins 50% af fjármögnun eignarinnar, sem er mun viðráðanlegra heldur en boðið er upp á í dag. Það er staðreynd að húsnæði er örugg fjárfesting og lífeyrissjóðirnir taka ekki áhættu á því að vera meðeigendur í húsnæði og fá sína ávöxtun í gegnum söluna. Hitt er svo eðlilegra að fólk sem dvelur í skemmri tíma í húsæði þarf ekki að fjármagna eign að fullu sem er þungur baggi. Þarna gætu farið saman hagsmunir lífeyrissjóða og þeirra sem velja að eiga helming í húsnæði á móti lífeyrissjóðnum. Hér er um hugarfarsbreytingu að ræða. Húsnæðismál eru í afskaplega slæmum farvegi og má segja að hér ríki einokunarstefna. Fólk er upp á byggingaverktaka komið með framboð á húsnæði. Henti þeim ekki að byggja, þá verður einfaldlega skortur á húsnæði sem hefur verið staðan í mörg ár. Með nýrri hugsun og nýjum nálgunum má losa almenning undan þessu ofríki byggingaverktaka á húsnæðisframboði. Með nýju kerfi væri eðlilegt að byggt væri nýtt húsnæði en eldra húsnæði væri ekki tekið inn í þessa mynd. Þannig myndi þetta nýja kerfi ekki valda spennu á húsnæðisverði. Það þyrfti að byggja mikið og áætlun þyrfti að vera um byggingu á húsnæði til margar ára til þess að tryggja gott framboð á slíku húsnæði sem verður án efa eftirsótt. Hér er ekki hugsunin að gefa eða rýra ávöxtun lífeyrissjóðanna, heldur að gefa fólki tækifæri á því að búa við öryggi í húsnæðismálum og jafnframt að bjóða lífeyrissjóðunum örugga langtímafjárfestingu. Höfundur er félagi í VR og í frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun