Fundurinn fer fram næstkomandi fimmtudag, 7.mars klukkan 9-12. Fundurinn er skiplagður í samvinnu við bæjaryfirvöld Grindavíkur.
„Áhersla verður lögð á að skapa vettvang sem er á forsendum barnanna sjálfra þar sem þau fá að ráða þeim málefnum sem rædd verða,“ segir á vef Grindavíkurbæjar.
„Börnin koma til með að vinna saman að skilaboðum til ríkisstjórnarinnar og mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpa fundinn undir lok hans. Embætti umboðsmanns barna mun fylgja þeim skilaboðum eftir við stjórnvöld.“
Veitingar, skemmtiatriði og góðar umræður
Boðið verður upp á rútuferðir á fundinn. Þau börn sem búa í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Selfossi og eru ekki í safnskólanum geta fengið far með þeim rútum sem aka nemendum í safnskólann á morgnana.

Boðið verður uppá þátttöku barna á netinu fyrir þau sem ekki komast í Laugardalshöll en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram.
Boðið verður upp á veitingar og verða félagarnir Gunni og Felix með skemmtiatriði. Nánari dagskrá verður send út til þátttakenda um leið og hún liggur fyrir.