Árinni kennir illur ræðari Oddur Steinarsson skrifar 4. mars 2024 12:30 Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Þessi umræðuhefð er orðin verulega þreytt þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og mönnun heimilislækna. Hún einkennist af upphrópunum fremur en staðreyndum og hafa ófáir stjórmálamenn talið almenningi trú um að það sé varasamt að leyfa heimilislæknum/heilsugæslum að starfa sjálfstætt hér. Hvað varðar þetta þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001. Það var vinstri stjórn Jens Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum á landsvísu leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna í Noregi. Það skarð er í dag að mestu fyllt og 95% Norðmanna hafa fastan heimilislækni í dag meðan innan við 50% Íslendinga hafa skráðan heimilislækni. Það hefði verið óskandi að VG og samstarfsflokkar þeirra hefðu komið á svipuðu kerfi á landsvísu meðan þau réðu heilbrigðismálum. Þá væru væntanlega fleiri Akureyringar og aðrir landsmenn með fastan heimilislækni. Ekki hefur borið á umræðu um að þetta hafi grafið undan heilbrigðiskerfinu í Noregi undanfarna áratugi. Þvert á móti sýndi nýleg rannsókn að sá hópur Norðmanna, sem hefur haft sama heimilislækni lengi var með um 30% lægri komu- og innlagnartíðni á sjúkrahús. Benda má einnig á í þessu samhengi að sjúkraþjálfarar og tannlæknar hafa starfað sjálfstætt á Íslandi í áratugi. Ekki hefur það grafið undan þjónustu þeirra heilbrigðisstétta. En þegar kemur að læknum þá er viðhorfið annað og lýsti það sér meðal annars í 5 ára samningsleysi sérfræðilækna þar til á síðasta ári. Við inleiddum heilsugæslukerfi að sænskri fyrirmynd 2017. Kerfið sem er til fyrirmyndar hér er hið sænska „Vårdvalsmodel“. Lykilatriði í því eru meðal annars svokölluð ,,fri etablering”, þar sem þjónustuaðilar geta opnað nýjar stöðvar hvar sem er, að uppfylltum ákveðnum grunnskilyrðum varðandi mönnun og fjármögnun. Þetta er gert til þess að skapa ákveðna samkeppni. Jafnframt er í Svíþjóð óháð eftirlit þar með módelinu, í höndum Samkeppnisyfirvalda. Þessi ákvæði voru ekki tekin upp og hér vantar rekstrareftirlit með módelinu. Samkvæmt nýrri talningu Félags Íslenskra Heimilislækna eru milli 161-170 starfandi sérfræðingar í heimilislæknum á heilsugæslum landsins og ekki allir í fullu starfi. Viðmið Félags Íslenskra Heimilislækna er að heimilislæknir í 100% stöðu sinni 1200 manns í þéttbýli. Sænska landsviðmiðið er 1100 á lækni. Ljóst er að skapa þarf tafarlaust meira aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir þá heimilislækna sem eftir eru og til að lokka fleiri lækna í fagið. Ísland er eftirbátur Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í því að hafa val um að starfa sjálfstætt í heilsugæslu. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra frekar til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna sem og annarra starfsmanna. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og MBA og varaformaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsugæsla Oddur Steinarsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Þessi umræðuhefð er orðin verulega þreytt þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og mönnun heimilislækna. Hún einkennist af upphrópunum fremur en staðreyndum og hafa ófáir stjórmálamenn talið almenningi trú um að það sé varasamt að leyfa heimilislæknum/heilsugæslum að starfa sjálfstætt hér. Hvað varðar þetta þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001. Það var vinstri stjórn Jens Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum á landsvísu leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna í Noregi. Það skarð er í dag að mestu fyllt og 95% Norðmanna hafa fastan heimilislækni í dag meðan innan við 50% Íslendinga hafa skráðan heimilislækni. Það hefði verið óskandi að VG og samstarfsflokkar þeirra hefðu komið á svipuðu kerfi á landsvísu meðan þau réðu heilbrigðismálum. Þá væru væntanlega fleiri Akureyringar og aðrir landsmenn með fastan heimilislækni. Ekki hefur borið á umræðu um að þetta hafi grafið undan heilbrigðiskerfinu í Noregi undanfarna áratugi. Þvert á móti sýndi nýleg rannsókn að sá hópur Norðmanna, sem hefur haft sama heimilislækni lengi var með um 30% lægri komu- og innlagnartíðni á sjúkrahús. Benda má einnig á í þessu samhengi að sjúkraþjálfarar og tannlæknar hafa starfað sjálfstætt á Íslandi í áratugi. Ekki hefur það grafið undan þjónustu þeirra heilbrigðisstétta. En þegar kemur að læknum þá er viðhorfið annað og lýsti það sér meðal annars í 5 ára samningsleysi sérfræðilækna þar til á síðasta ári. Við inleiddum heilsugæslukerfi að sænskri fyrirmynd 2017. Kerfið sem er til fyrirmyndar hér er hið sænska „Vårdvalsmodel“. Lykilatriði í því eru meðal annars svokölluð ,,fri etablering”, þar sem þjónustuaðilar geta opnað nýjar stöðvar hvar sem er, að uppfylltum ákveðnum grunnskilyrðum varðandi mönnun og fjármögnun. Þetta er gert til þess að skapa ákveðna samkeppni. Jafnframt er í Svíþjóð óháð eftirlit þar með módelinu, í höndum Samkeppnisyfirvalda. Þessi ákvæði voru ekki tekin upp og hér vantar rekstrareftirlit með módelinu. Samkvæmt nýrri talningu Félags Íslenskra Heimilislækna eru milli 161-170 starfandi sérfræðingar í heimilislæknum á heilsugæslum landsins og ekki allir í fullu starfi. Viðmið Félags Íslenskra Heimilislækna er að heimilislæknir í 100% stöðu sinni 1200 manns í þéttbýli. Sænska landsviðmiðið er 1100 á lækni. Ljóst er að skapa þarf tafarlaust meira aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir þá heimilislækna sem eftir eru og til að lokka fleiri lækna í fagið. Ísland er eftirbátur Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í því að hafa val um að starfa sjálfstætt í heilsugæslu. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra frekar til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna sem og annarra starfsmanna. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og MBA og varaformaður Læknafélags Íslands.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun