Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frábær upphitun“ Aron Guðmundsson skrifar 3. mars 2024 10:00 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi en önnur þáttaröð hefst á Stöð 2 Sport klukkan átta í kvöld. Í þáttunum er skyggnst á bak við tjöldin í undírbúningi liða fyrir keppni í Bestu deildinni í fótbolta. Vísir Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þáttaröð Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Þættirnir eru í umsjón Baldurs Sigurðssonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bakvið tjöldin í undirbúninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta. „Þessir þættir snúast um að gefa áhorfendum innsýn í það hvað liðin í efstu deild eru að gera á veturna á þessu lengsta undirbúningstímabili í heimi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „Mig langaði bara til þess að sýna fólki, því ég er nú fyrrverandi leikmaður og ekkert langt síðan að ég hætti, hvað leikmenn og þjálfarar eru að leggja mikið á sig fyrir þetta mót sem allt snýst um. Þarna eru leikmenn að koma sér í form, æft í allskonar veðrum við margbreytilegar aðstæður. Við kíkjum meðal annars á nýliðana í Bestu deild karla, ÍA og Vestra. Það verður áhugaverður þáttur þegar að við kíkjum vestur til Ísafjarðar og kíkja nánar á undirbúningstímabilið hjá Vestra. Þar sjáum við í raun hver aðstaða liðsins til æfinga, sem hefur verið mikið í umræðunni, er.“ Rauði þráðurinn felst í viðtölum Þættirnir, sem eru hver um sig í kringum fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu sunnudagskvöld fram að móti og í þessari annarri þáttaröð verða lið á borð við Val, Stjörnuna, Vestra, ÍA, FRAM og HK heimsótt. Fyrsti þáttur er um undirbúningstímabil Stjörnunnar. „Við erum að fara sjá ungt og spennandi lið sem er með ungan en einnig spennandi og öðruvísi þjálfara,“ segir Baldur um lið Stjörnunnar sem verður skoðað nánar í fyrsta þætti. „Rauði þráðurinn í þáttunum eru viðtölin sem ég tek, bæði við leikmenn sem og þjálfara. Við sjáum leikmenn líka í öðru umhverfi utan fótboltavallarins. Það eru mjög áhugaverðir tímar í gangi hjá Stjörnunni og spennandi að sjá hvernig þeir ætla að tækla sumarið hafandi verið að selja út marga af bestu og efnilegustu leikmönnum sínum.“ Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Kitlar enn Sjálfur á Baldur glæstan knattspyrnuferil að baki, titla og 264 leiki í efstu deild. Hann þekkir því vel umhverfið í kringum fótboltann og þó svo að skórnir séu komnir upp á hilluna kitlar þessi þáttagerð fótboltamanninn í honum. „Fókusinn hjá mér í þessari seríu snýr kannski aðeins meira að þjálfurum liðanna og gaman að sjá hvernig þeir eru að hugsa þetta. En hvort að þetta kitli ekki, jú klárlega. Um leið og maður kemur inn í klefann, um leið og maður kemur inn á völlinn, þá hugsar maður alltaf með sjálfum sér af hverju maður sé eiginlega hættur. “ Aðspurður við hverju áhorfendur mega búast, segir Baldur að um frábæra upphitun sé að ræða fyrir Bestu deildina sem hefst í upphafi næsta mánaðar. „Mér finnst þetta frábær upphitun fyrir Bestu deildina sem hefst 6.apríl næstkomandi. Við endum einmitt þáttaröðina á tveimur þáttum um páskana, föstudaginn langa og páskadag. Á þeim tímapunkti verðum við búin að skyggnast á bak við tjöldin í undirbúningi sex liða í Bestu deildinni, sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn og hvernig liðin hafa verið að æfa. Þannig að ég hvet öll til þess að stilla inn á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum næstu vikna og kíkja á þættina.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Þessir þættir snúast um að gefa áhorfendum innsýn í það hvað liðin í efstu deild eru að gera á veturna á þessu lengsta undirbúningstímabili í heimi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „Mig langaði bara til þess að sýna fólki, því ég er nú fyrrverandi leikmaður og ekkert langt síðan að ég hætti, hvað leikmenn og þjálfarar eru að leggja mikið á sig fyrir þetta mót sem allt snýst um. Þarna eru leikmenn að koma sér í form, æft í allskonar veðrum við margbreytilegar aðstæður. Við kíkjum meðal annars á nýliðana í Bestu deild karla, ÍA og Vestra. Það verður áhugaverður þáttur þegar að við kíkjum vestur til Ísafjarðar og kíkja nánar á undirbúningstímabilið hjá Vestra. Þar sjáum við í raun hver aðstaða liðsins til æfinga, sem hefur verið mikið í umræðunni, er.“ Rauði þráðurinn felst í viðtölum Þættirnir, sem eru hver um sig í kringum fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu sunnudagskvöld fram að móti og í þessari annarri þáttaröð verða lið á borð við Val, Stjörnuna, Vestra, ÍA, FRAM og HK heimsótt. Fyrsti þáttur er um undirbúningstímabil Stjörnunnar. „Við erum að fara sjá ungt og spennandi lið sem er með ungan en einnig spennandi og öðruvísi þjálfara,“ segir Baldur um lið Stjörnunnar sem verður skoðað nánar í fyrsta þætti. „Rauði þráðurinn í þáttunum eru viðtölin sem ég tek, bæði við leikmenn sem og þjálfara. Við sjáum leikmenn líka í öðru umhverfi utan fótboltavallarins. Það eru mjög áhugaverðir tímar í gangi hjá Stjörnunni og spennandi að sjá hvernig þeir ætla að tækla sumarið hafandi verið að selja út marga af bestu og efnilegustu leikmönnum sínum.“ Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Kitlar enn Sjálfur á Baldur glæstan knattspyrnuferil að baki, titla og 264 leiki í efstu deild. Hann þekkir því vel umhverfið í kringum fótboltann og þó svo að skórnir séu komnir upp á hilluna kitlar þessi þáttagerð fótboltamanninn í honum. „Fókusinn hjá mér í þessari seríu snýr kannski aðeins meira að þjálfurum liðanna og gaman að sjá hvernig þeir eru að hugsa þetta. En hvort að þetta kitli ekki, jú klárlega. Um leið og maður kemur inn í klefann, um leið og maður kemur inn á völlinn, þá hugsar maður alltaf með sjálfum sér af hverju maður sé eiginlega hættur. “ Aðspurður við hverju áhorfendur mega búast, segir Baldur að um frábæra upphitun sé að ræða fyrir Bestu deildina sem hefst í upphafi næsta mánaðar. „Mér finnst þetta frábær upphitun fyrir Bestu deildina sem hefst 6.apríl næstkomandi. Við endum einmitt þáttaröðina á tveimur þáttum um páskana, föstudaginn langa og páskadag. Á þeim tímapunkti verðum við búin að skyggnast á bak við tjöldin í undirbúningi sex liða í Bestu deildinni, sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn og hvernig liðin hafa verið að æfa. Þannig að ég hvet öll til þess að stilla inn á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum næstu vikna og kíkja á þættina.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti